Áhyggjur bannaðar Láru G. Sigurðardóttir skrifar 15. júlí 2019 07:00 Ég sit undir loftkælingu á Hawaii eyjunni Kauai. Hitinn er svo mikill að mann langar til að spranga um á nærklæðunum einum fata. Kauai er svolítið eins og Heimaey nema 100-falt stærri að flatarmáli. Þar er afslappað andrúmsloft, villt hænsni í staðinn fyrir lunda á vappi við verslanir og heimahús, og ég hef ekki séð neinn pirrast í umferðinni. Ósjálfrátt hægist á öllum hugsunum hérna. Í handbók um Kauai hnaut ég um setningu þar sem segir að ólöglegt sé fyrir ferðamenn að taka áhyggjur með sér á eyjuna. Nú veit ég ekki hvort maður yrði hnepptur í fangelsi ef maður færi að ræða áhyggjur sínar af loftslagsbreytingum eða hve erfitt væri að hneppa buxunum eftir ísinn sem maður var að éta. Þessi óopinbera regla innfæddra fékk mig þó til að hugsa – frí eru sannarlega til að njóta en ekki veltast um eigin hugsanaflækjur. Einu sinni áður hef ég rekist á álíka reglu og það var í skólanum þar sem ég nam jógafræði á Íslandi. Og svo þegar ég sjálf stofnaði fyrirtæki ákváðum við að fylgja sama hætti og skilja eigin áhyggjur eftir við þröskuldinn. Mér finnst þessi regla að skilja áhyggjurnar eftir bara nokkuð viðeigandi. Það er nefnilega enginn annar en maður sjálfur sem er flugumferðarstjóri eigin hugsana. Eins og þeir stjórna ekki hvaða flugvélar koma í ratsjána þá stjórnum við ekki hvaða hugsanir sækja að okkur. En líkt og flugumferðarstjóri stjórnar flugumferð þá getum við annaðhvort hleypt umferð þessara hugsana um okkar ratsjársvæði eða vísað þeim frá – allavega þessum dags daglegu. Og finna fegurðina í umhverfinu og fólkinu í kringum okkur en hér heilsast allir og kveðja með aloha - sem í raun táknar ást, frið og samkennd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Sjá meira
Ég sit undir loftkælingu á Hawaii eyjunni Kauai. Hitinn er svo mikill að mann langar til að spranga um á nærklæðunum einum fata. Kauai er svolítið eins og Heimaey nema 100-falt stærri að flatarmáli. Þar er afslappað andrúmsloft, villt hænsni í staðinn fyrir lunda á vappi við verslanir og heimahús, og ég hef ekki séð neinn pirrast í umferðinni. Ósjálfrátt hægist á öllum hugsunum hérna. Í handbók um Kauai hnaut ég um setningu þar sem segir að ólöglegt sé fyrir ferðamenn að taka áhyggjur með sér á eyjuna. Nú veit ég ekki hvort maður yrði hnepptur í fangelsi ef maður færi að ræða áhyggjur sínar af loftslagsbreytingum eða hve erfitt væri að hneppa buxunum eftir ísinn sem maður var að éta. Þessi óopinbera regla innfæddra fékk mig þó til að hugsa – frí eru sannarlega til að njóta en ekki veltast um eigin hugsanaflækjur. Einu sinni áður hef ég rekist á álíka reglu og það var í skólanum þar sem ég nam jógafræði á Íslandi. Og svo þegar ég sjálf stofnaði fyrirtæki ákváðum við að fylgja sama hætti og skilja eigin áhyggjur eftir við þröskuldinn. Mér finnst þessi regla að skilja áhyggjurnar eftir bara nokkuð viðeigandi. Það er nefnilega enginn annar en maður sjálfur sem er flugumferðarstjóri eigin hugsana. Eins og þeir stjórna ekki hvaða flugvélar koma í ratsjána þá stjórnum við ekki hvaða hugsanir sækja að okkur. En líkt og flugumferðarstjóri stjórnar flugumferð þá getum við annaðhvort hleypt umferð þessara hugsana um okkar ratsjársvæði eða vísað þeim frá – allavega þessum dags daglegu. Og finna fegurðina í umhverfinu og fólkinu í kringum okkur en hér heilsast allir og kveðja með aloha - sem í raun táknar ást, frið og samkennd.
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar