Skipt um gírkassa og snúningsmótor í þyrlu Landhelgisgæslunnar Sighvatur Jónsson skrifar 18. júlí 2019 18:30 Unnið að viðgerð þyrlunnar hjá Landhelgisgæslunni í dag. Vísir/Arnar Landhelgisgæslan ætlar að láta skipta um gírkassa og snúningsmótor í nýlegri þyrlu sinni vegna málmagna sem hafa greinst í olíu hennar. Tæknistjóri hjá Landhelgisgæslunni segir óheppni að þetta komi upp svo stuttu eftir að þyrlan kom til landsins. Viðgerðin sé hluti af reglubundnu viðhaldi í samstarfi við framleiðanda. Nýju þyrlurnar tvær eru níu ára. Þær koma notaðar til landsins en Landhelgisgæslan leigir þær frá Noregi. Eir kom til landsins fyrir fjórum mánuðum og Gró í byrjun júlí. Gró hefur ekki verið tekin í gagnið og því hefur aðeins ein þyrla verið til taks hjá Landhelgisgæslunni eftir að Eir bilaði fyrir nokkrum dögum. „Við fengum boð um það að það voru málmagnir að koma úr rótorhausnum. Það eru sérstakir skynjarar sem nema það og láta okkur vita. Þetta er partur af venjulegu viðhaldi og hlutir sem við lendum reglulega í, bæði með þessar vélar og gömlu vélarnar. Það má segja að það sé ákveðin óheppni að lenda í þessu svona snemma með þessa,“ segir Höskuldur Ólafsson, tæknistjóri hjá Landhelgisgæslunni.Skipta þarf um gírkasssa og snúningsmótor í TF-EIR samkvæmt ráðleggingum frá framleiðanda þyrlunnar.Vísir/ArnarVandamálið tók sig upp aftur eftir hreinsun Tvö alvarleg slys hafa orðið á þyrlum með gírkössum frá framleiðandanum Airbus. Fyrir ári hrapaði herþyrla í Suður-Kóreu. Aðeins einn af sex um borð lifði slysið af. Á myndbandi sést spaði losna af þyrlunni. Sams konar slys varð í Noregi fyrir þremur árum þegar 13 fórust. „Það er sérstaklega fylgst vel með þessu í þessum vélum. Almennt er fylgst vel með þessu í öllum þyrlum. Þetta er almennur búnaður í þyrlum því þær eru eðli málsins samkvæmt viðkvæmari heldur en flugvélar,“ segir Höskuldur hjá Landhelgisgæslunni. Höskuldur segir að þegar málmagnirnar hafi fyrst greinst í olíu hafi verið fylgt verklagi um hreinsun og áframhaldandi notkun þyrlunnar. En þegar vandamálið hafi tekið sig upp aftur og í meira mæli en áður hafi framleiðandi ráðlagt Landhelgisgæslunni að stöðva þyrluna og skipta um snúningsmótor og gírkassa hennar. Höskuldur segir brýnt að koma báðum nýju þyrlunum í gagnið. „Vissulega er þetta mjög erfitt og reynir mikið á alla áætlanagerð og mikið á alla starfsmenn. Þetta er ekkert einsdæmi, við höfum staðið frammi fyrir þessu áður, en erum að horfa vonandi til bjartari tíma núna þegar báðar þessar nýju vélar verða komnar í fullt gagn,“ segir Höskuldur Ólafsson, tæknistjóri hjá Landhelgisgæslunni. Airbus Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira
Landhelgisgæslan ætlar að láta skipta um gírkassa og snúningsmótor í nýlegri þyrlu sinni vegna málmagna sem hafa greinst í olíu hennar. Tæknistjóri hjá Landhelgisgæslunni segir óheppni að þetta komi upp svo stuttu eftir að þyrlan kom til landsins. Viðgerðin sé hluti af reglubundnu viðhaldi í samstarfi við framleiðanda. Nýju þyrlurnar tvær eru níu ára. Þær koma notaðar til landsins en Landhelgisgæslan leigir þær frá Noregi. Eir kom til landsins fyrir fjórum mánuðum og Gró í byrjun júlí. Gró hefur ekki verið tekin í gagnið og því hefur aðeins ein þyrla verið til taks hjá Landhelgisgæslunni eftir að Eir bilaði fyrir nokkrum dögum. „Við fengum boð um það að það voru málmagnir að koma úr rótorhausnum. Það eru sérstakir skynjarar sem nema það og láta okkur vita. Þetta er partur af venjulegu viðhaldi og hlutir sem við lendum reglulega í, bæði með þessar vélar og gömlu vélarnar. Það má segja að það sé ákveðin óheppni að lenda í þessu svona snemma með þessa,“ segir Höskuldur Ólafsson, tæknistjóri hjá Landhelgisgæslunni.Skipta þarf um gírkasssa og snúningsmótor í TF-EIR samkvæmt ráðleggingum frá framleiðanda þyrlunnar.Vísir/ArnarVandamálið tók sig upp aftur eftir hreinsun Tvö alvarleg slys hafa orðið á þyrlum með gírkössum frá framleiðandanum Airbus. Fyrir ári hrapaði herþyrla í Suður-Kóreu. Aðeins einn af sex um borð lifði slysið af. Á myndbandi sést spaði losna af þyrlunni. Sams konar slys varð í Noregi fyrir þremur árum þegar 13 fórust. „Það er sérstaklega fylgst vel með þessu í þessum vélum. Almennt er fylgst vel með þessu í öllum þyrlum. Þetta er almennur búnaður í þyrlum því þær eru eðli málsins samkvæmt viðkvæmari heldur en flugvélar,“ segir Höskuldur hjá Landhelgisgæslunni. Höskuldur segir að þegar málmagnirnar hafi fyrst greinst í olíu hafi verið fylgt verklagi um hreinsun og áframhaldandi notkun þyrlunnar. En þegar vandamálið hafi tekið sig upp aftur og í meira mæli en áður hafi framleiðandi ráðlagt Landhelgisgæslunni að stöðva þyrluna og skipta um snúningsmótor og gírkassa hennar. Höskuldur segir brýnt að koma báðum nýju þyrlunum í gagnið. „Vissulega er þetta mjög erfitt og reynir mikið á alla áætlanagerð og mikið á alla starfsmenn. Þetta er ekkert einsdæmi, við höfum staðið frammi fyrir þessu áður, en erum að horfa vonandi til bjartari tíma núna þegar báðar þessar nýju vélar verða komnar í fullt gagn,“ segir Höskuldur Ólafsson, tæknistjóri hjá Landhelgisgæslunni.
Airbus Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira