Skólinn okkar – lög 91/2008 Sævar Reykjalín skrifar 31. júlí 2019 08:00 Til eru lög um grunnskóla númer 91/2008 sem ég hvet alla foreldra, nemendur og ekki síst þá sem bera ábyrgð á skólamálum að lesa. Þessi lög eru nokkuð skýr. Fyrr í ár varð skólastjórinn í Kelduskóla uppvís um að brjóta gegn 8 gr lagana sem fjalla um ábyrgð og skyldur skólaráðs, en þar segir meðal annars:„... skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin.“Þannig var að meirihlutinn í Borgarstjórn vildi gera breytingar sem hafa meiri háttar áhrif á skólahald og starfsemi Kelduskóla ásamt annara skóla. Skóla- og frístundasvið (SFS) óskaði því eftir umsögn frá skólaráði Kelduskóla (ásamt fleiri skólum) 1. febrúar þessa árs á grundvelli laga nr 91/2008. Skólastjórinn svaraði hvorki erindinu til SFS né bar það undir skólaráð Kelduskóla. Það kom því okkur foreldrum og nemendum í opna skjöldu þegar taka átti ákvörðun um þessa breytingu í Borgarráði án þess að nokkuð hefði verið um það fjallað. En í minnisblaði frá fundi Skóla- og frístundaráðs (SFR) nr 163 er bókuð eftirfarandi athugasemd.„... skólaráð Hagaskóla og Laugarnesskóla gera ekki athugasemdir við tillögurnar. Ekki bárust umsagnir frá Kelduskóla og Melaskóla“SFS sendi skólastjóranum einnig áminnigu 23. apríl og óskaði eftir því að fá umsögn frá skólaráði en aftur kaus skólastjórinn að leggja þetta mál ekki fyrir á fundum skólaráðs og gerðist því brotleg við lög og trúnaður við ráðið, að auki sinnti hún ekki erindi SFS sem er hluti af hennar starfskyldum. Í viðræðum mínum við sviðstjóra SFS sem og skólastjóran þá er það áberandi að þau virðast ekki þekkja lögin né vita að skólaráðið sjálft hefur sett sér starfsreglur. Einhver hefði nú haldið að þegar sviðstjóranum og skólastjóranum væri bent á þetta alvarlega brot og þau viðurkennt þau að það yrði til þess að vinnubrögð yrðu löguð, afsökunarbeiðnir sendar út og viðkomandi í það minnsta áminntur fyrir að brjóta lög en í staðinn tók við ótrúlegur farsi til að reyna að breiða yfir þessi afglöp. Eftir á skýringar skólastjórans og sviðstjóra SFS er að skólastjóranum þótti ekki ástæða til að taka málið upp í skólaráðinu því að ræða átti þessi mál í starfshóp sem fjallaði um skólamál í norðanverðum Grafarvogi. En sú skýring heldur engu vatni. Bara svo bent sé á það augljósa þá var óskð eftir umsögn 1. febrúar. Starfshópurinn var aldrei í plönunum þá enda ekki skipaður fyrr en í lok mars. SFS ítrekaði svo beiðnina sína þegar starfshópurinn var af störfum og því hefur SFS ekki þótt nóg að fjalla um þetta í starfshópnum. Svo sýna gögn starfshópsins að þessi tiltekna breyting var ekki rædd sérstaklega í starfshópnum. Nú hefðu margir haldið að hér myndi málið enda en það sem eftir hefur komið er atburðarás sem minnir helst á mynd eftir Coen bræður og þyrfti sér pistil til að fjalla um. Skólastjóri sendi póst á hluta skólaráðs (ekki fulltrúa nemenda) og bað þau um að samþykkja umsögn sem hún sjálf samdi. Þannig að sú umsögn er ómarktæk með öllu. Allar upplýsingar, tölvupóstar og samskipti við SFS og skólastjóra varðandi þetta mál hafa verið send á Skóla- og frístundaráð (SFR) sem og Borgarstjórn og hefur því miður mætt litlum áhuga meirihlutans. Það verður fróðlegt að sjá hvort að SFR hafi það hugrekki sem þarf til að taka á þessu máli, eða hvort að lögbrot og afglöp í starfi sé samþykkt og framhjá þeim litið. Samtöl mín við formann SFR benda til að þetta mál verði þagað og áfram reynt að afsaka og réttlæta lögbrotið. Vonandi munu aðrir meðlimir meirihlutans í SFR hafa hugrekki til að taka á málinu, þó reynsla mín segi mér annað.Höfundur er Reykvíkingur og þriggja barna faðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lokun Kelduskóla, Korpu Skóla - og menntamál Sævar Reykjalín Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Til eru lög um grunnskóla númer 91/2008 sem ég hvet alla foreldra, nemendur og ekki síst þá sem bera ábyrgð á skólamálum að lesa. Þessi lög eru nokkuð skýr. Fyrr í ár varð skólastjórinn í Kelduskóla uppvís um að brjóta gegn 8 gr lagana sem fjalla um ábyrgð og skyldur skólaráðs, en þar segir meðal annars:„... skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin.“Þannig var að meirihlutinn í Borgarstjórn vildi gera breytingar sem hafa meiri háttar áhrif á skólahald og starfsemi Kelduskóla ásamt annara skóla. Skóla- og frístundasvið (SFS) óskaði því eftir umsögn frá skólaráði Kelduskóla (ásamt fleiri skólum) 1. febrúar þessa árs á grundvelli laga nr 91/2008. Skólastjórinn svaraði hvorki erindinu til SFS né bar það undir skólaráð Kelduskóla. Það kom því okkur foreldrum og nemendum í opna skjöldu þegar taka átti ákvörðun um þessa breytingu í Borgarráði án þess að nokkuð hefði verið um það fjallað. En í minnisblaði frá fundi Skóla- og frístundaráðs (SFR) nr 163 er bókuð eftirfarandi athugasemd.„... skólaráð Hagaskóla og Laugarnesskóla gera ekki athugasemdir við tillögurnar. Ekki bárust umsagnir frá Kelduskóla og Melaskóla“SFS sendi skólastjóranum einnig áminnigu 23. apríl og óskaði eftir því að fá umsögn frá skólaráði en aftur kaus skólastjórinn að leggja þetta mál ekki fyrir á fundum skólaráðs og gerðist því brotleg við lög og trúnaður við ráðið, að auki sinnti hún ekki erindi SFS sem er hluti af hennar starfskyldum. Í viðræðum mínum við sviðstjóra SFS sem og skólastjóran þá er það áberandi að þau virðast ekki þekkja lögin né vita að skólaráðið sjálft hefur sett sér starfsreglur. Einhver hefði nú haldið að þegar sviðstjóranum og skólastjóranum væri bent á þetta alvarlega brot og þau viðurkennt þau að það yrði til þess að vinnubrögð yrðu löguð, afsökunarbeiðnir sendar út og viðkomandi í það minnsta áminntur fyrir að brjóta lög en í staðinn tók við ótrúlegur farsi til að reyna að breiða yfir þessi afglöp. Eftir á skýringar skólastjórans og sviðstjóra SFS er að skólastjóranum þótti ekki ástæða til að taka málið upp í skólaráðinu því að ræða átti þessi mál í starfshóp sem fjallaði um skólamál í norðanverðum Grafarvogi. En sú skýring heldur engu vatni. Bara svo bent sé á það augljósa þá var óskð eftir umsögn 1. febrúar. Starfshópurinn var aldrei í plönunum þá enda ekki skipaður fyrr en í lok mars. SFS ítrekaði svo beiðnina sína þegar starfshópurinn var af störfum og því hefur SFS ekki þótt nóg að fjalla um þetta í starfshópnum. Svo sýna gögn starfshópsins að þessi tiltekna breyting var ekki rædd sérstaklega í starfshópnum. Nú hefðu margir haldið að hér myndi málið enda en það sem eftir hefur komið er atburðarás sem minnir helst á mynd eftir Coen bræður og þyrfti sér pistil til að fjalla um. Skólastjóri sendi póst á hluta skólaráðs (ekki fulltrúa nemenda) og bað þau um að samþykkja umsögn sem hún sjálf samdi. Þannig að sú umsögn er ómarktæk með öllu. Allar upplýsingar, tölvupóstar og samskipti við SFS og skólastjóra varðandi þetta mál hafa verið send á Skóla- og frístundaráð (SFR) sem og Borgarstjórn og hefur því miður mætt litlum áhuga meirihlutans. Það verður fróðlegt að sjá hvort að SFR hafi það hugrekki sem þarf til að taka á þessu máli, eða hvort að lögbrot og afglöp í starfi sé samþykkt og framhjá þeim litið. Samtöl mín við formann SFR benda til að þetta mál verði þagað og áfram reynt að afsaka og réttlæta lögbrotið. Vonandi munu aðrir meðlimir meirihlutans í SFR hafa hugrekki til að taka á málinu, þó reynsla mín segi mér annað.Höfundur er Reykvíkingur og þriggja barna faðir.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun