Fagnar komu landsliðsfyrirliðans Benedikt Bóas skrifar 11. júlí 2019 11:00 Sara Björk Gunnarsdóttir vísir/vilhelm „Glugginn er opinn og þetta eru klárlega stærstu félagaskiptin,“ segir Kristinn Björgúlfsson, framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands, léttur í lund en hann fékk heldur betur liðsstyrk í gær þegar landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir gengu í stjórnina. Fyrir voru þar Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður Breiðabliks, Hafdís Hinriksdóttir og Grímur Óli Geirsson. Kristinn segir að þær Sara og Berglind hafi báðar mikinn metnað fyrir hönd leikmanna og vilji taka þátt í því að standa vörð um hagsmuni þeirra. Markmið leikmannasamtakanna er jú að sinna og vekja athygli á málefnum leikmanna og gæta að hagsmunum þeirra. Þeir leikmenn sem eru spilandi eiga, að mati samtakanna, að láta sig málin varða bæði fyrir sig og leikmenn framtíðarinnar til að gera allt umhverfi íþróttanna betra. „Þetta er sterkt fyrir okkur sem samtök að fá landsliðsfyrirliða kvenna þarna inn og sterkt fyrir stelpur að þær sjái að við séum líka að hugsa um þeirra hagsmuni. Þetta með Söru kemur út frá þeirra ósk að við hjálpum landsliðsstelpunum að semja við KSÍ. Berglind hefur fengið þjónustu hjá okkur og veit hvað við gerum og hvað við getum gert og hversu mikilvægt starfið er.“ Berglind var á mála hjá Verona á Ítalíu þar sem atvinnumannsdraumurinn varð að martröð. Ítalska liðið braut ítrekað á samningi hennar og Örnu Sifjar Ásgrímsdóttur. Launin voru ekki greidd á réttum tíma og fyrstu vikurnar bjuggu þær í lítilli íbúð með fjórum öðrum leikmönnum þar sem þær deildu rúmi. Einn samherji þeirra svaf frammi á gangi. Vandræði voru með hitann í íbúðinni og í þokkabót lak hún. Þjálfarinn vildi ekki að leikmenn brostu á æfingum og þær eyddu hátt í 30-40 þúsund krónum í 3G í símanum því ekkert var netið. Þær voru báðar í fjarnámi á Íslandi sem fer einungis fram á netinu. Svona mætti lengi telja. Berglind leitaði til Leikmannasamtaka Íslands sem höfðu samband við samtökin á Ítalíu og hjólin fóru að snúast þótt þau snerust hægt. „Ég var í miklu sambandi við Kristin sem hjálpaði okkur mikið úti á Ítalíu. Mér finnst geggjað að vera komin inn í þetta til að aðstoða aðra leikmenn. Núna hefur maður reynslu ef eitthvað kemur upp á hjá þeim,“ segir Berglind og bætir við að hún sé virkilega spennt fyrir væntanlegu hlutverki. Kristinn segir að það sé jákvætt skref að fá leikmenn sem séu að spila til að taka þátt í starfinu. „Þetta er skref í þá átt sem við erum að taka með FIFPro, Alþjóðlegu leikmannasamtökunum. Þeir vilja að við séum með fleiri leikmenn sem eru að spila í stjórninni. Það er því frábært að fá þær og Arnar Svein.“ Aðspurður hvort samtökin séu með nóg af málum á sinni könnu segir Kristinn að málin hafi þróast í rétta átt frá því hann stofnaði samtökin fyrir rúmlega fimm árum. „Það er miklu meira samstarf núna milli okkar og félaganna í landinu. Samstarf á milli okkar og KSÍ er orðið mun betra og við erum farin að vinna meira saman. Það hefur sýnt sig að það var vöntun á þessum samtökum og ef allt gengur upp þá náum við inn í FIFPro sem er mikilvægt, ekki bara fyrir okkur heldur alla leikmenn á Íslandi. Þá höfum við meiri stuðning og meira fjármagn. Við erum enn svolítið í sjálfboðavinnu en við sjáum möguleikann á að ráða starfsmann og jafnvel vera með skrifstofu þegar við göngum í raðir FIFPro.“Berglind Björg Þorvaldsdóttirvísir/bára Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
„Glugginn er opinn og þetta eru klárlega stærstu félagaskiptin,“ segir Kristinn Björgúlfsson, framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands, léttur í lund en hann fékk heldur betur liðsstyrk í gær þegar landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir gengu í stjórnina. Fyrir voru þar Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður Breiðabliks, Hafdís Hinriksdóttir og Grímur Óli Geirsson. Kristinn segir að þær Sara og Berglind hafi báðar mikinn metnað fyrir hönd leikmanna og vilji taka þátt í því að standa vörð um hagsmuni þeirra. Markmið leikmannasamtakanna er jú að sinna og vekja athygli á málefnum leikmanna og gæta að hagsmunum þeirra. Þeir leikmenn sem eru spilandi eiga, að mati samtakanna, að láta sig málin varða bæði fyrir sig og leikmenn framtíðarinnar til að gera allt umhverfi íþróttanna betra. „Þetta er sterkt fyrir okkur sem samtök að fá landsliðsfyrirliða kvenna þarna inn og sterkt fyrir stelpur að þær sjái að við séum líka að hugsa um þeirra hagsmuni. Þetta með Söru kemur út frá þeirra ósk að við hjálpum landsliðsstelpunum að semja við KSÍ. Berglind hefur fengið þjónustu hjá okkur og veit hvað við gerum og hvað við getum gert og hversu mikilvægt starfið er.“ Berglind var á mála hjá Verona á Ítalíu þar sem atvinnumannsdraumurinn varð að martröð. Ítalska liðið braut ítrekað á samningi hennar og Örnu Sifjar Ásgrímsdóttur. Launin voru ekki greidd á réttum tíma og fyrstu vikurnar bjuggu þær í lítilli íbúð með fjórum öðrum leikmönnum þar sem þær deildu rúmi. Einn samherji þeirra svaf frammi á gangi. Vandræði voru með hitann í íbúðinni og í þokkabót lak hún. Þjálfarinn vildi ekki að leikmenn brostu á æfingum og þær eyddu hátt í 30-40 þúsund krónum í 3G í símanum því ekkert var netið. Þær voru báðar í fjarnámi á Íslandi sem fer einungis fram á netinu. Svona mætti lengi telja. Berglind leitaði til Leikmannasamtaka Íslands sem höfðu samband við samtökin á Ítalíu og hjólin fóru að snúast þótt þau snerust hægt. „Ég var í miklu sambandi við Kristin sem hjálpaði okkur mikið úti á Ítalíu. Mér finnst geggjað að vera komin inn í þetta til að aðstoða aðra leikmenn. Núna hefur maður reynslu ef eitthvað kemur upp á hjá þeim,“ segir Berglind og bætir við að hún sé virkilega spennt fyrir væntanlegu hlutverki. Kristinn segir að það sé jákvætt skref að fá leikmenn sem séu að spila til að taka þátt í starfinu. „Þetta er skref í þá átt sem við erum að taka með FIFPro, Alþjóðlegu leikmannasamtökunum. Þeir vilja að við séum með fleiri leikmenn sem eru að spila í stjórninni. Það er því frábært að fá þær og Arnar Svein.“ Aðspurður hvort samtökin séu með nóg af málum á sinni könnu segir Kristinn að málin hafi þróast í rétta átt frá því hann stofnaði samtökin fyrir rúmlega fimm árum. „Það er miklu meira samstarf núna milli okkar og félaganna í landinu. Samstarf á milli okkar og KSÍ er orðið mun betra og við erum farin að vinna meira saman. Það hefur sýnt sig að það var vöntun á þessum samtökum og ef allt gengur upp þá náum við inn í FIFPro sem er mikilvægt, ekki bara fyrir okkur heldur alla leikmenn á Íslandi. Þá höfum við meiri stuðning og meira fjármagn. Við erum enn svolítið í sjálfboðavinnu en við sjáum möguleikann á að ráða starfsmann og jafnvel vera með skrifstofu þegar við göngum í raðir FIFPro.“Berglind Björg Þorvaldsdóttirvísir/bára
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira