Segir of fáa nýta sér séreignarsparnað Helgi Vífill Júlíusson skrifar 11. júlí 2019 06:30 Ólafur Sigurðsson er framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs. Fréttablaðið/Ernir Of fáir eru að nýta séreignarsparnað, að mati Ólafs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Birtu lífeyrissjóðs. Frá árinu 2009 hefur hlutfallið verið um 60 prósent launþega. Einungis 20 prósent þeirra sem greiða í séreignarsparnað nýta heimild til að greiða af húsnæðisláni eða safna fyrir útborgun. Hann slær þann varnagla að mögulega hafi fjöldi erlends vinnuafls áhrif á hlutfall þeirra sem greiða í séreignarsparnað. „Það vekur sérstaka athygli hve fáir nýta sér heimild til að greiða séreignarsparnað inn á húsnæðislán. Það er mikil kjarabót því launþegar fá viðbótarframlag frá vinnuveitanda og sparnaðurinn fer skattfrjálst inn á höfuðstól lánsins. Það má því líta á úrræðið sem launahækkun,“ segir hann. Greiddur er skattur af lífeyrissparnaði við útgreiðslu. Séreignarsparnaður er viðbótarlífeyrissparnaður og séreign viðkomandi. Launþegar leggja fyrir tvö til fjögur prósent af launum sínum og fá tveggja prósenta viðbótarframlag frá vinnuveitanda. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra nýta nú um 30 þúsund manns heimild til að greiða inn á húsnæðislán eða safna fyrir útborgun með séreignarsparnaði. Þar af eru um 23 til 26 þúsund einstaklingar sem nýta leiðina til að greiða inn á húsnæðislán en hinir eru að safna fyrir útborgun til íbúðarkaupa. Miðað við það nýta einungis um 15 prósent fólks á vinnumarkaði þessa leið. Frá árinu 2014 höfðu tæplega 56 þúsund einstaklingar einhvern tímann ráðstafað séreignarsparnaði inn á húsnæðislán, samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra. Ólafur segir að um 120 þúsund einstaklingar greiði í séreign. Um 20 prósent þeirra nýta heimild til að greiða inn á fasteignalán en miðað við það hefur hlutfallið verið tæplega 50 prósent þegar best lét. Samkvæmt greinargerð með lagafrumvarpi sem á að framlengja úrræðið til ársins 2021 hafa Íslendingar nýtt 56 milljarða af séreignarsparnaði sínum til að greiða niður höfuðstól húsnæðislána sinna frá árinu 2014. Fram kom í skýrslu forsætisráðuneytisins um höfuðstólslækkun húsnæðislána sem birt var árið 2013 að tekjur þeirra sem spara í séreignarlífeyrissparnaði væru mun hærri en hinna sem gerðu það ekki. „Tæplega 60 prósent þeirra sem ekki spara eru einhleypir meðan hlutfall einhleypra fasteignaeigenda í hópi þeirra sem spara er 30 prósent,“ segir í skýrslunni. Ríkisskattstjóri hafði ekki til reiðu upplýsingar um hvaða tekjubil það sé sem nýti í minnstum mæli þann möguleika að greiða inn á húsnæðislán. Ólafur segir að skynsamlegt sé fyrir alla aldurshópa að greiða inn á lán eða nýta sér úrræðið til að safna fyrir innborgun á heimilið. Ríkisstjórnin ákvað að framlengja heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði á húsnæðislán til ársins 2021. Ólafur bendir á að þeir sem vilja nýta úrræðið áfram verði sjálfir að sækja um það. „Lífeyrissjóðum er ekki heimilt að gera það fyrir sjóðfélaga,“ segir hann. Í ljósi þess hve lágt hlutfall launamanna safnar séreignarsparnaði vekur Ólafur athygli á að mikið framboð sé af sparnaðarleiðum. „Í boði er að greiða í 74 mismunandi séreignarleiðir hjá 20 vörsluaðilum. Hver og einn ætti að geta valið sér sparnaðarleið sem hentar,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira
Of fáir eru að nýta séreignarsparnað, að mati Ólafs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Birtu lífeyrissjóðs. Frá árinu 2009 hefur hlutfallið verið um 60 prósent launþega. Einungis 20 prósent þeirra sem greiða í séreignarsparnað nýta heimild til að greiða af húsnæðisláni eða safna fyrir útborgun. Hann slær þann varnagla að mögulega hafi fjöldi erlends vinnuafls áhrif á hlutfall þeirra sem greiða í séreignarsparnað. „Það vekur sérstaka athygli hve fáir nýta sér heimild til að greiða séreignarsparnað inn á húsnæðislán. Það er mikil kjarabót því launþegar fá viðbótarframlag frá vinnuveitanda og sparnaðurinn fer skattfrjálst inn á höfuðstól lánsins. Það má því líta á úrræðið sem launahækkun,“ segir hann. Greiddur er skattur af lífeyrissparnaði við útgreiðslu. Séreignarsparnaður er viðbótarlífeyrissparnaður og séreign viðkomandi. Launþegar leggja fyrir tvö til fjögur prósent af launum sínum og fá tveggja prósenta viðbótarframlag frá vinnuveitanda. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra nýta nú um 30 þúsund manns heimild til að greiða inn á húsnæðislán eða safna fyrir útborgun með séreignarsparnaði. Þar af eru um 23 til 26 þúsund einstaklingar sem nýta leiðina til að greiða inn á húsnæðislán en hinir eru að safna fyrir útborgun til íbúðarkaupa. Miðað við það nýta einungis um 15 prósent fólks á vinnumarkaði þessa leið. Frá árinu 2014 höfðu tæplega 56 þúsund einstaklingar einhvern tímann ráðstafað séreignarsparnaði inn á húsnæðislán, samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra. Ólafur segir að um 120 þúsund einstaklingar greiði í séreign. Um 20 prósent þeirra nýta heimild til að greiða inn á fasteignalán en miðað við það hefur hlutfallið verið tæplega 50 prósent þegar best lét. Samkvæmt greinargerð með lagafrumvarpi sem á að framlengja úrræðið til ársins 2021 hafa Íslendingar nýtt 56 milljarða af séreignarsparnaði sínum til að greiða niður höfuðstól húsnæðislána sinna frá árinu 2014. Fram kom í skýrslu forsætisráðuneytisins um höfuðstólslækkun húsnæðislána sem birt var árið 2013 að tekjur þeirra sem spara í séreignarlífeyrissparnaði væru mun hærri en hinna sem gerðu það ekki. „Tæplega 60 prósent þeirra sem ekki spara eru einhleypir meðan hlutfall einhleypra fasteignaeigenda í hópi þeirra sem spara er 30 prósent,“ segir í skýrslunni. Ríkisskattstjóri hafði ekki til reiðu upplýsingar um hvaða tekjubil það sé sem nýti í minnstum mæli þann möguleika að greiða inn á húsnæðislán. Ólafur segir að skynsamlegt sé fyrir alla aldurshópa að greiða inn á lán eða nýta sér úrræðið til að safna fyrir innborgun á heimilið. Ríkisstjórnin ákvað að framlengja heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði á húsnæðislán til ársins 2021. Ólafur bendir á að þeir sem vilja nýta úrræðið áfram verði sjálfir að sækja um það. „Lífeyrissjóðum er ekki heimilt að gera það fyrir sjóðfélaga,“ segir hann. Í ljósi þess hve lágt hlutfall launamanna safnar séreignarsparnaði vekur Ólafur athygli á að mikið framboð sé af sparnaðarleiðum. „Í boði er að greiða í 74 mismunandi séreignarleiðir hjá 20 vörsluaðilum. Hver og einn ætti að geta valið sér sparnaðarleið sem hentar,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira