Toppliðin þrjú mæta breytt til leiks Hjörvar Ólafsson skrifar 19. júlí 2019 17:00 Belgíski sóknartengiliðurinn Eden Hazard er stærsta púslið í áætlunum Real Madrid undir stjórn Frakkans Zinidane Zidane sem á að færa liðið í fremstu röð á nýjan leik. Getty/ Helios de la Rubia Þrjú efstu lið spænsku efstu deildarinnar í knattspyrnu karla frá síðasta keppnistímabili mæta þó nokkuð breytt, sérstaklega Real Madrid, sem gekk í gegnum mikið vonbrigðatímabil í fyrra þar sem þriðja sætið í deildinni varð raunin og enginn bikar bættist í safnið. Barcelona sem er ríkjandi spænskur meistari sem og bikarmeistari hefur styrkt miðsvæðið hjá sér með hollenska miðvallarleikmanninum Frenkie de Jong og Antoine Griezmann á að hressa upp á sóknarleik liðsins. Þá hefur Neymar, sem unir ekki hag sínum hjá franska liðinu PSG, verið þráfaldlega orðaður við Katalóníufélagið. Sóknarlína Barcelona með þá Lionel Messi, Luis Suárez og núna Griezmann er ekki árennileg fyrir andstæðinga liðsins sem freista þess að velta liðinu af stalli á næstu leiktíð. Líklegt er talið að Philippe Coutinho eigi erfitt með að brjóta sér leið inn í byrjunarliðið og PSG, Manchester United og jafnvel endurkoma til Liverpool hafa verið nefnd til sögunnar sem mögulegir næstu áfangastaðir brasilíska sóknartengiliðsins.Mestar breytingar hafa orðið í herbúðum Atlético Madrid Atlético Madrid, sem hefur misst nokkra af lykilleikmönnum síðustu ára, ætlar portúgalska ungstirninu Joao Felix að fylla skarðið sem Griezmann skilur eftir sig. Þá fór spænski miðjumaðurinn Rodri til Manchester City, franski miðvörðurinn Lucas Hernandez til Bayern München og úrúgvæski varnarmaðurinn Diego Godin til Inter Milan. Þá seldi Diego Simeone argentínska framherjann Luciano Vietto til Sporting Lisbon og portúgalska vængmanninn Gelson Martins til Monaco til þess að efla fjárhirslu félagsins. Álvaro Morata, sem var á láni hjá liðinu seinni hluta síðustu leiktíðar, var keyptur fyrr í sumar. Serbneski framherjinn Ivan Saponjic og argentínski sóknarmaðurinn Nico Ibanez eru svo komnir til liðsins til þess að sjá um að sóknarleikur Atlético Madrid verði nægilega öflugur. Atlético hefur svo verið að bera víurnar í Kólumbíumanninn James Rodríguez sem er á mála hjá Real Madrid en hefur verið á láni hjá Bayern München síðustu þrjú keppnistímabil. Rodríguez gæti verið sniðug lausn til þess að vera tengiliður milli miðju og sóknar hjá liðinu sem vill beita skyndisóknum og sækja hratt á andstæðinga sína. Spænski miðvallarleikmaðurinn Marcos Llorente fær það verkefni að sinna því hlutverki sem Rodri sinnti hjá sveinum Simeone og Mexíkóinn Hector Herrera á einnig að bólstra miðsvæðið. Brasilíumennirnir Felipe og Renan Lodi og enski hægri bakvörðurinn Kieran Trippier hafa verið fengnir til þess að stoppa í götin sem urðu til í varnarlínu með sölum sumarsins.Nýtt hryggjarstykki mætt til leiks hjá særðu liði Real Madrid Það var nokkuð ljóst snemma í vor að Zinedine Zidane myndi fá það hlutverk að byggja upp nýtt lið hjá Real Madrid í sumar. Liðið lenti í þriðja sæti deildarinnar og var aldrei í alvöru baráttu við Barcelona um spænska meistaratitilinn og féll úr leik í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa unnið þá keppni undir stjórn Zidane síðustu þrjú árin þar á undan. Zidane byrjaði á því að tryggja sér þjónustu Edens Hazard og líklegt er að sóknarleikurinn eigi að byggjast í kringum Belgann snjalla. Real Madrid tókst ekki að sjá til þess að brotthvarf Cristiano Ronaldo gengi smurt fyrir sig síðasta vetur og nú fær Hazard það hlutverk að breyta því. Til þess að aðstoða Hazard við að bera uppi sóknarleikinn og Karim Benzema við að setja boltann yfir línuna var svo Serbinn Luka Jovic keyptur frá Eintracht Frankfurt. Jovic skoraði 25 mörk fyrir þýska liðið á síðasta tímabili en það er ólík pressan að standa sig í Frankfurt eða fyrir framan kröfuharða stuðningsmenn Real Madrid. Þá kom hinn ungi og efnilegi brasilíski unglingur Rodrygo frá Santos. Ferland Mendy sem kemur frá Lyon á að leysa Marcelo af hólmi og miðvörðurinn og djúpi miðjumaðurinn Eder Militao að styrkja míglekan varnarleik liðsins. Sex lykilleikmenn Real Madrid á síðustu leiktíð voru eldri en 30 ára gamlir og Toni Kroos kemst á fertugsaldurinn í janúar á næsta ári. Meðalaldurinn á leikmannakaupum Real Madrid í sumar er 22 ár og augljóst að stefnan er að fá ferska og góða fætur í kringum reynslumikla og hæfileikaríka leikmenn liðsins. Síðustu vikurnar hefur Paul Pogba svo verið nefndur til sögunnar sem síðasta púsl Zidane fyrir komandi keppnistímabil en svo virðist sem Ole Gunnar Solskjær og forráðamenn Manchester United séu ekki á þeim buxunum að hleypa honum úr herbúðum Manchester-liðsins. Birtist í Fréttablaðinu Spænski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Þrjú efstu lið spænsku efstu deildarinnar í knattspyrnu karla frá síðasta keppnistímabili mæta þó nokkuð breytt, sérstaklega Real Madrid, sem gekk í gegnum mikið vonbrigðatímabil í fyrra þar sem þriðja sætið í deildinni varð raunin og enginn bikar bættist í safnið. Barcelona sem er ríkjandi spænskur meistari sem og bikarmeistari hefur styrkt miðsvæðið hjá sér með hollenska miðvallarleikmanninum Frenkie de Jong og Antoine Griezmann á að hressa upp á sóknarleik liðsins. Þá hefur Neymar, sem unir ekki hag sínum hjá franska liðinu PSG, verið þráfaldlega orðaður við Katalóníufélagið. Sóknarlína Barcelona með þá Lionel Messi, Luis Suárez og núna Griezmann er ekki árennileg fyrir andstæðinga liðsins sem freista þess að velta liðinu af stalli á næstu leiktíð. Líklegt er talið að Philippe Coutinho eigi erfitt með að brjóta sér leið inn í byrjunarliðið og PSG, Manchester United og jafnvel endurkoma til Liverpool hafa verið nefnd til sögunnar sem mögulegir næstu áfangastaðir brasilíska sóknartengiliðsins.Mestar breytingar hafa orðið í herbúðum Atlético Madrid Atlético Madrid, sem hefur misst nokkra af lykilleikmönnum síðustu ára, ætlar portúgalska ungstirninu Joao Felix að fylla skarðið sem Griezmann skilur eftir sig. Þá fór spænski miðjumaðurinn Rodri til Manchester City, franski miðvörðurinn Lucas Hernandez til Bayern München og úrúgvæski varnarmaðurinn Diego Godin til Inter Milan. Þá seldi Diego Simeone argentínska framherjann Luciano Vietto til Sporting Lisbon og portúgalska vængmanninn Gelson Martins til Monaco til þess að efla fjárhirslu félagsins. Álvaro Morata, sem var á láni hjá liðinu seinni hluta síðustu leiktíðar, var keyptur fyrr í sumar. Serbneski framherjinn Ivan Saponjic og argentínski sóknarmaðurinn Nico Ibanez eru svo komnir til liðsins til þess að sjá um að sóknarleikur Atlético Madrid verði nægilega öflugur. Atlético hefur svo verið að bera víurnar í Kólumbíumanninn James Rodríguez sem er á mála hjá Real Madrid en hefur verið á láni hjá Bayern München síðustu þrjú keppnistímabil. Rodríguez gæti verið sniðug lausn til þess að vera tengiliður milli miðju og sóknar hjá liðinu sem vill beita skyndisóknum og sækja hratt á andstæðinga sína. Spænski miðvallarleikmaðurinn Marcos Llorente fær það verkefni að sinna því hlutverki sem Rodri sinnti hjá sveinum Simeone og Mexíkóinn Hector Herrera á einnig að bólstra miðsvæðið. Brasilíumennirnir Felipe og Renan Lodi og enski hægri bakvörðurinn Kieran Trippier hafa verið fengnir til þess að stoppa í götin sem urðu til í varnarlínu með sölum sumarsins.Nýtt hryggjarstykki mætt til leiks hjá særðu liði Real Madrid Það var nokkuð ljóst snemma í vor að Zinedine Zidane myndi fá það hlutverk að byggja upp nýtt lið hjá Real Madrid í sumar. Liðið lenti í þriðja sæti deildarinnar og var aldrei í alvöru baráttu við Barcelona um spænska meistaratitilinn og féll úr leik í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa unnið þá keppni undir stjórn Zidane síðustu þrjú árin þar á undan. Zidane byrjaði á því að tryggja sér þjónustu Edens Hazard og líklegt er að sóknarleikurinn eigi að byggjast í kringum Belgann snjalla. Real Madrid tókst ekki að sjá til þess að brotthvarf Cristiano Ronaldo gengi smurt fyrir sig síðasta vetur og nú fær Hazard það hlutverk að breyta því. Til þess að aðstoða Hazard við að bera uppi sóknarleikinn og Karim Benzema við að setja boltann yfir línuna var svo Serbinn Luka Jovic keyptur frá Eintracht Frankfurt. Jovic skoraði 25 mörk fyrir þýska liðið á síðasta tímabili en það er ólík pressan að standa sig í Frankfurt eða fyrir framan kröfuharða stuðningsmenn Real Madrid. Þá kom hinn ungi og efnilegi brasilíski unglingur Rodrygo frá Santos. Ferland Mendy sem kemur frá Lyon á að leysa Marcelo af hólmi og miðvörðurinn og djúpi miðjumaðurinn Eder Militao að styrkja míglekan varnarleik liðsins. Sex lykilleikmenn Real Madrid á síðustu leiktíð voru eldri en 30 ára gamlir og Toni Kroos kemst á fertugsaldurinn í janúar á næsta ári. Meðalaldurinn á leikmannakaupum Real Madrid í sumar er 22 ár og augljóst að stefnan er að fá ferska og góða fætur í kringum reynslumikla og hæfileikaríka leikmenn liðsins. Síðustu vikurnar hefur Paul Pogba svo verið nefndur til sögunnar sem síðasta púsl Zidane fyrir komandi keppnistímabil en svo virðist sem Ole Gunnar Solskjær og forráðamenn Manchester United séu ekki á þeim buxunum að hleypa honum úr herbúðum Manchester-liðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Spænski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira