„Aðeins illt í fótunum“ eftir tvöfaldan Laugaveg Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2019 14:17 Þorbergur á ferðinni í nótt. Hann á að baki rúma hundrað kílómetra síðan klukkan tvö. Mynd/Aðsend „Ég er mjög þreyttur. Þetta var frekar erfitt en annars er ég bara ágætur, illa sofinn og aðeins illt í fótunum,“ segir Þorbergur Ingi Jónsson, sigurvegari Laugavegshlaupsins í ár, í samtali við Vísi nokkrum mínútum eftir að hann kom í mark. Þorbergur kláraði hlaupið á tímanum 04:32:15, sem er ellefti besti tími hlaupsins frá upphafi, en sjálfur á Þorbergur brautarmetið í hlaupinu. Frammistaða Þorbergs í dag verður þó að teljast afar góð – jafnvel mögnuð – í ljósi þess að hann hljóp Laugaveginn í nótt, áður en hið eiginlega hlaup hófst í morgun. Þorbergur tók „upphitunina“ ásamt Elísabetu Margeirsdóttur hlaupara og fylgdarfólki. Elísabet, sem einnig tekur þátt í Laugavegshlaupinu í ár, lagði af stað klukkan eitt í nótt og Þorbergur klukkutíma síðar. Þannig á Þorbergur nú rúma 100 kílómetra að baki síðan klukkan tvö, og hið sama mun gilda um Elísabetu þegar hún kemur í mark. „Ég er að fara í langt hlaup í lok ágúst, 170 kílómetra hlaup með 10 þúsund metra hækkun, og mig vantaði góða langa æfingu og frábært að gera það úr þessu hlaupi. Maður er svona þvingaður til að pressa á bakaleiðinni,“ segir Þorbergur. „Við fórum á þægilegu tempói, ég var um sex tíma og Elísabet um sjö tíma. Svo fengum við tæpan klukkutíma aðeins til að borða þarna upp frá. Þetta var skemmtilegt verkefni.“ Þorbergur sést hér koma í mark í Þórsmörk á öðrum tímanum í dag.Mynd/Laugavegur Ultra Marathon Ertu sáttur með tímann? „Já, já. Tíminn var eiginlega aukaatriði. En auðvitað langaði mig að vinna. Það er náttúrulega mjög erfitt að vera búinn að hlaupa 53 kílómetra þegar maður leggur af stað í hlaup, þannig að ég er bara mjög sáttur.“ Nú þegar þrekraun dagsins og næturinnar er yfirstaðin taka rólegir dagar við hjá Þorbergi, eða í það minnsta „rólegir“ á mælikvarða maraþonhlauparans. Framundan er 170 kílómetra hlaup í Ölpunum. „Ég skokka núna fjóra, fimm daga og svo byrja ég aftur að taka einhver gæði,“ segir Þorbergur. „Stóra markmiðið bæði hjá mér og Elísabetu heitir UTMB og er 170 kílómetrar, þar er hlaupið hringinn í kringum Mont Blanc. Þetta er eitt sterkasta hlaup í heimi og okkur fannst kjörið tækifæri að nota þetta hlaup sem æfingu.“ Þorbergur og Elísabet höfðu um klukkustund til að fá sér að borða á milli Laugavegshlaupa.Mynd/Aðsend Heilsa Hlaup Laugavegshlaupið Tengdar fréttir Fjögurra daga leið hlaupin á nokkrum klukkustundum Laugavegshlaupið var ræst frá Landmannalaugum klukkan níu í morgun. Hlauparar lögðu af stað úr Laugardalnum við dagrenningu klukkan hálf fimm og eiga því langt ferðalag að baki – en töluvert erfiðara ferðalag fyrir höndum. 13. júlí 2019 09:59 Þorbergur fyrstur í mark í Laugavegshlaupinu Hlaupagarpurinn Þorbergur Ingi Jónsson kom fyrstur í mark í Laugavegshlaupinu á tímanum 04:32:15 nú um klukkan hálf tvö. 13. júlí 2019 13:45 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira
„Ég er mjög þreyttur. Þetta var frekar erfitt en annars er ég bara ágætur, illa sofinn og aðeins illt í fótunum,“ segir Þorbergur Ingi Jónsson, sigurvegari Laugavegshlaupsins í ár, í samtali við Vísi nokkrum mínútum eftir að hann kom í mark. Þorbergur kláraði hlaupið á tímanum 04:32:15, sem er ellefti besti tími hlaupsins frá upphafi, en sjálfur á Þorbergur brautarmetið í hlaupinu. Frammistaða Þorbergs í dag verður þó að teljast afar góð – jafnvel mögnuð – í ljósi þess að hann hljóp Laugaveginn í nótt, áður en hið eiginlega hlaup hófst í morgun. Þorbergur tók „upphitunina“ ásamt Elísabetu Margeirsdóttur hlaupara og fylgdarfólki. Elísabet, sem einnig tekur þátt í Laugavegshlaupinu í ár, lagði af stað klukkan eitt í nótt og Þorbergur klukkutíma síðar. Þannig á Þorbergur nú rúma 100 kílómetra að baki síðan klukkan tvö, og hið sama mun gilda um Elísabetu þegar hún kemur í mark. „Ég er að fara í langt hlaup í lok ágúst, 170 kílómetra hlaup með 10 þúsund metra hækkun, og mig vantaði góða langa æfingu og frábært að gera það úr þessu hlaupi. Maður er svona þvingaður til að pressa á bakaleiðinni,“ segir Þorbergur. „Við fórum á þægilegu tempói, ég var um sex tíma og Elísabet um sjö tíma. Svo fengum við tæpan klukkutíma aðeins til að borða þarna upp frá. Þetta var skemmtilegt verkefni.“ Þorbergur sést hér koma í mark í Þórsmörk á öðrum tímanum í dag.Mynd/Laugavegur Ultra Marathon Ertu sáttur með tímann? „Já, já. Tíminn var eiginlega aukaatriði. En auðvitað langaði mig að vinna. Það er náttúrulega mjög erfitt að vera búinn að hlaupa 53 kílómetra þegar maður leggur af stað í hlaup, þannig að ég er bara mjög sáttur.“ Nú þegar þrekraun dagsins og næturinnar er yfirstaðin taka rólegir dagar við hjá Þorbergi, eða í það minnsta „rólegir“ á mælikvarða maraþonhlauparans. Framundan er 170 kílómetra hlaup í Ölpunum. „Ég skokka núna fjóra, fimm daga og svo byrja ég aftur að taka einhver gæði,“ segir Þorbergur. „Stóra markmiðið bæði hjá mér og Elísabetu heitir UTMB og er 170 kílómetrar, þar er hlaupið hringinn í kringum Mont Blanc. Þetta er eitt sterkasta hlaup í heimi og okkur fannst kjörið tækifæri að nota þetta hlaup sem æfingu.“ Þorbergur og Elísabet höfðu um klukkustund til að fá sér að borða á milli Laugavegshlaupa.Mynd/Aðsend
Heilsa Hlaup Laugavegshlaupið Tengdar fréttir Fjögurra daga leið hlaupin á nokkrum klukkustundum Laugavegshlaupið var ræst frá Landmannalaugum klukkan níu í morgun. Hlauparar lögðu af stað úr Laugardalnum við dagrenningu klukkan hálf fimm og eiga því langt ferðalag að baki – en töluvert erfiðara ferðalag fyrir höndum. 13. júlí 2019 09:59 Þorbergur fyrstur í mark í Laugavegshlaupinu Hlaupagarpurinn Þorbergur Ingi Jónsson kom fyrstur í mark í Laugavegshlaupinu á tímanum 04:32:15 nú um klukkan hálf tvö. 13. júlí 2019 13:45 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira
Fjögurra daga leið hlaupin á nokkrum klukkustundum Laugavegshlaupið var ræst frá Landmannalaugum klukkan níu í morgun. Hlauparar lögðu af stað úr Laugardalnum við dagrenningu klukkan hálf fimm og eiga því langt ferðalag að baki – en töluvert erfiðara ferðalag fyrir höndum. 13. júlí 2019 09:59
Þorbergur fyrstur í mark í Laugavegshlaupinu Hlaupagarpurinn Þorbergur Ingi Jónsson kom fyrstur í mark í Laugavegshlaupinu á tímanum 04:32:15 nú um klukkan hálf tvö. 13. júlí 2019 13:45