Seðlabanki unir ekki úrskurði um upplýsingarétt fjölmiðils Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. júlí 2019 06:00 Seðlabankinn telur birtingu samningsins án forsögu hans geta skert orðspor bankans og starfsmannsins með óbætanlegum hætti. Seðlabanki Íslands vill ekki una niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál um skyldu bankans til að veita blaðamanni Fréttablaðsins aðgang að upplýsingum um fjármögnun bankans á framhaldsnámi fyrrverandi forstöðumanns gjaldeyriseftirlits bankans. Hefur bankinn óskað eftir frestun réttaráhrifa úrskurðarins sem kveðinn var upp 3. júlí en í þeirri ósk felst í raun yfirlýsing um að bankinn vilji fara með málið fyrir dómstóla. Heimild í upplýsingalögum til frestunar réttaráhrifa úrskurða nefndarinnar er bundin því skilyrði að mál verði borið undir dómstóla innan sjö daga. Liðnir eru átta mánuðir frá því blaðamaðurinn hugðist skrifa frétt um námsstyrk bankans til starfsmannsins og fyrirséð að málaferli um rétt hans til aðgangs að gögnunum muni valda áframhaldandi töfum á því starfi. Blaðamaðurinn, þá fréttastjóri DV, sendi bankanum upplýsingabeiðni 19. nóvember síðastliðinn sem laut að tilvist og efni samnings bankans við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, þá framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlitsins, vegna námsleyfis frá bankanum á árunum 2016-2017 og kostnað MPA-náms hennar við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Beiðninni var synjað tíu dögum síðar og kærði blaðamaðurinn synjunina til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í umsögn til nefndarinnar um kæruna vísaði bankinn meðal annars til sérstaks bankaleyndarákvæðis í lögum um Seðlabankann auk undanþágureglna upplýsingalaga um starfsmannamál. Úrskurðarnefndin féllst ekki á málflutning bankans og taldi SÍ ekki hafa slíka hagsmuni af leynd samningsins að sanngjarnt væri að hann félli undir umrætt þagnarskylduákvæði í lögum um Seðlabankann enda um starfsmannamál að ræða en ekki lögbundin verkefni bankans sem réttlætanlegt kunni að vera að sérstök þagnarskylda ríki um. Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að hún hafi fengið hinn umdeilda samning afhentan frá bankanum og eftir að hafa kynnt sér efni hans sé það mat hennar að hann hafi ekki að geyma upplýsingar sem talist geti til viðkvæmra persónuupplýsinga starfsmannsins. Það er einnig mat nefndarinnar að almenningur hafi verulega hagsmuni af því að geta kynnt sér hvernig opinberum fjármunum er ráðstafað en í úrskurðinum segir um samninginn: „Um er að ræða einkaréttarlegan samning sem felur í sér ráðstöfun opinberra hagsmuna. Þegar vegnir eru saman hagsmunir viðkomandi starfsmanns af því að efni skjalsins fari leynt og hagsmunir almennings af því að kynna sér efni skjalsins er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að almenningur hafi ríkari hagsmuni af því að skjalið sé gert opinbert en viðkomandi starfsmaður af því að skjalið lúti leynd.“ Með úrskurðarorðum nefndarinnar er Seðlabankanum gert skylt að veita blaðamanninum aðgang að umbeðnu skjali. Þegar blaðamanninum barst úrskurðurinn sendi hann erindi til Seðlabankans og krafðist tafarlausrar afhendingar skjalsins. Fjórum dögum síðar barst honum erindi frá nefndinni þess efnis að lögmaður bankans óskaði eftir frestun á réttaráhrifum úrskurðarins. Í rökstuðningi bankans fyrir þeirri ósk segir meðal annars að birting samningsins án forsögu hans, kunni að skerða orðspor bankans og starfsmannsins með óbætanlegum hætti. Fréttablaðið bíður nú afstöðu úrskurðarnefndarinnar til beiðni bankans. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Seðlabankinn Stjórnsýsla Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Seðlabanki Íslands vill ekki una niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál um skyldu bankans til að veita blaðamanni Fréttablaðsins aðgang að upplýsingum um fjármögnun bankans á framhaldsnámi fyrrverandi forstöðumanns gjaldeyriseftirlits bankans. Hefur bankinn óskað eftir frestun réttaráhrifa úrskurðarins sem kveðinn var upp 3. júlí en í þeirri ósk felst í raun yfirlýsing um að bankinn vilji fara með málið fyrir dómstóla. Heimild í upplýsingalögum til frestunar réttaráhrifa úrskurða nefndarinnar er bundin því skilyrði að mál verði borið undir dómstóla innan sjö daga. Liðnir eru átta mánuðir frá því blaðamaðurinn hugðist skrifa frétt um námsstyrk bankans til starfsmannsins og fyrirséð að málaferli um rétt hans til aðgangs að gögnunum muni valda áframhaldandi töfum á því starfi. Blaðamaðurinn, þá fréttastjóri DV, sendi bankanum upplýsingabeiðni 19. nóvember síðastliðinn sem laut að tilvist og efni samnings bankans við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, þá framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlitsins, vegna námsleyfis frá bankanum á árunum 2016-2017 og kostnað MPA-náms hennar við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Beiðninni var synjað tíu dögum síðar og kærði blaðamaðurinn synjunina til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í umsögn til nefndarinnar um kæruna vísaði bankinn meðal annars til sérstaks bankaleyndarákvæðis í lögum um Seðlabankann auk undanþágureglna upplýsingalaga um starfsmannamál. Úrskurðarnefndin féllst ekki á málflutning bankans og taldi SÍ ekki hafa slíka hagsmuni af leynd samningsins að sanngjarnt væri að hann félli undir umrætt þagnarskylduákvæði í lögum um Seðlabankann enda um starfsmannamál að ræða en ekki lögbundin verkefni bankans sem réttlætanlegt kunni að vera að sérstök þagnarskylda ríki um. Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að hún hafi fengið hinn umdeilda samning afhentan frá bankanum og eftir að hafa kynnt sér efni hans sé það mat hennar að hann hafi ekki að geyma upplýsingar sem talist geti til viðkvæmra persónuupplýsinga starfsmannsins. Það er einnig mat nefndarinnar að almenningur hafi verulega hagsmuni af því að geta kynnt sér hvernig opinberum fjármunum er ráðstafað en í úrskurðinum segir um samninginn: „Um er að ræða einkaréttarlegan samning sem felur í sér ráðstöfun opinberra hagsmuna. Þegar vegnir eru saman hagsmunir viðkomandi starfsmanns af því að efni skjalsins fari leynt og hagsmunir almennings af því að kynna sér efni skjalsins er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að almenningur hafi ríkari hagsmuni af því að skjalið sé gert opinbert en viðkomandi starfsmaður af því að skjalið lúti leynd.“ Með úrskurðarorðum nefndarinnar er Seðlabankanum gert skylt að veita blaðamanninum aðgang að umbeðnu skjali. Þegar blaðamanninum barst úrskurðurinn sendi hann erindi til Seðlabankans og krafðist tafarlausrar afhendingar skjalsins. Fjórum dögum síðar barst honum erindi frá nefndinni þess efnis að lögmaður bankans óskaði eftir frestun á réttaráhrifum úrskurðarins. Í rökstuðningi bankans fyrir þeirri ósk segir meðal annars að birting samningsins án forsögu hans, kunni að skerða orðspor bankans og starfsmannsins með óbætanlegum hætti. Fréttablaðið bíður nú afstöðu úrskurðarnefndarinnar til beiðni bankans.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Seðlabankinn Stjórnsýsla Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira