Hitabylgjan nær til Íslands eftir helgi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. júlí 2019 22:15 Enn fleiri hitamet féllu í Skandinavíu og Evrópu í dag vegna hitabylgjunnar sem nú gengur yfir. Íslendingar mega vænta þess að áhrif hitabylgjunnar gæti hér á landi eftir helgi. Ekkert lát er á hitabylgjunni sem gengur yfir Skandinavíu og Evrópu. Dagsgömul hitamet féllu víða en að auki er hitinn farinn að hafa áhrif á samgöngur, til að mynda í Frakklandi þar sem lestarsamgöngur féllu niður í fjöl förnustu lestarstöð landsins, vegna rafmagnsleysis, og setti ferðaáætlanir þúsunda farþega í uppnám. Hitamet féllu í fimmtíu borgum í Frakklandi í dag, að París meðtaldri og svipaða sögu er að segja frá Þýskalandi. Viðvörun hefur verið gefin út og áætlað að 85% landsmanna hafi orðið fyrir beinum áhrifum vegna hitans. Nokkur dauðföll hafa verið tilkynnt til yfirvalda.Sumarið í ár á Íslandi hefur verið mjög gott.Vísir/VilhelmHitabylgjan nær til Íslands eftir helgi Gott veður hefur verið á allflestum stöðum hér heima á Íslandi í sumar. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að hitabylgjan í Skandinavíu og Evrópu muni hafa áhrif hér á landi eftir helgi. „Við búumst við að það verði einhver hiti sem skili sér hingað til lands eftir helgi. kannski svona mánudag eða þriðjudag. Nú hafa verið að falla hitamet í Bretlandi og alveg norður til Edinborgar og í Frakklandi, París, Cambridge og Þýskaland, Holland og Lúxemborg og Belgía og við fáum okkar svona smá skerf af þessu ef spár gang eftir, eftir helgi,“ segir Páll Ágúst Þórarinsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.Hvaða hitatölur gætum við séð?Við erum að horfa á svona tuttugu stig og hærra, tuttugu og tvö, tuttugu og þrjú stig á ansi mörgum stöðum. Suðurlandi, uppsveitir, Vesturlandi og uppsveitir og jafnvel eitthvað norður í land. Þá eina sem fær kannski ekki almennilegan hita er Norðvesturland,“ segir Páll.Og miðað við þessi orð má þá vænta að sú gula baði landsmenn með geislum?„Nei, það er ekkert endilega útlit fyrir það akkúrat. Það gæti verið að það fylgi þessi svolítil væta um sunnanvert landið og kannski eitthvað upp með vesturlandi. Ef að það gengur eftir að þá verður hlýtt og rakt,“ segir Páll Frakkland Veður Þýskaland Tengdar fréttir Líkur á þrumuveðri austantil Samskil ganga nú yfir landið að sögn veðurfræðings og rignir nú víða um austanvert landið. 26. júlí 2019 06:50 Blinda á staðreyndir að tengja hitabylgjuna ekki við hnattræna hlýnun Sum staðar hafa fyrri hitamet í Evrópu verið slegin með allt að þriggja gráðu mun í hitabylgjunni sem þar hefur geisað. 26. júlí 2019 14:30 Vætu spáð víðast hvar á landinu um helgina "Þetta er svona bærilegt, en ekkert frábært,“ svo vitnað sé í ummæli veðurfræðings. 26. júlí 2019 16:51 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Enn fleiri hitamet féllu í Skandinavíu og Evrópu í dag vegna hitabylgjunnar sem nú gengur yfir. Íslendingar mega vænta þess að áhrif hitabylgjunnar gæti hér á landi eftir helgi. Ekkert lát er á hitabylgjunni sem gengur yfir Skandinavíu og Evrópu. Dagsgömul hitamet féllu víða en að auki er hitinn farinn að hafa áhrif á samgöngur, til að mynda í Frakklandi þar sem lestarsamgöngur féllu niður í fjöl förnustu lestarstöð landsins, vegna rafmagnsleysis, og setti ferðaáætlanir þúsunda farþega í uppnám. Hitamet féllu í fimmtíu borgum í Frakklandi í dag, að París meðtaldri og svipaða sögu er að segja frá Þýskalandi. Viðvörun hefur verið gefin út og áætlað að 85% landsmanna hafi orðið fyrir beinum áhrifum vegna hitans. Nokkur dauðföll hafa verið tilkynnt til yfirvalda.Sumarið í ár á Íslandi hefur verið mjög gott.Vísir/VilhelmHitabylgjan nær til Íslands eftir helgi Gott veður hefur verið á allflestum stöðum hér heima á Íslandi í sumar. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að hitabylgjan í Skandinavíu og Evrópu muni hafa áhrif hér á landi eftir helgi. „Við búumst við að það verði einhver hiti sem skili sér hingað til lands eftir helgi. kannski svona mánudag eða þriðjudag. Nú hafa verið að falla hitamet í Bretlandi og alveg norður til Edinborgar og í Frakklandi, París, Cambridge og Þýskaland, Holland og Lúxemborg og Belgía og við fáum okkar svona smá skerf af þessu ef spár gang eftir, eftir helgi,“ segir Páll Ágúst Þórarinsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.Hvaða hitatölur gætum við séð?Við erum að horfa á svona tuttugu stig og hærra, tuttugu og tvö, tuttugu og þrjú stig á ansi mörgum stöðum. Suðurlandi, uppsveitir, Vesturlandi og uppsveitir og jafnvel eitthvað norður í land. Þá eina sem fær kannski ekki almennilegan hita er Norðvesturland,“ segir Páll.Og miðað við þessi orð má þá vænta að sú gula baði landsmenn með geislum?„Nei, það er ekkert endilega útlit fyrir það akkúrat. Það gæti verið að það fylgi þessi svolítil væta um sunnanvert landið og kannski eitthvað upp með vesturlandi. Ef að það gengur eftir að þá verður hlýtt og rakt,“ segir Páll
Frakkland Veður Þýskaland Tengdar fréttir Líkur á þrumuveðri austantil Samskil ganga nú yfir landið að sögn veðurfræðings og rignir nú víða um austanvert landið. 26. júlí 2019 06:50 Blinda á staðreyndir að tengja hitabylgjuna ekki við hnattræna hlýnun Sum staðar hafa fyrri hitamet í Evrópu verið slegin með allt að þriggja gráðu mun í hitabylgjunni sem þar hefur geisað. 26. júlí 2019 14:30 Vætu spáð víðast hvar á landinu um helgina "Þetta er svona bærilegt, en ekkert frábært,“ svo vitnað sé í ummæli veðurfræðings. 26. júlí 2019 16:51 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Líkur á þrumuveðri austantil Samskil ganga nú yfir landið að sögn veðurfræðings og rignir nú víða um austanvert landið. 26. júlí 2019 06:50
Blinda á staðreyndir að tengja hitabylgjuna ekki við hnattræna hlýnun Sum staðar hafa fyrri hitamet í Evrópu verið slegin með allt að þriggja gráðu mun í hitabylgjunni sem þar hefur geisað. 26. júlí 2019 14:30
Vætu spáð víðast hvar á landinu um helgina "Þetta er svona bærilegt, en ekkert frábært,“ svo vitnað sé í ummæli veðurfræðings. 26. júlí 2019 16:51