„Með miklum ólíkindum að sjá vangaveltur um brot á siðareglum ráðherra“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júlí 2019 13:30 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, veltir því fyrir sér hvort varaformennska Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, í bankaráði AIIB sé brot á siðareglum ráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það með miklum ólíkindum að sjá vangaveltur um brot á siðareglum ráðherra í tengslum við það að hann hafi verið kjörinn varaformaður bankaráðs Asíska innviðafjárfestingabankans, AIIB. Greint var frá því um helgina að Bjarni hafi tekið við varaformennsku í ráðinu. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, ákvað í kjölfarið að senda fyrirspurn til fjárlaganefndar Alþingis hvort þessi störf Bjarna kunni að vera brot á siðareglum ráðherra. Bjarni svarar þessum vangaveltum í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Segir hann að fjármála- og efnahagsráðherra Íslands sitji ólaunað í bankaráði AIIB ásamt fulltrúum annarra 78 fullgildra aðildarríkja bankans. „Í síðustu viku skipti bankaráðið með sér verkum. Það kom í hlut Íslands og þar með minn að gegna varaformennsku. Það er með miklum ólíkindum að sjá vangaveltur um brot á siðareglum ráðherra af þessu tilefni. Það vantar bara að menn segist hafa um það rökstuddan grun,“ segir Bjarni á Facebook-síðu sinni. Með orðum sínum um rökstuddan grun er ráðherrann að vísa í orð Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, sem hún lét falla í Silfrinu í febrúar í fyrra. Sagði Þórhildur Sunna að uppi væri rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði dregið að sér fé í umræðu um akstursgreiðslur til hans og annarra þingmanna. Siðanefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að Þórhildur Sunna hefði brotið gegn siðareglum þingmanna með þessum ummælum sínum. Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Bjarni kjörinn varaformaður bankaráðs AIIB Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var kjörinn varaformaður bankaráðs (e. board of governors) Asíska innviðafjárfestingarbankans (AIIB) á ársfundi bankans sem haldinn var í Lúxemborg á föstudag og laugardag. 14. júlí 2019 14:04 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það með miklum ólíkindum að sjá vangaveltur um brot á siðareglum ráðherra í tengslum við það að hann hafi verið kjörinn varaformaður bankaráðs Asíska innviðafjárfestingabankans, AIIB. Greint var frá því um helgina að Bjarni hafi tekið við varaformennsku í ráðinu. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, ákvað í kjölfarið að senda fyrirspurn til fjárlaganefndar Alþingis hvort þessi störf Bjarna kunni að vera brot á siðareglum ráðherra. Bjarni svarar þessum vangaveltum í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Segir hann að fjármála- og efnahagsráðherra Íslands sitji ólaunað í bankaráði AIIB ásamt fulltrúum annarra 78 fullgildra aðildarríkja bankans. „Í síðustu viku skipti bankaráðið með sér verkum. Það kom í hlut Íslands og þar með minn að gegna varaformennsku. Það er með miklum ólíkindum að sjá vangaveltur um brot á siðareglum ráðherra af þessu tilefni. Það vantar bara að menn segist hafa um það rökstuddan grun,“ segir Bjarni á Facebook-síðu sinni. Með orðum sínum um rökstuddan grun er ráðherrann að vísa í orð Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, sem hún lét falla í Silfrinu í febrúar í fyrra. Sagði Þórhildur Sunna að uppi væri rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði dregið að sér fé í umræðu um akstursgreiðslur til hans og annarra þingmanna. Siðanefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að Þórhildur Sunna hefði brotið gegn siðareglum þingmanna með þessum ummælum sínum.
Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Bjarni kjörinn varaformaður bankaráðs AIIB Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var kjörinn varaformaður bankaráðs (e. board of governors) Asíska innviðafjárfestingarbankans (AIIB) á ársfundi bankans sem haldinn var í Lúxemborg á föstudag og laugardag. 14. júlí 2019 14:04 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Bjarni kjörinn varaformaður bankaráðs AIIB Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var kjörinn varaformaður bankaráðs (e. board of governors) Asíska innviðafjárfestingarbankans (AIIB) á ársfundi bankans sem haldinn var í Lúxemborg á föstudag og laugardag. 14. júlí 2019 14:04