Alfa karlar Kolbeinn Marteinsson skrifar 11. júlí 2019 08:30 Alfa karldýrið (Alpha Male) er það karldýr eða karlmaður sem fer með völdin. Í dýraríkinu fær Alfa karlinn að makast við þau kvendýr sem hann kærir sig um og hann fer með alræðisvald yfir hópnum. Stöðu sinni heldur hann þangað til einhver annar gerir tilkall til krúnunnar og þá oft með ofbeldi. Fyrrverandi Alfa karlinn endar þá oft hrakinn burt, hæddur og smáður. Hjá okkur mönnunum er þessu svipað háttað. Alfa karlinn er kallinn sem tekur sér yfirburðastöðu í hóp. Hann tekur sér það vald sem honum er ætlað, oftast þó án blóðsúthellinga. Hér á landi höfum við haft langa og leiðinlega hefð fyrir svona körlum. Simpansar sem bæði eru menn og dýr fara þó blandaða leið þegar kemur að skipan í Alfa stöður. Hjá þeim geta nefnilega minni karldýr komist til forystu með stjórnvisku en með stuðningi réttu aðilanna. Örlög fyrrverandi Alfa karlsimpansa geta þó verið æði ólík. Þannig eru dæmi um að aðrir karlapar taki sig saman og murki lífið úr leiðtoganum í blóðugri byltingu hafi hann komið fram af óréttlæti eða grimmd. Þó eru til dæmi um hið gagnstæða þar sem Alfa apinn fyrrverandi stígur niður t.d. sökum aldurs og fær aðra stöðu innan hópsins. Gætir að ungviði og gefur ráð. Stöðu þar sem hann nýtur virðingar í krafti þess að hann sætti sig við breytta heimsmynd og nýtt valdajafnvægi. Í dag sjáum við fyrrverandi Alfa karla, menn sem óðu yfir íslenskt samfélag á síðustu öld í krafti valds og stöðu, emja sárt. Breytt heimsmynd jafnvel með Alfa konum þar sem þeir eru ekki lengur í lykilhlutverki veldur þeim gremju og reiði. Það er sárt hlutskipti. Því það er hægt að velja að stíga til hliðar með sæmd og reisn. En ekki láta fleygja sér úr hópnum með illu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Marteinsson Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Sjá meira
Alfa karldýrið (Alpha Male) er það karldýr eða karlmaður sem fer með völdin. Í dýraríkinu fær Alfa karlinn að makast við þau kvendýr sem hann kærir sig um og hann fer með alræðisvald yfir hópnum. Stöðu sinni heldur hann þangað til einhver annar gerir tilkall til krúnunnar og þá oft með ofbeldi. Fyrrverandi Alfa karlinn endar þá oft hrakinn burt, hæddur og smáður. Hjá okkur mönnunum er þessu svipað háttað. Alfa karlinn er kallinn sem tekur sér yfirburðastöðu í hóp. Hann tekur sér það vald sem honum er ætlað, oftast þó án blóðsúthellinga. Hér á landi höfum við haft langa og leiðinlega hefð fyrir svona körlum. Simpansar sem bæði eru menn og dýr fara þó blandaða leið þegar kemur að skipan í Alfa stöður. Hjá þeim geta nefnilega minni karldýr komist til forystu með stjórnvisku en með stuðningi réttu aðilanna. Örlög fyrrverandi Alfa karlsimpansa geta þó verið æði ólík. Þannig eru dæmi um að aðrir karlapar taki sig saman og murki lífið úr leiðtoganum í blóðugri byltingu hafi hann komið fram af óréttlæti eða grimmd. Þó eru til dæmi um hið gagnstæða þar sem Alfa apinn fyrrverandi stígur niður t.d. sökum aldurs og fær aðra stöðu innan hópsins. Gætir að ungviði og gefur ráð. Stöðu þar sem hann nýtur virðingar í krafti þess að hann sætti sig við breytta heimsmynd og nýtt valdajafnvægi. Í dag sjáum við fyrrverandi Alfa karla, menn sem óðu yfir íslenskt samfélag á síðustu öld í krafti valds og stöðu, emja sárt. Breytt heimsmynd jafnvel með Alfa konum þar sem þeir eru ekki lengur í lykilhlutverki veldur þeim gremju og reiði. Það er sárt hlutskipti. Því það er hægt að velja að stíga til hliðar með sæmd og reisn. En ekki láta fleygja sér úr hópnum með illu.
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar