Phelps missti heimsmetið sem hann var búinn að eiga í átján ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2019 09:30 Kristof Milak fagnar heimsmeti sínu. Getty/Clive Rose Afrek ungverska táningsins Kristof Milak á HM í sundi hefur vakið mikla athygli í sundheiminum. Hann rústaði heimsmeti sem flestir héldu að væri ekki í hættu. Michael Phelps var algjör yfirburðamaður í 200 metra flugsundi á sínum tíma og það tók vissulega sinn tíma að ná honum í hans bestu grein en í gær gerðustu þau stórtíðindi á HM í sundi í 50 metra laug í Gwangju í Suður-Kóreu. Hinn nítján ára gamli Kristof Milak bætti þá heimsmet Michael Phelps í 200 metra flugsundi en hann gerði gott betur því ungverski táningurinn stórbætti það.Michael Phelps owned the world record in the 200-meter butterfly for 18 straight years. And now, thanks to 19-year-old Hungarian swimmer Kristof Milak, it's been broken. Shattered, actually. https://t.co/VvHS5x9vUw — USA TODAY Sports (@usatodaysports) July 24, 2019Kristof Milak kom í mark á 1:50.73 mín. og synti því 78 hundraðshlutum hraðar en Michael Phelps þegar Phelps bætti heimsmetið í síðasta sinn árið 2009. Gamla met Phelps var 1:51.51 mín. Michael Phelps setti fyrst heimsmet í þessari grein þegar hann var aðeins fimmtán ára gamall. Það var árið 2001 og átti Phelps því heimsmetið í 200 metra flugsundi í átján ár. Þegar Phelps sló metið fyrst þá var Kristof Milak aðeins eins árs. Phelps átti síðan eftir að bæta heimsmetið sitt í 200 metra flugsundi sjö sinnum frá 2001 til 2009.Kristof Milak became the first man not named Michael Phelps to own the 200-meter butterfly record since 2001. https://t.co/nCfTFcDrWU by @bykaren — NYT Sports (@NYTSports) July 24, 2019Michael Phelps varð enn fremur fjórum sinnum heimsmeistari í 200 metra flugsundi og vann einnig fjögur Ólympíugull í þessari grein eða á ÓL 2004 í Aþenu, ÓL í Beijing 2008, ÓL í London 2012 og á ÓL í Ríó 2016. Phelps er talinn vera besti sundmaður allra tíma. Hann á enn þá heimsmetið í 100 metra flugsundi (2009) og 400 metra fjórsundi (2008) en flestir bjuggust þó við að heimsmet hans í 200 metra flugsundi myndi lifa lengst. Sund Ungverjaland Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Sjá meira
Afrek ungverska táningsins Kristof Milak á HM í sundi hefur vakið mikla athygli í sundheiminum. Hann rústaði heimsmeti sem flestir héldu að væri ekki í hættu. Michael Phelps var algjör yfirburðamaður í 200 metra flugsundi á sínum tíma og það tók vissulega sinn tíma að ná honum í hans bestu grein en í gær gerðustu þau stórtíðindi á HM í sundi í 50 metra laug í Gwangju í Suður-Kóreu. Hinn nítján ára gamli Kristof Milak bætti þá heimsmet Michael Phelps í 200 metra flugsundi en hann gerði gott betur því ungverski táningurinn stórbætti það.Michael Phelps owned the world record in the 200-meter butterfly for 18 straight years. And now, thanks to 19-year-old Hungarian swimmer Kristof Milak, it's been broken. Shattered, actually. https://t.co/VvHS5x9vUw — USA TODAY Sports (@usatodaysports) July 24, 2019Kristof Milak kom í mark á 1:50.73 mín. og synti því 78 hundraðshlutum hraðar en Michael Phelps þegar Phelps bætti heimsmetið í síðasta sinn árið 2009. Gamla met Phelps var 1:51.51 mín. Michael Phelps setti fyrst heimsmet í þessari grein þegar hann var aðeins fimmtán ára gamall. Það var árið 2001 og átti Phelps því heimsmetið í 200 metra flugsundi í átján ár. Þegar Phelps sló metið fyrst þá var Kristof Milak aðeins eins árs. Phelps átti síðan eftir að bæta heimsmetið sitt í 200 metra flugsundi sjö sinnum frá 2001 til 2009.Kristof Milak became the first man not named Michael Phelps to own the 200-meter butterfly record since 2001. https://t.co/nCfTFcDrWU by @bykaren — NYT Sports (@NYTSports) July 24, 2019Michael Phelps varð enn fremur fjórum sinnum heimsmeistari í 200 metra flugsundi og vann einnig fjögur Ólympíugull í þessari grein eða á ÓL 2004 í Aþenu, ÓL í Beijing 2008, ÓL í London 2012 og á ÓL í Ríó 2016. Phelps er talinn vera besti sundmaður allra tíma. Hann á enn þá heimsmetið í 100 metra flugsundi (2009) og 400 metra fjórsundi (2008) en flestir bjuggust þó við að heimsmet hans í 200 metra flugsundi myndi lifa lengst.
Sund Ungverjaland Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Sjá meira