Íslenski boltinn

Kjóstu besta leikmanninn og besta markið í Pepsi Max-deild karla í júní

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/S2 Sport
Pepsi Max mörkin á Stöð 2 Sport hafa tilnefnt þá þrjá leikmenn og þau þrjú mörk sem koma til greina sem þau bestu í júnímánuði.

Verðlaunin fyrir leikmann mánaðarins eru af glæsilegri gerðinni og koma frá Selected, Sjoppunni, Moroccanoil og Icelandair. Verðlaunin fyrir besta mark mánaðarins er í boði Adidas.

Þeir leikmenn sem koma til greina sem besti leikmaður júnímánaðar í Pepsi Max deild karla eru Aron Bjarnason hjá Breiðabliki, Ólafur Karl Finsen hjá Val og Óskar Örn Hauksson hjá KR.

Aron Bjarnason lék fjóra leiki með Blikum í júní og var með 3 mörk og 4 stoðsendingar í þeim.

Ólafur Karl Finsen var með 4 mörk og 2 stoðsendingar í fjórum leikjum með Val í mánuðinum.

Óskar Örn Hauksson var með 2 mörk og 2 stoðsendingar og KR-liðið vann alla leiki sína í mánuðinum.

Þeir sem áttu þrjú fallegustu mörk mánaðarins voru KA-maðurinn Hrannar Björn Steingrímsson á móti Grindavík, Blikinn Guðjón Pétur Lýðsson á móti Stjörnunni og Stjörnumaðurinn Alex Þór Hauksson á móti Fylki.

Það má sjá öll þessi þrjú mörk sem koma til greina í myndbandinu hér fyrir neðan.

Bestu leikmenn júnímánaðar í Pepsi Max deild karla
Bestu mörk júnímánaðar í Pepsi Max deild karla



Fleiri fréttir

Sjá meira


×