Birkiskógar fái að dreifa úr sér Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. júlí 2019 19:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson kynntu aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum í dag. Árleg landgræðsla og skógrækt verður tvöfölduð á næstu fjórum árum, meðal annars með viðamikilli gróðursetningu birkitrjáa sem eiga að dreifa úr sér. Þetta er meðal stærstu einstaka aðgerða stjórnvalda gegn loftslagsvánni. Til skoðunar er að setja á hvatakerfi fyrir landeigendur til þessa að endurheimta megi votlendi. Önnur af tveimur megin aðgerðum stjórnalda í loftslagsmálum var kynnt í dag. Saman eiga þær að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka bindingu þannig að Ísland verði að lokum kolefnishlutlaust árið 2040. Fyrri aðgerðin sem var kynnt í júní lítur að orkuskiptum og meðal annars fjölgun rafhleðslustöðva. Þessi felur í sér með landgræðslu og endurheimt votlendis. „Við erum að leggja á næstu fjórum árum 2,1 milljarð króna til þessara verkefna. Það verður aukning eftir því sem það líður á tímann og meira fjármagn kemur inn á seinni hlutanum," segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Áætlað er að árlegt umfang landgræðslu og skógræktar ríflega tvöfaldist á næstu fjórum árum. Um er að ræða ýmsar aðgerðir, bæði nýjar og sem eru þegar komnar í gang. „Þar má nefna verkefni með bændum sem nefnist „Bændur græða landið", sem er sjóður sem landeigendur og félagasamtök geta sótt í. Síðan erum við líka að horfa til verkefna þar sem við erum að aðstoða náttúruna við að hjálpa sjálfri sér," segir Guðmundur. Þar er horft til Hekluskóga sem fyrirmyndar. „Það er þá gert með því að bera á einhers konar áburðarefni og síðan planta birki og víði í nokkurs konar eyjar sem síðan dreifa út frá sér þegar tréin eru kannski eftir þrjú til fimm ár farin að gefa fræ," segir Guðmundur. Annar hluti snýr að endurheimt votlendis. Enginn flokkur í losunarbókhaldi Íslands er ábyrgur fyrir jafn mikilli losun og framræst votlendi. Áætlað hefur verið að allt að það jafngildi um sextíu próenstum af heildarlosun landsins. Á síðustu fjórum árum hefur árlega verið endurheimtir um 45 hektarar af votlendi. Markmiðið er að hektararnir verði 500 eftir þrjú ár. Þetta jafnast á við um 66 fótboltavelli í dag á móti 730 völlum árið 2022. Til skoðunar er að ná þessu markmiði meðal annars með styrkjum til landeigenda að sögn forsætisráðherra. „Við höfum til dæmis fundið fyrir miklum áhuga hjá bændum víða um land um að taka þátt í þessu en auðvitað þurfa stjórnvöld að koma inn með styrki til þess að hægt sé að ráðast í slík verkefni. Þannig að við horfum á að þetta verði gert meðal annars með bændum, með skógræktinni og með frjálsum félagasamtökum," segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Loftslagsmál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
Árleg landgræðsla og skógrækt verður tvöfölduð á næstu fjórum árum, meðal annars með viðamikilli gróðursetningu birkitrjáa sem eiga að dreifa úr sér. Þetta er meðal stærstu einstaka aðgerða stjórnvalda gegn loftslagsvánni. Til skoðunar er að setja á hvatakerfi fyrir landeigendur til þessa að endurheimta megi votlendi. Önnur af tveimur megin aðgerðum stjórnalda í loftslagsmálum var kynnt í dag. Saman eiga þær að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka bindingu þannig að Ísland verði að lokum kolefnishlutlaust árið 2040. Fyrri aðgerðin sem var kynnt í júní lítur að orkuskiptum og meðal annars fjölgun rafhleðslustöðva. Þessi felur í sér með landgræðslu og endurheimt votlendis. „Við erum að leggja á næstu fjórum árum 2,1 milljarð króna til þessara verkefna. Það verður aukning eftir því sem það líður á tímann og meira fjármagn kemur inn á seinni hlutanum," segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Áætlað er að árlegt umfang landgræðslu og skógræktar ríflega tvöfaldist á næstu fjórum árum. Um er að ræða ýmsar aðgerðir, bæði nýjar og sem eru þegar komnar í gang. „Þar má nefna verkefni með bændum sem nefnist „Bændur græða landið", sem er sjóður sem landeigendur og félagasamtök geta sótt í. Síðan erum við líka að horfa til verkefna þar sem við erum að aðstoða náttúruna við að hjálpa sjálfri sér," segir Guðmundur. Þar er horft til Hekluskóga sem fyrirmyndar. „Það er þá gert með því að bera á einhers konar áburðarefni og síðan planta birki og víði í nokkurs konar eyjar sem síðan dreifa út frá sér þegar tréin eru kannski eftir þrjú til fimm ár farin að gefa fræ," segir Guðmundur. Annar hluti snýr að endurheimt votlendis. Enginn flokkur í losunarbókhaldi Íslands er ábyrgur fyrir jafn mikilli losun og framræst votlendi. Áætlað hefur verið að allt að það jafngildi um sextíu próenstum af heildarlosun landsins. Á síðustu fjórum árum hefur árlega verið endurheimtir um 45 hektarar af votlendi. Markmiðið er að hektararnir verði 500 eftir þrjú ár. Þetta jafnast á við um 66 fótboltavelli í dag á móti 730 völlum árið 2022. Til skoðunar er að ná þessu markmiði meðal annars með styrkjum til landeigenda að sögn forsætisráðherra. „Við höfum til dæmis fundið fyrir miklum áhuga hjá bændum víða um land um að taka þátt í þessu en auðvitað þurfa stjórnvöld að koma inn með styrki til þess að hægt sé að ráðast í slík verkefni. Þannig að við horfum á að þetta verði gert meðal annars með bændum, með skógræktinni og með frjálsum félagasamtökum," segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Loftslagsmál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira