Pólverjar hætta við kröfu um framsal Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. júlí 2019 06:00 Rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi eigenda Euro-Market hófst árið 2017. Fréttablaðið/Eyþór Pólsk yfirvöld hafa fellt niður alþjóðlega handtökuskipun á hendur pólskum manni, búsettum hér á landi og dregið til baka kröfu um framsal mannsins frá Íslandi til Póllands. Pólsk yfirvöld óskuðu fyrst eftir framsali mannsins í desember 2017 er hann var í gæsluvarðhaldi hér vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi, fíkniefnainnflutningi, peningaþvætti, fjársvikum, brotum á vopnalögum, lyfjalögum og fíkniefnaframleiðslu. Héraðsdómur hafnaði kröfu um framsal í fyrra með vísan til framsalslaga sem heimila ekki framsal manns sem sætir gæsluvarðhaldi eða farbanni, vegna rannsóknar annars máls en þess sem framsalsbeiðni byggir á. Landsréttur staðfesti þann úrskurð.Maðurinn hafði þá verið í farbanni vegna rannsóknar íslenskra stjórnvalda sem felld var niður en maðurinn í staðinn úrskurðaður í farbann með vísan til framsalskröfunnar. Í kjölfarið var framsalið heimilað með dómsúrskurði. „Maðurinn hefur fengið það sem kallað er griðabréf frá pólskum yfirvöldum. Það þýðir að honum er óhætt að fara til Póllands og gefa skýrslu og eftir atvikum að koma svo aftur til Íslands,“ segir Steinbergur Finnbogason, verjandi mannsins. Hann segir skjólstæðing sinn þurfa að leggja út tryggingagreiðslu með loforði um að hann mæti til skýrslugjafar í Póllandi. Steinbergur segir mál þetta orðið með algerum ólíkindum. „Það hófst með mikilli skrautsýningu á blaðamannafundi og er að engu orðið. Bara þessi framsalshluti málsins hlýtur að hlaupa á tugum milljóna í kostnaði og svo fella Pólverjar það bara niður.” Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú lokið rannsókn málsins og verður það nú sent ákærusviði. Þetta kemur fram í svari lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Fréttablaðsins. Meint brot sem voru til rannsóknar eru peningaþvætti, fjárdráttur og fíkniefnalagabrot. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Peningaþvætti í Euro Market Tengdar fréttir Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17 Ráðuneytið gerir aðra tilraun til að framselja manninn til Póllands Dómsmálaráðuneytið hyggst freista þess að nýju að framselja meintan höfuðpaur í Euromarket-málinu svokallaða til Póllands að kröfu þarlendra yfirvalda. 15. október 2018 06:00 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Sjá meira
Pólsk yfirvöld hafa fellt niður alþjóðlega handtökuskipun á hendur pólskum manni, búsettum hér á landi og dregið til baka kröfu um framsal mannsins frá Íslandi til Póllands. Pólsk yfirvöld óskuðu fyrst eftir framsali mannsins í desember 2017 er hann var í gæsluvarðhaldi hér vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi, fíkniefnainnflutningi, peningaþvætti, fjársvikum, brotum á vopnalögum, lyfjalögum og fíkniefnaframleiðslu. Héraðsdómur hafnaði kröfu um framsal í fyrra með vísan til framsalslaga sem heimila ekki framsal manns sem sætir gæsluvarðhaldi eða farbanni, vegna rannsóknar annars máls en þess sem framsalsbeiðni byggir á. Landsréttur staðfesti þann úrskurð.Maðurinn hafði þá verið í farbanni vegna rannsóknar íslenskra stjórnvalda sem felld var niður en maðurinn í staðinn úrskurðaður í farbann með vísan til framsalskröfunnar. Í kjölfarið var framsalið heimilað með dómsúrskurði. „Maðurinn hefur fengið það sem kallað er griðabréf frá pólskum yfirvöldum. Það þýðir að honum er óhætt að fara til Póllands og gefa skýrslu og eftir atvikum að koma svo aftur til Íslands,“ segir Steinbergur Finnbogason, verjandi mannsins. Hann segir skjólstæðing sinn þurfa að leggja út tryggingagreiðslu með loforði um að hann mæti til skýrslugjafar í Póllandi. Steinbergur segir mál þetta orðið með algerum ólíkindum. „Það hófst með mikilli skrautsýningu á blaðamannafundi og er að engu orðið. Bara þessi framsalshluti málsins hlýtur að hlaupa á tugum milljóna í kostnaði og svo fella Pólverjar það bara niður.” Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú lokið rannsókn málsins og verður það nú sent ákærusviði. Þetta kemur fram í svari lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Fréttablaðsins. Meint brot sem voru til rannsóknar eru peningaþvætti, fjárdráttur og fíkniefnalagabrot.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Peningaþvætti í Euro Market Tengdar fréttir Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17 Ráðuneytið gerir aðra tilraun til að framselja manninn til Póllands Dómsmálaráðuneytið hyggst freista þess að nýju að framselja meintan höfuðpaur í Euromarket-málinu svokallaða til Póllands að kröfu þarlendra yfirvalda. 15. október 2018 06:00 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Sjá meira
Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17
Ráðuneytið gerir aðra tilraun til að framselja manninn til Póllands Dómsmálaráðuneytið hyggst freista þess að nýju að framselja meintan höfuðpaur í Euromarket-málinu svokallaða til Póllands að kröfu þarlendra yfirvalda. 15. október 2018 06:00