Óboðleg vinnubrögð Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 10. júlí 2019 07:30 Forsætisráðherra þarf að taka ákvörðun um það hvort hún muni reiða sig á meingallað mat hæfisnefndarinnar við ráðningu nýs seðlabankastjóra eða ráðast í sjálfstæða rannsókn. Ákvörðunin er prófsteinn fyrir íslenska stjórnsýslu í ljósi þess að embætti seðlabankastjóra er eitt valdamesta embætti landsins og því fylgja enn meiri völd þegar sameiningin við Fjármálaeftirlitið gengur í gegn. Það er ekkert svigrúm fyrir óvönduð vinnubrögð. Hæfnismatið er ýmsum vanköntum háð. Það tekur ekki mið af því að störf nýs seðlabankastjóra verða eðlisólík störfum forvera hans. Sameining tveggja stofnana, sem báðar eru þjóðhagslega mikilvægar, er risavaxið verkefni og krefst víðtækrar stjórnunarreynslu. Hún krefst einnig færni í mannlegum samskiptum en nefndin taldi ekki ástæðu til að rýna betur í þann hæfnisþátt. Allir umsækjendur komu vel fyrir, eins og nefndin orðaði það sjálf. Matið var svo óskiljanlegt að halda mætti að nefndarmenn hefðu verið undir þrýstingi að koma tilteknum umsækjendum í síðustu lotuna og útiloka aðra. Þegar horft var til stjórnunarreynslu vó það að hafa verið stjórnarmaður hjá opinberri stofnun þyngra en framkvæmdastjóri með mannaforráð. Og þó að stjórnarmennska hafi vegið þungt virðist nefndin hafa horft fram hjá stjórnarstörfum sumra umsækjenda. Önnur dæmi um þá vankanta sem há hæfnismatinu hafa verið rakin á síðum Fréttablaðsins. Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, var á dögunum tilnefnd sem bankastjóri Evrópska Seðlabankans. Hún er lögfræðingur að mennt og hefur líklega ekki þurft að smíða flókin haglíkön á löngum starfsferli sínum. Lagarde hefur aftur á móti víðtæka reynslu af stjórnun og fjármálamörkuðum. Þetta skiptir leiðtoga Evrópusambandsins miklu máli og vonandi tekur forsætisráðherra í sama streng. Í Bandaríkjunum tilnefnir forsetinn næsta seðlabankastjóra sem er yfirheyrður af þingnefnd í beinni útsendingu og þarf síðan að hljóta blessun öldungadeildarinnar. Nú er ágætis tilefni til að staldra við og spyrja hvort nefndir eigi að skipa jafn stóran sess í ákvarðanatöku íslenskrar stjórnsýslu og þær gera í dag. Hvað hefur áunnist? Við sjáum þessa þróun einnig í atvinnulífinu þar sem skráð fyrirtæki hafa keppst um að koma á fót tilnefningarnefnd fyrir stjórnarkjör. Andlitslausar nefndir eru hins vegar engin ávísun á fagleg vinnubrögð. Það þarf í það minnsta að gera meiri kröfur þegar um er að ræða eitt valdamesta embætti landsins. Boltinn er núna hjá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og trúverðugleiki stjórnsýslunnar er í húfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorsteinn Friðrik Halldórsson Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra þarf að taka ákvörðun um það hvort hún muni reiða sig á meingallað mat hæfisnefndarinnar við ráðningu nýs seðlabankastjóra eða ráðast í sjálfstæða rannsókn. Ákvörðunin er prófsteinn fyrir íslenska stjórnsýslu í ljósi þess að embætti seðlabankastjóra er eitt valdamesta embætti landsins og því fylgja enn meiri völd þegar sameiningin við Fjármálaeftirlitið gengur í gegn. Það er ekkert svigrúm fyrir óvönduð vinnubrögð. Hæfnismatið er ýmsum vanköntum háð. Það tekur ekki mið af því að störf nýs seðlabankastjóra verða eðlisólík störfum forvera hans. Sameining tveggja stofnana, sem báðar eru þjóðhagslega mikilvægar, er risavaxið verkefni og krefst víðtækrar stjórnunarreynslu. Hún krefst einnig færni í mannlegum samskiptum en nefndin taldi ekki ástæðu til að rýna betur í þann hæfnisþátt. Allir umsækjendur komu vel fyrir, eins og nefndin orðaði það sjálf. Matið var svo óskiljanlegt að halda mætti að nefndarmenn hefðu verið undir þrýstingi að koma tilteknum umsækjendum í síðustu lotuna og útiloka aðra. Þegar horft var til stjórnunarreynslu vó það að hafa verið stjórnarmaður hjá opinberri stofnun þyngra en framkvæmdastjóri með mannaforráð. Og þó að stjórnarmennska hafi vegið þungt virðist nefndin hafa horft fram hjá stjórnarstörfum sumra umsækjenda. Önnur dæmi um þá vankanta sem há hæfnismatinu hafa verið rakin á síðum Fréttablaðsins. Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, var á dögunum tilnefnd sem bankastjóri Evrópska Seðlabankans. Hún er lögfræðingur að mennt og hefur líklega ekki þurft að smíða flókin haglíkön á löngum starfsferli sínum. Lagarde hefur aftur á móti víðtæka reynslu af stjórnun og fjármálamörkuðum. Þetta skiptir leiðtoga Evrópusambandsins miklu máli og vonandi tekur forsætisráðherra í sama streng. Í Bandaríkjunum tilnefnir forsetinn næsta seðlabankastjóra sem er yfirheyrður af þingnefnd í beinni útsendingu og þarf síðan að hljóta blessun öldungadeildarinnar. Nú er ágætis tilefni til að staldra við og spyrja hvort nefndir eigi að skipa jafn stóran sess í ákvarðanatöku íslenskrar stjórnsýslu og þær gera í dag. Hvað hefur áunnist? Við sjáum þessa þróun einnig í atvinnulífinu þar sem skráð fyrirtæki hafa keppst um að koma á fót tilnefningarnefnd fyrir stjórnarkjör. Andlitslausar nefndir eru hins vegar engin ávísun á fagleg vinnubrögð. Það þarf í það minnsta að gera meiri kröfur þegar um er að ræða eitt valdamesta embætti landsins. Boltinn er núna hjá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og trúverðugleiki stjórnsýslunnar er í húfi.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun