Isavia kærir til Landsréttar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. júlí 2019 15:41 Vélin sem deilan snýst um. vísir/vilhelm Isavia hefur kært niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness í máli ALC gegn fyrirtækinu til Landsréttar. Snýr kæran að þeirri niðurstöðu héraðsdóms að málskot til Landsréttar fresti ekki réttaráhrifum. Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við fréttastofu. Vill Isavia fá þeirri niðurstöðu dómsins hnekkt en dómurinn hafnaði kröfu Isavia um að málskot til Landsréttar fresti réttaráhrifum. Samkvæmt því þarf því Isavia að afhenda ALC WOW air-vélina sem kyrrsett var við gjaldþrot flugfélagsins í mars síðastliðnum. Héraðsdómur komst í dag að þeirri niðurstöðu að Isavia hefði einungis verið heimilt að kyrrsetja vélina vegna lendingargjalda og annarra gjalda sem tengdust notkun vélarinnar en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. Í yfirlýsingu frá Isavia í morgun kom fram að félagið furði sig á niðurstöðu héraðsdóms. Sagði að niðurstaðan væri í miklu ósamræmi við fyrri umfjöllun Landsréttar um málið þar sem rétturinn hefði með mjög skýrum hætti lýst skoðun æðra dómsstigs á túlkun þess lagaákvæðis sem stuðst hefur verið við í umfjöllunu um málið. „Þá teljum við verulega ámælisvert að beiðni um frestun réttaráhrifa sé hafnað í ljósi þeirra fjárhagslegu hagsmuna sem undir eru. Frestun réttaráhrifa hefði haft óveruleg áhrif á ALC en hefði tryggt eðlilega meðferð jafn mikilvægs máls fyrir æðra dómstigi,“ sagði í tilkynningunni. Sagði þar einnig að með synjun héraðsdóms um frestun réttaráhrifa væri möguleiki Isavia til að fá endanlegan úrskurð fyrir fjölskipuðum dómi takmarkaður.Fréttin hefur verið uppfærð. Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Landsréttur úrskurðar öðru sinni vegna kyrrsettu vélarinnar Landsréttur úrskurðaði í málinu í dag. 3. júlí 2019 18:31 Neituðu að hlutast til um ákvarðanir Isavia Tveimur dögum áður en WOW fór í þrot höfnuðu fulltrúar þriggja ráðuneyta óskum stjórnar WOW um að "hlutast til um“ að Isavia félli frá heimild til að kyrrsetja leiguþotur. Átti sú ákvörðun að gilda í næstu þrjátíu daga 2. júlí 2019 07:15 Héraðsdómur úrskurðar ALC í hag Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag í máli bandaríska leigufélagsins ALC gegn Isavia. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að Isavia hafi einungis verið heimilt að kyrrsetja þotuna TF-GPA, sem ALC hafði leigt til WOW air, vegna skulda sem hvíldu á þotunni, en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. 17. júlí 2019 10:26 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira
Isavia hefur kært niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness í máli ALC gegn fyrirtækinu til Landsréttar. Snýr kæran að þeirri niðurstöðu héraðsdóms að málskot til Landsréttar fresti ekki réttaráhrifum. Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við fréttastofu. Vill Isavia fá þeirri niðurstöðu dómsins hnekkt en dómurinn hafnaði kröfu Isavia um að málskot til Landsréttar fresti réttaráhrifum. Samkvæmt því þarf því Isavia að afhenda ALC WOW air-vélina sem kyrrsett var við gjaldþrot flugfélagsins í mars síðastliðnum. Héraðsdómur komst í dag að þeirri niðurstöðu að Isavia hefði einungis verið heimilt að kyrrsetja vélina vegna lendingargjalda og annarra gjalda sem tengdust notkun vélarinnar en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. Í yfirlýsingu frá Isavia í morgun kom fram að félagið furði sig á niðurstöðu héraðsdóms. Sagði að niðurstaðan væri í miklu ósamræmi við fyrri umfjöllun Landsréttar um málið þar sem rétturinn hefði með mjög skýrum hætti lýst skoðun æðra dómsstigs á túlkun þess lagaákvæðis sem stuðst hefur verið við í umfjöllunu um málið. „Þá teljum við verulega ámælisvert að beiðni um frestun réttaráhrifa sé hafnað í ljósi þeirra fjárhagslegu hagsmuna sem undir eru. Frestun réttaráhrifa hefði haft óveruleg áhrif á ALC en hefði tryggt eðlilega meðferð jafn mikilvægs máls fyrir æðra dómstigi,“ sagði í tilkynningunni. Sagði þar einnig að með synjun héraðsdóms um frestun réttaráhrifa væri möguleiki Isavia til að fá endanlegan úrskurð fyrir fjölskipuðum dómi takmarkaður.Fréttin hefur verið uppfærð.
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Landsréttur úrskurðar öðru sinni vegna kyrrsettu vélarinnar Landsréttur úrskurðaði í málinu í dag. 3. júlí 2019 18:31 Neituðu að hlutast til um ákvarðanir Isavia Tveimur dögum áður en WOW fór í þrot höfnuðu fulltrúar þriggja ráðuneyta óskum stjórnar WOW um að "hlutast til um“ að Isavia félli frá heimild til að kyrrsetja leiguþotur. Átti sú ákvörðun að gilda í næstu þrjátíu daga 2. júlí 2019 07:15 Héraðsdómur úrskurðar ALC í hag Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag í máli bandaríska leigufélagsins ALC gegn Isavia. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að Isavia hafi einungis verið heimilt að kyrrsetja þotuna TF-GPA, sem ALC hafði leigt til WOW air, vegna skulda sem hvíldu á þotunni, en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. 17. júlí 2019 10:26 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira
Landsréttur úrskurðar öðru sinni vegna kyrrsettu vélarinnar Landsréttur úrskurðaði í málinu í dag. 3. júlí 2019 18:31
Neituðu að hlutast til um ákvarðanir Isavia Tveimur dögum áður en WOW fór í þrot höfnuðu fulltrúar þriggja ráðuneyta óskum stjórnar WOW um að "hlutast til um“ að Isavia félli frá heimild til að kyrrsetja leiguþotur. Átti sú ákvörðun að gilda í næstu þrjátíu daga 2. júlí 2019 07:15
Héraðsdómur úrskurðar ALC í hag Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag í máli bandaríska leigufélagsins ALC gegn Isavia. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að Isavia hafi einungis verið heimilt að kyrrsetja þotuna TF-GPA, sem ALC hafði leigt til WOW air, vegna skulda sem hvíldu á þotunni, en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. 17. júlí 2019 10:26