Spennandi verkefni sem mun ekki bjóðast á hverju tímabili Hjörvar Ólafsson skrifar 1. júlí 2019 11:00 Stefán Gíslason. vísir/andri marinó Stefán Gíslason hefur tengingar í belgíska knattspyrnu þar sem hann lék með belgíska liðinu OH Leuven á árunum 2012 til 2014 en hjá því liði lauk hann farsælum atvinnumannaferli sínum. Eftir það flutti hann heim og hóf að leika með Breiðablik. Eftir að hafa leikið með Kópavogsliðinu lagði hann skóna á hilluna og settist í þjálfarateymi Breiðabliks. Hann var svo ráðinn þjálfari Hauka og stýrði liðinu í tvö keppnistímabil. Síðan lá leiðin í Breiðholtið þar sem hann var á sinni fyrstu leiktíð við stjórnvölinn hjá liðinu þegar hann fékk símtal frá Belgíu. „Þetta er ekkert sem ég hef verið að stefna að. Ég var með hugann alfarið við Leikni og ætlaði bara að klára tímabilið þar. Þá fékk ég símtal frá gamla þjálfaranum mínum hjá Leuven sem var að taka við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Lommel. Svona tækifæri koma ekki oft upp og þar sem þetta var sömuleiðis spennandi verkefni ákvað ég að slá til þrátt fyrir að hafa fílað mig vel hjá Leikni. Viðræðurnar gengu hratt fyrir sig og ég var bara kominn út nokkrum dögum eftir að viðræður hófust. Það þurfti líka eitthvað mikið til þess að toga mig frá Íslandi þar sem ég er með fjölskyldu og rek fyrirtæki,“ segir Stefán um aðdraganda þess að hann var ráðinn í starfið.Var nálægt því að spila fyrir Lommel „Það fyndna við að ég sé kominn til starfa hjá Lommel er að ég spilaði næstum því með liðinu á sama tíma og Kristján Finnbogason var í markinu hjá þeim. Ég var þá leikmaður norska liðsins Lyn og var á reynslu hjá hollenska liðinu Roda. Planið var að ég myndi spila sem lánsmaður frá Roda hjá Lommel en það gekk hins vegar ekki eftir. Nú er ég hins vegar búinn að ráða mig til félagsins sem ég átti að spila með,“ rifjar hann upp. „Ég er bara nýkominn út og er að kynna mér leikmannahópinn. Mér sýnist þetta vera góð blanda af ungum og reynslumiklum leikmönnum. Það er verið að bæta alla umgjörð í félaginu og fjölga starfsgildum. Flestallir í starfsteyminu eru að koma nýir inn í félagið á þessum tímapunkti og það eru spennandi tímar fram undan. Það er engin pressa á mér að fara upp en stefnan er að gera betur en undanfarin ár. Þetta er meðalstór klúbbur á belgískan mælikvarða sem hefur verið í lægð síðustu ár og markmiðið er að gera hlutina á faglegri hátt en gert hefur verið,“ segir Stefán um það umhverfi sem hann er að fara inni í. „Það er ísraelskur eigandi sem keypti félagið fyrir rúmu ári síðan. Hann hefur gefið það út að hann sé reiðubúinn að setja mikinn pening í félagið þegar hann sér að góður strúktúr er til staðar og efni til þess að færa félagið í fremstu röð. Nú hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála, framkvæmdastjóri sem sér bara um karlalið félagsins í knattspyrnu og einnig í fleiri stöður sem eiga að sjá til þess að hlutirnir séu gerðir almennilega næstu árin,“ segir þessi fyrrverandi landsliðsmaður um framhaldið hjá félaginu. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Fleiri fréttir Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Sjá meira
Stefán Gíslason hefur tengingar í belgíska knattspyrnu þar sem hann lék með belgíska liðinu OH Leuven á árunum 2012 til 2014 en hjá því liði lauk hann farsælum atvinnumannaferli sínum. Eftir það flutti hann heim og hóf að leika með Breiðablik. Eftir að hafa leikið með Kópavogsliðinu lagði hann skóna á hilluna og settist í þjálfarateymi Breiðabliks. Hann var svo ráðinn þjálfari Hauka og stýrði liðinu í tvö keppnistímabil. Síðan lá leiðin í Breiðholtið þar sem hann var á sinni fyrstu leiktíð við stjórnvölinn hjá liðinu þegar hann fékk símtal frá Belgíu. „Þetta er ekkert sem ég hef verið að stefna að. Ég var með hugann alfarið við Leikni og ætlaði bara að klára tímabilið þar. Þá fékk ég símtal frá gamla þjálfaranum mínum hjá Leuven sem var að taka við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Lommel. Svona tækifæri koma ekki oft upp og þar sem þetta var sömuleiðis spennandi verkefni ákvað ég að slá til þrátt fyrir að hafa fílað mig vel hjá Leikni. Viðræðurnar gengu hratt fyrir sig og ég var bara kominn út nokkrum dögum eftir að viðræður hófust. Það þurfti líka eitthvað mikið til þess að toga mig frá Íslandi þar sem ég er með fjölskyldu og rek fyrirtæki,“ segir Stefán um aðdraganda þess að hann var ráðinn í starfið.Var nálægt því að spila fyrir Lommel „Það fyndna við að ég sé kominn til starfa hjá Lommel er að ég spilaði næstum því með liðinu á sama tíma og Kristján Finnbogason var í markinu hjá þeim. Ég var þá leikmaður norska liðsins Lyn og var á reynslu hjá hollenska liðinu Roda. Planið var að ég myndi spila sem lánsmaður frá Roda hjá Lommel en það gekk hins vegar ekki eftir. Nú er ég hins vegar búinn að ráða mig til félagsins sem ég átti að spila með,“ rifjar hann upp. „Ég er bara nýkominn út og er að kynna mér leikmannahópinn. Mér sýnist þetta vera góð blanda af ungum og reynslumiklum leikmönnum. Það er verið að bæta alla umgjörð í félaginu og fjölga starfsgildum. Flestallir í starfsteyminu eru að koma nýir inn í félagið á þessum tímapunkti og það eru spennandi tímar fram undan. Það er engin pressa á mér að fara upp en stefnan er að gera betur en undanfarin ár. Þetta er meðalstór klúbbur á belgískan mælikvarða sem hefur verið í lægð síðustu ár og markmiðið er að gera hlutina á faglegri hátt en gert hefur verið,“ segir Stefán um það umhverfi sem hann er að fara inni í. „Það er ísraelskur eigandi sem keypti félagið fyrir rúmu ári síðan. Hann hefur gefið það út að hann sé reiðubúinn að setja mikinn pening í félagið þegar hann sér að góður strúktúr er til staðar og efni til þess að færa félagið í fremstu röð. Nú hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála, framkvæmdastjóri sem sér bara um karlalið félagsins í knattspyrnu og einnig í fleiri stöður sem eiga að sjá til þess að hlutirnir séu gerðir almennilega næstu árin,“ segir þessi fyrrverandi landsliðsmaður um framhaldið hjá félaginu.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Fleiri fréttir Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Sjá meira