Upptaka sögð sýna samkurl Rússa og ítalsks hægriöfgaflokks Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2019 19:07 Harðlínumaðurinn Salvini, varaforsætisráðherra og innanríkisráðherra Ítalíu, hefur ekki farið leynt með aðdáun sína á stjórnvöldum í Kreml. Vísir/EPA Einn helsti ráðgjafi Matteo Salvini, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu og leiðtoga hægriöfgaflokksins Bandalagsins, ræddi við Rússa á laun um hvernig hægt væri að dæla rússneskum olíupeningunum inn í starf flokksins. Þetta er sagt koma fram á leynilegri upptöku sem gerð var af fundinum sem fór fram í Moskvu í október.Vefsíðan Buzzfeed segist hafa upptökuna undir höndum og birti afrit upp úr henni. Á henni heyrist Gianluca Savoini, nánasti ráðgjafi Salvini, og tveir aðrir Ítalir ræða við þrjá ónefnda Rússa um hvernig hægt sé að beina tugum milljóna dollara af rússnesku olíufé inn í Bandalagið, meðal annars til að fjármagna kosningabaráttu flokksins fyrir Evrópuþingskosningarnar sem fóru fram í maí. Ítölskum stjórnmálaflokkum er bannað að taka við háum framlögum frá erlendum aðilum. Buzzfeed segir að á upptökunni heyrist hvernig Savoini og viðmælendur hans ræddu um hvernig hægt væri að fela slóð fjármagnsflutninganna. Bandalagið þvertekur fyrir að það hafi þegið fé frá erlendum aðilum. Ræddu þeir um sölu rússnesks olíufyrirtækis á að minnsta kosti þremur milljónum tonna af olíu til ítalska olíufyrirtækisins Eni fyrir um 1,5 milljarða dollara. Viðskiptin færu fram í gegnum milliliði og myndi rússneska fyrirtækið veita afslætti upp á allt að 65 milljónir dollara. Þeim fjármunum yrði komið til Bandalagsins í gegnum milliliði. Bandalag Salvini hefur engu að síður ekki farið í grafgötur með aðdáun sína á Rússlandi Vladímírs Pútín forseta. Salvini er sagður hafa verið í Moskvu þegar fundurinn átti sér stað. Daginn áður hafi hann kallað refsiaðgerðir vestrænna ríkja gegn Rússlandi vegna innlimunar Krímskaga „efnahagslega, félagslega og menningarlega flónsku“. Buzzfeed segir ekki liggja fyrir hvort eitthvað hafi orðið úr fjárstuðningnum sem Savoini ræddi um á fundinum í Moskvu. Stutt er síðan leiðtogi austurríska hægriöfgaflokksins og varakanslari landsins, Heinz-Christian Strache, þurfti að segja af sér þegar upptökur voru birtar af honum þar sem hann ræddi um skipti á opinberum framkvæmdum og fjárstuðningi frá Rússlandi. Ítalía Rússland Tengdar fréttir Salvini skipar flóttamönnum burt úr Riace Hundruðum flóttamanna hefur verið gert að yfirgefa ítalska smábæinn Riace í Kalabríuhéraði í suður Ítalíu. 14. október 2018 15:58 Evrópskir þjóðernissinnar og hægriöfgamenn taka höndum saman Danski þjóðarflokkurinn er á meðal fjögurra öfgaflokka í Evrópu sem vilja mynda þingflokk á Evrópuþinginu eftir kosningar í vor. 8. apríl 2019 16:21 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira
Einn helsti ráðgjafi Matteo Salvini, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu og leiðtoga hægriöfgaflokksins Bandalagsins, ræddi við Rússa á laun um hvernig hægt væri að dæla rússneskum olíupeningunum inn í starf flokksins. Þetta er sagt koma fram á leynilegri upptöku sem gerð var af fundinum sem fór fram í Moskvu í október.Vefsíðan Buzzfeed segist hafa upptökuna undir höndum og birti afrit upp úr henni. Á henni heyrist Gianluca Savoini, nánasti ráðgjafi Salvini, og tveir aðrir Ítalir ræða við þrjá ónefnda Rússa um hvernig hægt sé að beina tugum milljóna dollara af rússnesku olíufé inn í Bandalagið, meðal annars til að fjármagna kosningabaráttu flokksins fyrir Evrópuþingskosningarnar sem fóru fram í maí. Ítölskum stjórnmálaflokkum er bannað að taka við háum framlögum frá erlendum aðilum. Buzzfeed segir að á upptökunni heyrist hvernig Savoini og viðmælendur hans ræddu um hvernig hægt væri að fela slóð fjármagnsflutninganna. Bandalagið þvertekur fyrir að það hafi þegið fé frá erlendum aðilum. Ræddu þeir um sölu rússnesks olíufyrirtækis á að minnsta kosti þremur milljónum tonna af olíu til ítalska olíufyrirtækisins Eni fyrir um 1,5 milljarða dollara. Viðskiptin færu fram í gegnum milliliði og myndi rússneska fyrirtækið veita afslætti upp á allt að 65 milljónir dollara. Þeim fjármunum yrði komið til Bandalagsins í gegnum milliliði. Bandalag Salvini hefur engu að síður ekki farið í grafgötur með aðdáun sína á Rússlandi Vladímírs Pútín forseta. Salvini er sagður hafa verið í Moskvu þegar fundurinn átti sér stað. Daginn áður hafi hann kallað refsiaðgerðir vestrænna ríkja gegn Rússlandi vegna innlimunar Krímskaga „efnahagslega, félagslega og menningarlega flónsku“. Buzzfeed segir ekki liggja fyrir hvort eitthvað hafi orðið úr fjárstuðningnum sem Savoini ræddi um á fundinum í Moskvu. Stutt er síðan leiðtogi austurríska hægriöfgaflokksins og varakanslari landsins, Heinz-Christian Strache, þurfti að segja af sér þegar upptökur voru birtar af honum þar sem hann ræddi um skipti á opinberum framkvæmdum og fjárstuðningi frá Rússlandi.
Ítalía Rússland Tengdar fréttir Salvini skipar flóttamönnum burt úr Riace Hundruðum flóttamanna hefur verið gert að yfirgefa ítalska smábæinn Riace í Kalabríuhéraði í suður Ítalíu. 14. október 2018 15:58 Evrópskir þjóðernissinnar og hægriöfgamenn taka höndum saman Danski þjóðarflokkurinn er á meðal fjögurra öfgaflokka í Evrópu sem vilja mynda þingflokk á Evrópuþinginu eftir kosningar í vor. 8. apríl 2019 16:21 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira
Salvini skipar flóttamönnum burt úr Riace Hundruðum flóttamanna hefur verið gert að yfirgefa ítalska smábæinn Riace í Kalabríuhéraði í suður Ítalíu. 14. október 2018 15:58
Evrópskir þjóðernissinnar og hægriöfgamenn taka höndum saman Danski þjóðarflokkurinn er á meðal fjögurra öfgaflokka í Evrópu sem vilja mynda þingflokk á Evrópuþinginu eftir kosningar í vor. 8. apríl 2019 16:21