Hafa lagt hald á 13 kíló af amfetamíni á tveimur mánuðum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 17. júlí 2019 18:45 Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Mynd/Stöð 2 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt hald á rúm 13 kíló af amfetamíni í tveimur umfangsmiklum málum síðustu tvo mánuði. Lögreglan hefur sterkan grun um að töluvert magn fíkniefna sé framleitt hér á landi. Síðustu mánuði hafa fregnir borist af því að lögreglan hafi lagt hald á töluvert af sterkum fíkniefnum sem áttu að fara í sölu hér á landi. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að þrír eru í gæsluvarðhaldi eftir að lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á tvö kíló af metamfetamíni sem smyglað var til landsins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist þröngan hóp neita þeirra efna og lítið af því á götunni. „Metamfetamín er sterkara heldur en amfetamín til dæmis. Fer mun verr með neytandann. Ég held að þetta sé mjög þröngur hópur sem við erum að sjá í dag sem er að neita þessa metamfetamíns,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Sterkur grunur leikur á að töluvert magn fíkniefna sé framleitt hér á landi. Starfssemin sé orðin umfangsmikil.Vísir/vilhelmHann telur að sterkari efni séu á markaðnum nú en áður og hefur lögreglan sterkan grun um að töluvert sé framleitt af efnum hér á landi. Tengist það tveimur málum frá því í júní. Þrír voru í gæsluvarðandi vegna skipulagðrar brotastarfsemi, um miðjan júní, og var þá lagt hald á þrjú kíló af amfetamíni, 90 grömm af kókaíni og 100 e- töflur. Í hinu málinu voru fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald við rannsókn á umfangsmikilli framleiðslu á hörðum fíkniefnum en ekki kom fram þá um hvaða magn var að ræða. „Þetta er orðið fyrir okkur meiri vinna og erfiðara að finna þetta. Þetta er meira skipulagt en áður. Þá höfum við verið að taka núna, síðustu tvo mánuði, eitthvað um þrettán kíló af amfetamíni, sem að er missterkt,“ segir hann. Lyf Lögreglumál Tengdar fréttir Telja sig hafa skipuleggjanda innflutningsins: „Ég minnist þess ekki að hafa séð annað eins magn og styrkleika af kókaíni“ Rannsókn á innflutningi á rúmum 16,2 kílóum af kókaíni til landsins er í þann mund að ljúka hjá lögreglunni á Suðurnesjum að sögn Jóns Halldórs Sigurðssonar, lögreglufulltrúa. 16. júlí 2019 18:39 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt hald á rúm 13 kíló af amfetamíni í tveimur umfangsmiklum málum síðustu tvo mánuði. Lögreglan hefur sterkan grun um að töluvert magn fíkniefna sé framleitt hér á landi. Síðustu mánuði hafa fregnir borist af því að lögreglan hafi lagt hald á töluvert af sterkum fíkniefnum sem áttu að fara í sölu hér á landi. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að þrír eru í gæsluvarðhaldi eftir að lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á tvö kíló af metamfetamíni sem smyglað var til landsins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist þröngan hóp neita þeirra efna og lítið af því á götunni. „Metamfetamín er sterkara heldur en amfetamín til dæmis. Fer mun verr með neytandann. Ég held að þetta sé mjög þröngur hópur sem við erum að sjá í dag sem er að neita þessa metamfetamíns,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Sterkur grunur leikur á að töluvert magn fíkniefna sé framleitt hér á landi. Starfssemin sé orðin umfangsmikil.Vísir/vilhelmHann telur að sterkari efni séu á markaðnum nú en áður og hefur lögreglan sterkan grun um að töluvert sé framleitt af efnum hér á landi. Tengist það tveimur málum frá því í júní. Þrír voru í gæsluvarðandi vegna skipulagðrar brotastarfsemi, um miðjan júní, og var þá lagt hald á þrjú kíló af amfetamíni, 90 grömm af kókaíni og 100 e- töflur. Í hinu málinu voru fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald við rannsókn á umfangsmikilli framleiðslu á hörðum fíkniefnum en ekki kom fram þá um hvaða magn var að ræða. „Þetta er orðið fyrir okkur meiri vinna og erfiðara að finna þetta. Þetta er meira skipulagt en áður. Þá höfum við verið að taka núna, síðustu tvo mánuði, eitthvað um þrettán kíló af amfetamíni, sem að er missterkt,“ segir hann.
Lyf Lögreglumál Tengdar fréttir Telja sig hafa skipuleggjanda innflutningsins: „Ég minnist þess ekki að hafa séð annað eins magn og styrkleika af kókaíni“ Rannsókn á innflutningi á rúmum 16,2 kílóum af kókaíni til landsins er í þann mund að ljúka hjá lögreglunni á Suðurnesjum að sögn Jóns Halldórs Sigurðssonar, lögreglufulltrúa. 16. júlí 2019 18:39 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Telja sig hafa skipuleggjanda innflutningsins: „Ég minnist þess ekki að hafa séð annað eins magn og styrkleika af kókaíni“ Rannsókn á innflutningi á rúmum 16,2 kílóum af kókaíni til landsins er í þann mund að ljúka hjá lögreglunni á Suðurnesjum að sögn Jóns Halldórs Sigurðssonar, lögreglufulltrúa. 16. júlí 2019 18:39