Hvalreki Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 27. júlí 2019 10:45 Sagan kennir okkur svo ekki verður um villst að landflótta fólk sem hefur orðið að yfirgefa ættlönd sín hefur víðast hvar orðið brautryðjendur nýrra hugmynda og umbóta í nýjum heimkynnum. Fólki sem leitar til nýrra landa í stórum hópum fylgja vissulega vandamál, en þau eru lítil miðað við ávinninginn. Þetta blasir við í listum, íþróttum, menningu og vísindum þar sem einstaklingar öðlast frægð, en á ekki síður við á öðrum sviðum, svo sem í iðngreinum og matargerð. Iðnaðarmenn, verkafólk og kokkar hverfa oftast í fjöldann, en skapa nafnlausir sameiginlega grósku, sem við öll njótum góðs af. Séra Magnús Erlingsson á Ísafirði skrifaði nýlega grein í Bæjarins besta sem hann nefnir: „Innflytjendur eru bónus.“ Í hófstilltu máli tínir hann til röksemdir og dæmi um þann ábata sem innflytjendur færa okkur: „Stjórnmálamenn tala gjarnan um kostnað,“ segir hann, og nefnir tungumálanám og læknisþjónustu. En bætir svo við: „Í raun liggur þetta í augum uppi ef við hugsum okkur aðeins um. Hinn venjulegi Íslendingur, sem fæddur er hér heima, sækir barnaskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og heilsugæslu þar til hann er orðinn rúmlega tvítugur,“ segir presturinn og bendir á, að litið sé á það sem fjárfestingu, sem greiðist til baka á starfsævinni. Hann tekur svo dæmi af tvítugum Afríkumanni, sem fer að vinna eftir stutt íslenskunámskeið og borgar síðan skatta til samfélags, sem hefur haft sáralítil útgjöld af honum. Þar fyrir utan sé innflytjandinn gjarnan reiðubúinn – til að byrja með – að ganga í störf, sem landanum finnast óspennandi, en eru þó ómissandi í gangverki atvinnulífsins. Síðan bendir presturinn á þá staðreynd, sem kannanir í löndum allt í kringum okkur staðfesta, að innflytjendur eru gjarnan naskir á viðskiptatækifæri. Þeir komi auga á þarfir, sem sjálfsagt þykir að uppfylla á þeirra fyrri heimaslóð, en enginn sinnir í nýjum heimkynnum. „Hafið þið ekki tekið eftir hversu margir innflytjendur stofna fyrirtæki á Íslandi, matsölustaði og fleira? Innflytjendur eru hvalreki,“ skrifar séra Magnús, og bendir á að 52 prósent allra nýrra fyrirtækja í Silicon-dalnum í Kaliforníu á þessari öld eigi rætur að rekja til innflytjenda. „Fólk sem flytur á milli landa, er gjarnan frumkvöðlar sem þora að taka áhættu.“ Loks bendir séra Magnús á Japana, sem hafa um árabil lokað á útlent fólk og dregist stórlega afturúr efnahagslega. Þeir hafi áttað sig á villu síns vegar, horfi á Silicon-dalinn sem fyrirmynd og séu nú að snúa við blaðinu, vilji fá til sín ungt fólk til að örva tæknivætt atvinnulífið. „Svo er það líka hluti af því að vera manneskja, að sýna mannúð, sýna öðrum vináttu og hjálpsemi. Slíkt borgar sig. Kærleikurinn sigrar heiminn – ekki hatrið." Hér er tekið undir hvert orð prestsins fyrir vestan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Sagan kennir okkur svo ekki verður um villst að landflótta fólk sem hefur orðið að yfirgefa ættlönd sín hefur víðast hvar orðið brautryðjendur nýrra hugmynda og umbóta í nýjum heimkynnum. Fólki sem leitar til nýrra landa í stórum hópum fylgja vissulega vandamál, en þau eru lítil miðað við ávinninginn. Þetta blasir við í listum, íþróttum, menningu og vísindum þar sem einstaklingar öðlast frægð, en á ekki síður við á öðrum sviðum, svo sem í iðngreinum og matargerð. Iðnaðarmenn, verkafólk og kokkar hverfa oftast í fjöldann, en skapa nafnlausir sameiginlega grósku, sem við öll njótum góðs af. Séra Magnús Erlingsson á Ísafirði skrifaði nýlega grein í Bæjarins besta sem hann nefnir: „Innflytjendur eru bónus.“ Í hófstilltu máli tínir hann til röksemdir og dæmi um þann ábata sem innflytjendur færa okkur: „Stjórnmálamenn tala gjarnan um kostnað,“ segir hann, og nefnir tungumálanám og læknisþjónustu. En bætir svo við: „Í raun liggur þetta í augum uppi ef við hugsum okkur aðeins um. Hinn venjulegi Íslendingur, sem fæddur er hér heima, sækir barnaskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og heilsugæslu þar til hann er orðinn rúmlega tvítugur,“ segir presturinn og bendir á, að litið sé á það sem fjárfestingu, sem greiðist til baka á starfsævinni. Hann tekur svo dæmi af tvítugum Afríkumanni, sem fer að vinna eftir stutt íslenskunámskeið og borgar síðan skatta til samfélags, sem hefur haft sáralítil útgjöld af honum. Þar fyrir utan sé innflytjandinn gjarnan reiðubúinn – til að byrja með – að ganga í störf, sem landanum finnast óspennandi, en eru þó ómissandi í gangverki atvinnulífsins. Síðan bendir presturinn á þá staðreynd, sem kannanir í löndum allt í kringum okkur staðfesta, að innflytjendur eru gjarnan naskir á viðskiptatækifæri. Þeir komi auga á þarfir, sem sjálfsagt þykir að uppfylla á þeirra fyrri heimaslóð, en enginn sinnir í nýjum heimkynnum. „Hafið þið ekki tekið eftir hversu margir innflytjendur stofna fyrirtæki á Íslandi, matsölustaði og fleira? Innflytjendur eru hvalreki,“ skrifar séra Magnús, og bendir á að 52 prósent allra nýrra fyrirtækja í Silicon-dalnum í Kaliforníu á þessari öld eigi rætur að rekja til innflytjenda. „Fólk sem flytur á milli landa, er gjarnan frumkvöðlar sem þora að taka áhættu.“ Loks bendir séra Magnús á Japana, sem hafa um árabil lokað á útlent fólk og dregist stórlega afturúr efnahagslega. Þeir hafi áttað sig á villu síns vegar, horfi á Silicon-dalinn sem fyrirmynd og séu nú að snúa við blaðinu, vilji fá til sín ungt fólk til að örva tæknivætt atvinnulífið. „Svo er það líka hluti af því að vera manneskja, að sýna mannúð, sýna öðrum vináttu og hjálpsemi. Slíkt borgar sig. Kærleikurinn sigrar heiminn – ekki hatrið." Hér er tekið undir hvert orð prestsins fyrir vestan.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun