Knattspyrnumaður sem var vitni í morðmáli Oscar Pistorius skotinn til bana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2019 08:30 Marc Batchelor. Getty/Duif du Toit Marc Batchelor, fyrrum landsliðsmaður Suður-Afríku, var skotinn til bana nærri heimili sínu í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Batchelor átti farsælan feril í Suður-Afríku þar sem hann spilaði með stórliðum landsins, Kaizer Chiefs og Orlando Pirates, auk þess að spila fyrir landslið Suður-Afríku.Former South Africa footballer Marc Batchelor has been shot dead near his home in Johannesburg. More here https://t.co/FVRzuU1YwWpic.twitter.com/2gX699f59Q — BBC Sport (@BBCSport) July 16, 2019 Hann var þekktur í heimalandi sínu ekki síst vegna þess að hann hefur unnið í sjónvarpi eftir að ferlinum lauk. Þá var hann mjög litríkur karakter sem hafði komið sér nokkrum sinnum í sviðsljósið í gegnum árin. „Tveir menn á mótorhjóli réðust á hann þegar hann var að fara keyra inn að húsinu sínu. Þeir skutu hann nokkrum sinnum,“ sagði Col Lungelo Dlamini, talsmaður lögreglunnar, í samtali við suður-afríska ríkisútvarpið. „Hann dó inn í bílnum sínum og þeir keyrðu í burtu án þess að taka neitt,“ sagði talsmaðurinn. „Við erum enn að rannsaka ástæðurnar fyrir árásinni og við höfðum ekki enn komist að því hverjir þessir menn voru,“ sagði Dlamini. Dlamini sagði líka frá því að garðyrkjumaður Marc Batchelor hafi verið með honum í bílnum en sloppið ómeiddur frá skotárásinni.Breaking News: Former footballer Mark Batchelor shot dead in Johannesburg https://t.co/lkjFCLrVx1 — MSN South Africa (@MSNSouthAfrica) July 15, 2019Marc Batchelor er ekki aðeins þekktur fyrir knattspyrnuferil sinn því hann var einnig á sínum tíma vitni í máli suður-afríska spretthlauparans Oscar Pistorius. Batchelor sagði frá bráðlyndi hlauparans og rifjaði upp reiðikast Pistorius þegar hann grunaði vin Marc Batchelor um að hafa haldið fram hjá með kærustu Pistorius. Oscar Pistorius, sem er fótalaus, var margfaldur Ólympíumeistari hjá fötluðum og einn af þekktari íþróttamönnum heims þegar hann var fundinn sekur um að myrða kærustu sína Reeva Steenkamp árið 2013. Pistorius var á endanum dæmdur í þrettán ára fangelsi árið 2015.Former Bafana Bafana footballer Marc Batchelor has been shot dead in an apparent hit in Olivedale this evening. Two men on a motorbike opened fire on him. (@MandyWiener) pic.twitter.com/3NB5wIRBVU — Team News24 (@TeamNews24) July 15, 2019 Fótbolti Oscar Pistorius Suður-Afríka Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Fleiri fréttir Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Sjá meira
Marc Batchelor, fyrrum landsliðsmaður Suður-Afríku, var skotinn til bana nærri heimili sínu í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Batchelor átti farsælan feril í Suður-Afríku þar sem hann spilaði með stórliðum landsins, Kaizer Chiefs og Orlando Pirates, auk þess að spila fyrir landslið Suður-Afríku.Former South Africa footballer Marc Batchelor has been shot dead near his home in Johannesburg. More here https://t.co/FVRzuU1YwWpic.twitter.com/2gX699f59Q — BBC Sport (@BBCSport) July 16, 2019 Hann var þekktur í heimalandi sínu ekki síst vegna þess að hann hefur unnið í sjónvarpi eftir að ferlinum lauk. Þá var hann mjög litríkur karakter sem hafði komið sér nokkrum sinnum í sviðsljósið í gegnum árin. „Tveir menn á mótorhjóli réðust á hann þegar hann var að fara keyra inn að húsinu sínu. Þeir skutu hann nokkrum sinnum,“ sagði Col Lungelo Dlamini, talsmaður lögreglunnar, í samtali við suður-afríska ríkisútvarpið. „Hann dó inn í bílnum sínum og þeir keyrðu í burtu án þess að taka neitt,“ sagði talsmaðurinn. „Við erum enn að rannsaka ástæðurnar fyrir árásinni og við höfðum ekki enn komist að því hverjir þessir menn voru,“ sagði Dlamini. Dlamini sagði líka frá því að garðyrkjumaður Marc Batchelor hafi verið með honum í bílnum en sloppið ómeiddur frá skotárásinni.Breaking News: Former footballer Mark Batchelor shot dead in Johannesburg https://t.co/lkjFCLrVx1 — MSN South Africa (@MSNSouthAfrica) July 15, 2019Marc Batchelor er ekki aðeins þekktur fyrir knattspyrnuferil sinn því hann var einnig á sínum tíma vitni í máli suður-afríska spretthlauparans Oscar Pistorius. Batchelor sagði frá bráðlyndi hlauparans og rifjaði upp reiðikast Pistorius þegar hann grunaði vin Marc Batchelor um að hafa haldið fram hjá með kærustu Pistorius. Oscar Pistorius, sem er fótalaus, var margfaldur Ólympíumeistari hjá fötluðum og einn af þekktari íþróttamönnum heims þegar hann var fundinn sekur um að myrða kærustu sína Reeva Steenkamp árið 2013. Pistorius var á endanum dæmdur í þrettán ára fangelsi árið 2015.Former Bafana Bafana footballer Marc Batchelor has been shot dead in an apparent hit in Olivedale this evening. Two men on a motorbike opened fire on him. (@MandyWiener) pic.twitter.com/3NB5wIRBVU — Team News24 (@TeamNews24) July 15, 2019
Fótbolti Oscar Pistorius Suður-Afríka Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Fleiri fréttir Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Sjá meira