Víkingar ekki gert tilboð í Óttar Magnús Anton Ingi Leifsson skrifar 3. júlí 2019 18:49 Óttar Magnús á landsliðsæfingu. vísir/vilhelm Haraldur Haraldsson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Víkings, segir ekkert til í því að Víkingur hafi gert tilboð í framherja Mjällby, Óttar Magnús Karlsson, eins og greint var frá í dag. Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkinga, er nú þjálfari Mjällby en hann sagði við sænska fjölmiðla í dag að Víkingar hefðu gert tilboð í framherjann. Þegar Vísir sló á þráðinn til Haraldar nú undir kvöld kom hann að fjöllum er hann var spurður út í ummælin. „Milos segir alltaf svo margt,“ sagði Haraldur í samtali við Vísi í dag. En er eitthvað til í þessu að Víkingur hafi boðið í Óttar Magnús? „Ég get ekki staðfest það, nei. Ég hef lítið meira um það að segja og veit ekki hvað hann er að gaspra,“ sagði framkvæmdarstjórinn í Víkinni. En er á döfinni hjá Víkingum að sækja framherjann í júníglugganum sem er opin út allan mánuðinn? „Ég held ekki. Ég held að hann ætli bara að vera úti og sé ekkert að koma heim. Hann æfði með okkur í fríinu en hann er farinn aftur út og ætlar að vera þar. Ég veit ekki betur.“ Óttar Magnús lék með Víkingum tímabilið 2016. Þá skoraði hann sjö mörk í tuttugu leikjum í Pepsi-deildinni en hefur síðan þá leikið í atvinnumennsku, með misgóðum árangri. Víkingur er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins þar sem þeir mæta Breiðablik en liðið situr í níunda sæti Pepsi Max-deildarinnar með ellefu stig.Uppfært 20.47: Milos segir á Twitter í kvöld að hann hafi ekki greint frá neinu tilboði. Það hafi tvö íslensk lið sýnt Óttari áhuga en ekkert tilboð hafi komið inn á borð Mjållby. Hann baðst afsökunar á sinni slæmu sænsku.Varðandi frétt á Íslandi @Fotboltinet um Óttari,þarf ég að segja að það er miskilingur...höfum heyrt um áhúga frá 2 liðum frá Íslandi en ekkert tilbóð komið til okkur. Gæti verið min “dålig svenska”#sorry— Milos Milojevic (@milosm18) July 3, 2019 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Víkingar vilja fá Óttar Magnús aftur heim Víkingar ætla heldur betur að styrkja sig í glugganum því nú er félagið að vinna í því að Óttar Magnús Karlsson aftur heim í Víkinga. 3. júlí 2019 16:52 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Sjá meira
Haraldur Haraldsson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Víkings, segir ekkert til í því að Víkingur hafi gert tilboð í framherja Mjällby, Óttar Magnús Karlsson, eins og greint var frá í dag. Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkinga, er nú þjálfari Mjällby en hann sagði við sænska fjölmiðla í dag að Víkingar hefðu gert tilboð í framherjann. Þegar Vísir sló á þráðinn til Haraldar nú undir kvöld kom hann að fjöllum er hann var spurður út í ummælin. „Milos segir alltaf svo margt,“ sagði Haraldur í samtali við Vísi í dag. En er eitthvað til í þessu að Víkingur hafi boðið í Óttar Magnús? „Ég get ekki staðfest það, nei. Ég hef lítið meira um það að segja og veit ekki hvað hann er að gaspra,“ sagði framkvæmdarstjórinn í Víkinni. En er á döfinni hjá Víkingum að sækja framherjann í júníglugganum sem er opin út allan mánuðinn? „Ég held ekki. Ég held að hann ætli bara að vera úti og sé ekkert að koma heim. Hann æfði með okkur í fríinu en hann er farinn aftur út og ætlar að vera þar. Ég veit ekki betur.“ Óttar Magnús lék með Víkingum tímabilið 2016. Þá skoraði hann sjö mörk í tuttugu leikjum í Pepsi-deildinni en hefur síðan þá leikið í atvinnumennsku, með misgóðum árangri. Víkingur er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins þar sem þeir mæta Breiðablik en liðið situr í níunda sæti Pepsi Max-deildarinnar með ellefu stig.Uppfært 20.47: Milos segir á Twitter í kvöld að hann hafi ekki greint frá neinu tilboði. Það hafi tvö íslensk lið sýnt Óttari áhuga en ekkert tilboð hafi komið inn á borð Mjållby. Hann baðst afsökunar á sinni slæmu sænsku.Varðandi frétt á Íslandi @Fotboltinet um Óttari,þarf ég að segja að það er miskilingur...höfum heyrt um áhúga frá 2 liðum frá Íslandi en ekkert tilbóð komið til okkur. Gæti verið min “dålig svenska”#sorry— Milos Milojevic (@milosm18) July 3, 2019
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Víkingar vilja fá Óttar Magnús aftur heim Víkingar ætla heldur betur að styrkja sig í glugganum því nú er félagið að vinna í því að Óttar Magnús Karlsson aftur heim í Víkinga. 3. júlí 2019 16:52 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Sjá meira
Víkingar vilja fá Óttar Magnús aftur heim Víkingar ætla heldur betur að styrkja sig í glugganum því nú er félagið að vinna í því að Óttar Magnús Karlsson aftur heim í Víkinga. 3. júlí 2019 16:52