"Þurfum að keppa við fólk sem notar ólögleg lyf á HM“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. júlí 2019 23:15 Lilly King. vísir/getty Ólympíumeistarinn Lilly King segir það ljóst að hún og aðrir keppendur á heimsmeistaramótinu í sundi muni þurfa að keppa við svindlara. Heimsmeistaramótið í Suður-Kóreu hófst í þessari viku þar sem keppt var í dýfingum, vatnspóló og listrænu sundi. Fyrstu undanrásirnar í hefðbundnum sundgreinum munu hefjast á morgun. Lilly King er margfaldur verðlaunahafi í bringusundi og vann gullverðluan í 100m bringusundi í Ríó 2016, þar sem Hrafnhildur Lúthersdóttir varð sjötta. „Ég held við getum öll sagt að á einhverjum tímapunkti munum við þurfa að keppa við fólk sem notar ólögleg lyf. Við ættum ekki að þurfa að segja þetta,“ sagði King sem hefur verið gagnrýnin á hvernig sundsambandið tekur á lyfjamisnotkun. „Það er sorglegt að við höfum öll þurft að keppa við þau sem brjóta reglurnar og að þau eru líklega öll að keppa á þessu móti.“ Orð King voru svör við spurningum blaðamanna út í mál Sun Yang, þrefalds Ólympíumeistara frá Kína. Fréttir herma að Sun hafi sloppið við lyfjabann með því að eyðileggja blóðprufur. Alþjóðasundsambandið ákvað að dæma Sun ekki í bann þegar hann var sakaður um lyfjamisnotkun í janúar. Alþjóðlega lyfjaeftirlitið áfrýjaði þeirri ákvörðun til Íþróttadómstólnum, þar sem mál Sun verður tekið fyrir. Ísland á fjóra keppendur á HM, þau Anton Svein McKee, Eygló Ósk Gústafsdóttur, Snæfríði Sól Jórunnardóttur og Kristinn Þórarinsson. Anton Sveinn verður fyrstur Íslendinganna í laugina, hann keppir í 100m bringusundi á aðfaranótt sunnudags að íslenskum tíma. Sund Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sjá meira
Ólympíumeistarinn Lilly King segir það ljóst að hún og aðrir keppendur á heimsmeistaramótinu í sundi muni þurfa að keppa við svindlara. Heimsmeistaramótið í Suður-Kóreu hófst í þessari viku þar sem keppt var í dýfingum, vatnspóló og listrænu sundi. Fyrstu undanrásirnar í hefðbundnum sundgreinum munu hefjast á morgun. Lilly King er margfaldur verðlaunahafi í bringusundi og vann gullverðluan í 100m bringusundi í Ríó 2016, þar sem Hrafnhildur Lúthersdóttir varð sjötta. „Ég held við getum öll sagt að á einhverjum tímapunkti munum við þurfa að keppa við fólk sem notar ólögleg lyf. Við ættum ekki að þurfa að segja þetta,“ sagði King sem hefur verið gagnrýnin á hvernig sundsambandið tekur á lyfjamisnotkun. „Það er sorglegt að við höfum öll þurft að keppa við þau sem brjóta reglurnar og að þau eru líklega öll að keppa á þessu móti.“ Orð King voru svör við spurningum blaðamanna út í mál Sun Yang, þrefalds Ólympíumeistara frá Kína. Fréttir herma að Sun hafi sloppið við lyfjabann með því að eyðileggja blóðprufur. Alþjóðasundsambandið ákvað að dæma Sun ekki í bann þegar hann var sakaður um lyfjamisnotkun í janúar. Alþjóðlega lyfjaeftirlitið áfrýjaði þeirri ákvörðun til Íþróttadómstólnum, þar sem mál Sun verður tekið fyrir. Ísland á fjóra keppendur á HM, þau Anton Svein McKee, Eygló Ósk Gústafsdóttur, Snæfríði Sól Jórunnardóttur og Kristinn Þórarinsson. Anton Sveinn verður fyrstur Íslendinganna í laugina, hann keppir í 100m bringusundi á aðfaranótt sunnudags að íslenskum tíma.
Sund Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sjá meira