Sumarið í glasinu Benedikt Bóas skrifar 29. júlí 2019 07:00 Ég nenni ekki að tuða. Það er búið að vera svo gott veður að mér er bara slétt sama um allt þetta ástand sem hér er. Ég ætla bara að bíða eftir að hitastigið fari örlítið neðar og jafnvel fyrsta snjókornið falli áður en maður setur í tuðgírinn. Finnst eins og fleiri séu í þessum pælingum. Nú er bara sól og sumar og dagdrykkja er í góðu lagi. Hún er bara orðin samþykkt sem er frábært enda fátt betra en að vera á góðum palli eða í góðum garði að drekka bjór eða vín og brenna aðeins á skallanum. Í frétt þessa blaðs um daginn kom líka í ljós að sala á hvítvíni, það sem af er ári, er um 6,5 prósentum meiri en í fyrra og sala á freyðivíni og kampavíni hefur aukist um 30 prósent. Enda hefur maður séð á samfélagsmiðlum að fólk er mikið að skála og gleðjast. Alveg sama hvaða dagur það er. Ég hlustaði á Sprengisand í gær þar sem þriðji orkupakkinn kom upp í umræðuna. Ég skipti bara um stöð, setti eitthvert sólarlag á og fór út í garð að reyta arfa. Oft eru svona pistlar á baksíðum blaða eftir einhverja ægilega besserwissera sem lesa þeim sem stjórna þessu landi pistilinn. Enda er það auðvelt. Flestir stjórnmálamenn og -konur eru frekar léleg í sínum störfum. En ég nenni ekki að pæla í því. Ekki núna. Ég meira að segja fagnaði bara örlítið rigningunni í gær. Hún var góð fyrir gróðurinn. Fyrir ári bölvaði ég þessum blessuðu dropum ekkert eðlilega mikið. Held að þessi sól hafi gert okkar þjóð bara ansi gott. Það er léttara yfir okkur sem betur fer því ferðamenn elska Ísland en þola ekki Íslendinga. Skál fyrir sumrinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ég nenni ekki að tuða. Það er búið að vera svo gott veður að mér er bara slétt sama um allt þetta ástand sem hér er. Ég ætla bara að bíða eftir að hitastigið fari örlítið neðar og jafnvel fyrsta snjókornið falli áður en maður setur í tuðgírinn. Finnst eins og fleiri séu í þessum pælingum. Nú er bara sól og sumar og dagdrykkja er í góðu lagi. Hún er bara orðin samþykkt sem er frábært enda fátt betra en að vera á góðum palli eða í góðum garði að drekka bjór eða vín og brenna aðeins á skallanum. Í frétt þessa blaðs um daginn kom líka í ljós að sala á hvítvíni, það sem af er ári, er um 6,5 prósentum meiri en í fyrra og sala á freyðivíni og kampavíni hefur aukist um 30 prósent. Enda hefur maður séð á samfélagsmiðlum að fólk er mikið að skála og gleðjast. Alveg sama hvaða dagur það er. Ég hlustaði á Sprengisand í gær þar sem þriðji orkupakkinn kom upp í umræðuna. Ég skipti bara um stöð, setti eitthvert sólarlag á og fór út í garð að reyta arfa. Oft eru svona pistlar á baksíðum blaða eftir einhverja ægilega besserwissera sem lesa þeim sem stjórna þessu landi pistilinn. Enda er það auðvelt. Flestir stjórnmálamenn og -konur eru frekar léleg í sínum störfum. En ég nenni ekki að pæla í því. Ekki núna. Ég meira að segja fagnaði bara örlítið rigningunni í gær. Hún var góð fyrir gróðurinn. Fyrir ári bölvaði ég þessum blessuðu dropum ekkert eðlilega mikið. Held að þessi sól hafi gert okkar þjóð bara ansi gott. Það er léttara yfir okkur sem betur fer því ferðamenn elska Ísland en þola ekki Íslendinga. Skál fyrir sumrinu.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar