Stjarnan rifti samningi við Guðrúnu Ósk sem glímir við höfuðmeiðsli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2019 19:00 Miklar væntingar voru gerðar til Guðrúnar Ósk hjá Stjörnunni en hún náði aðeins tveimur leikjum með liðinu. vísir/ernir Handboltamarkvörðurinn Guðrún Ósk Maríasdóttir hvetur leikmenn til skoða vel þá samninga sem þeir skrifa undir eftir að Stjarnan rifti einhliða samningi hennar við félagið. Eftir að hafa orðið Íslandsmeistari tvö ár í röð með Fram gekk Guðrún Ósk í raðir Stjörnunnar vorið 2018. Síðasta tímabil var hins vegar endasleppt hjá henni. Í leik gegn Selfossi í 2. umferð fékk Guðrún Ósk skot í höfuðið og hefur ekkert spilað síðan þá. Höfuðmeiðslin hafa einnig haft mikil áhrif á daglegt líf Guðrúnar Óskar. Í maí rifti Stjarnan svo samningi sínum við hana. „Í samningnum er endurskoðunarákvæði sem gildir frá 1.-10. maí. Mig minnir að 8. eða 9. maí hafi ég fengið símtal frá formanninum um að samningnum yrði rift og ég þyrfti að skrifa undir skjal sem ég skoðaði betur með manninum mínum,“ sagði Guðrún Ósk í samtali við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í Sportpakkanum. „Hann lét vini sína í lögfræðinni skoða það líka og við ákváðum að við vildum fá aðeins meira rými til að skoða þetta áður en við skrifuðum undir. Ég fór með þau svör til Stjörnunnar. Stuttu seinna sögðust þau hafa rætt við sína lögfræðinga og það væri ekki nauðsynlegt fyrir mig að skrifa undir þetta skjal. Þau gætu rift samningnum einhliða.“ Guðrún Ósk vill hvetja aðra leikmenn til að vera meðvitaða um hvað stendur í samningum sem þeir skrifa undir. Hún var ekki tryggð þar sem hún varð fyrir meiðslum í keppnisleik og hvorki heimilistryggingar hennar né samningur Stjörnunnar ná yfir meiðsli í keppnisleikjum. „Það hefði breytt ótrúlega miklu fyrir mig hefði ég verið með slíka tryggingu, að geta tekið mér þann tíma sem ég þurfti í batann áhyggjulaust,“ sagði Guðrún Ósk. „Það skiptir máli hvað stendur í samningnum. Þú getur ekki bara skrifað undir hvað sem er og gert ráð fyrir að allt verði gott og blessað.“ Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Hvetur leikmenn til að kynna sér samninga sem þeir skrifa undir Garðabær Olís-deild kvenna Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira
Handboltamarkvörðurinn Guðrún Ósk Maríasdóttir hvetur leikmenn til skoða vel þá samninga sem þeir skrifa undir eftir að Stjarnan rifti einhliða samningi hennar við félagið. Eftir að hafa orðið Íslandsmeistari tvö ár í röð með Fram gekk Guðrún Ósk í raðir Stjörnunnar vorið 2018. Síðasta tímabil var hins vegar endasleppt hjá henni. Í leik gegn Selfossi í 2. umferð fékk Guðrún Ósk skot í höfuðið og hefur ekkert spilað síðan þá. Höfuðmeiðslin hafa einnig haft mikil áhrif á daglegt líf Guðrúnar Óskar. Í maí rifti Stjarnan svo samningi sínum við hana. „Í samningnum er endurskoðunarákvæði sem gildir frá 1.-10. maí. Mig minnir að 8. eða 9. maí hafi ég fengið símtal frá formanninum um að samningnum yrði rift og ég þyrfti að skrifa undir skjal sem ég skoðaði betur með manninum mínum,“ sagði Guðrún Ósk í samtali við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í Sportpakkanum. „Hann lét vini sína í lögfræðinni skoða það líka og við ákváðum að við vildum fá aðeins meira rými til að skoða þetta áður en við skrifuðum undir. Ég fór með þau svör til Stjörnunnar. Stuttu seinna sögðust þau hafa rætt við sína lögfræðinga og það væri ekki nauðsynlegt fyrir mig að skrifa undir þetta skjal. Þau gætu rift samningnum einhliða.“ Guðrún Ósk vill hvetja aðra leikmenn til að vera meðvitaða um hvað stendur í samningum sem þeir skrifa undir. Hún var ekki tryggð þar sem hún varð fyrir meiðslum í keppnisleik og hvorki heimilistryggingar hennar né samningur Stjörnunnar ná yfir meiðsli í keppnisleikjum. „Það hefði breytt ótrúlega miklu fyrir mig hefði ég verið með slíka tryggingu, að geta tekið mér þann tíma sem ég þurfti í batann áhyggjulaust,“ sagði Guðrún Ósk. „Það skiptir máli hvað stendur í samningnum. Þú getur ekki bara skrifað undir hvað sem er og gert ráð fyrir að allt verði gott og blessað.“ Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Hvetur leikmenn til að kynna sér samninga sem þeir skrifa undir
Garðabær Olís-deild kvenna Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira