Isavia kærir til Landsréttar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. júlí 2019 15:41 Vélin sem deilan snýst um. vísir/vilhelm Isavia hefur kært niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness í máli ALC gegn fyrirtækinu til Landsréttar. Snýr kæran að þeirri niðurstöðu héraðsdóms að málskot til Landsréttar fresti ekki réttaráhrifum. Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við fréttastofu. Vill Isavia fá þeirri niðurstöðu dómsins hnekkt en dómurinn hafnaði kröfu Isavia um að málskot til Landsréttar fresti réttaráhrifum. Samkvæmt því þarf því Isavia að afhenda ALC WOW air-vélina sem kyrrsett var við gjaldþrot flugfélagsins í mars síðastliðnum. Héraðsdómur komst í dag að þeirri niðurstöðu að Isavia hefði einungis verið heimilt að kyrrsetja vélina vegna lendingargjalda og annarra gjalda sem tengdust notkun vélarinnar en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. Í yfirlýsingu frá Isavia í morgun kom fram að félagið furði sig á niðurstöðu héraðsdóms. Sagði að niðurstaðan væri í miklu ósamræmi við fyrri umfjöllun Landsréttar um málið þar sem rétturinn hefði með mjög skýrum hætti lýst skoðun æðra dómsstigs á túlkun þess lagaákvæðis sem stuðst hefur verið við í umfjöllunu um málið. „Þá teljum við verulega ámælisvert að beiðni um frestun réttaráhrifa sé hafnað í ljósi þeirra fjárhagslegu hagsmuna sem undir eru. Frestun réttaráhrifa hefði haft óveruleg áhrif á ALC en hefði tryggt eðlilega meðferð jafn mikilvægs máls fyrir æðra dómstigi,“ sagði í tilkynningunni. Sagði þar einnig að með synjun héraðsdóms um frestun réttaráhrifa væri möguleiki Isavia til að fá endanlegan úrskurð fyrir fjölskipuðum dómi takmarkaður.Fréttin hefur verið uppfærð. Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Landsréttur úrskurðar öðru sinni vegna kyrrsettu vélarinnar Landsréttur úrskurðaði í málinu í dag. 3. júlí 2019 18:31 Neituðu að hlutast til um ákvarðanir Isavia Tveimur dögum áður en WOW fór í þrot höfnuðu fulltrúar þriggja ráðuneyta óskum stjórnar WOW um að "hlutast til um“ að Isavia félli frá heimild til að kyrrsetja leiguþotur. Átti sú ákvörðun að gilda í næstu þrjátíu daga 2. júlí 2019 07:15 Héraðsdómur úrskurðar ALC í hag Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag í máli bandaríska leigufélagsins ALC gegn Isavia. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að Isavia hafi einungis verið heimilt að kyrrsetja þotuna TF-GPA, sem ALC hafði leigt til WOW air, vegna skulda sem hvíldu á þotunni, en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. 17. júlí 2019 10:26 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Isavia hefur kært niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness í máli ALC gegn fyrirtækinu til Landsréttar. Snýr kæran að þeirri niðurstöðu héraðsdóms að málskot til Landsréttar fresti ekki réttaráhrifum. Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við fréttastofu. Vill Isavia fá þeirri niðurstöðu dómsins hnekkt en dómurinn hafnaði kröfu Isavia um að málskot til Landsréttar fresti réttaráhrifum. Samkvæmt því þarf því Isavia að afhenda ALC WOW air-vélina sem kyrrsett var við gjaldþrot flugfélagsins í mars síðastliðnum. Héraðsdómur komst í dag að þeirri niðurstöðu að Isavia hefði einungis verið heimilt að kyrrsetja vélina vegna lendingargjalda og annarra gjalda sem tengdust notkun vélarinnar en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. Í yfirlýsingu frá Isavia í morgun kom fram að félagið furði sig á niðurstöðu héraðsdóms. Sagði að niðurstaðan væri í miklu ósamræmi við fyrri umfjöllun Landsréttar um málið þar sem rétturinn hefði með mjög skýrum hætti lýst skoðun æðra dómsstigs á túlkun þess lagaákvæðis sem stuðst hefur verið við í umfjöllunu um málið. „Þá teljum við verulega ámælisvert að beiðni um frestun réttaráhrifa sé hafnað í ljósi þeirra fjárhagslegu hagsmuna sem undir eru. Frestun réttaráhrifa hefði haft óveruleg áhrif á ALC en hefði tryggt eðlilega meðferð jafn mikilvægs máls fyrir æðra dómstigi,“ sagði í tilkynningunni. Sagði þar einnig að með synjun héraðsdóms um frestun réttaráhrifa væri möguleiki Isavia til að fá endanlegan úrskurð fyrir fjölskipuðum dómi takmarkaður.Fréttin hefur verið uppfærð.
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Landsréttur úrskurðar öðru sinni vegna kyrrsettu vélarinnar Landsréttur úrskurðaði í málinu í dag. 3. júlí 2019 18:31 Neituðu að hlutast til um ákvarðanir Isavia Tveimur dögum áður en WOW fór í þrot höfnuðu fulltrúar þriggja ráðuneyta óskum stjórnar WOW um að "hlutast til um“ að Isavia félli frá heimild til að kyrrsetja leiguþotur. Átti sú ákvörðun að gilda í næstu þrjátíu daga 2. júlí 2019 07:15 Héraðsdómur úrskurðar ALC í hag Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag í máli bandaríska leigufélagsins ALC gegn Isavia. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að Isavia hafi einungis verið heimilt að kyrrsetja þotuna TF-GPA, sem ALC hafði leigt til WOW air, vegna skulda sem hvíldu á þotunni, en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. 17. júlí 2019 10:26 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Landsréttur úrskurðar öðru sinni vegna kyrrsettu vélarinnar Landsréttur úrskurðaði í málinu í dag. 3. júlí 2019 18:31
Neituðu að hlutast til um ákvarðanir Isavia Tveimur dögum áður en WOW fór í þrot höfnuðu fulltrúar þriggja ráðuneyta óskum stjórnar WOW um að "hlutast til um“ að Isavia félli frá heimild til að kyrrsetja leiguþotur. Átti sú ákvörðun að gilda í næstu þrjátíu daga 2. júlí 2019 07:15
Héraðsdómur úrskurðar ALC í hag Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag í máli bandaríska leigufélagsins ALC gegn Isavia. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að Isavia hafi einungis verið heimilt að kyrrsetja þotuna TF-GPA, sem ALC hafði leigt til WOW air, vegna skulda sem hvíldu á þotunni, en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. 17. júlí 2019 10:26