Fósturmissir Teitur Guðmundsson skrifar 25. júlí 2019 08:00 Það að konur verði ófrískar og ali börn í samböndum sínum er hluti af lífinu og eðlilegur gangur finnst fólki flestu. Við fögnum þegar fréttir berast af því að kona sé þunguð og tilkynnt er um tilvonandi barneign alla jafna. Nýtt líf og upphaf er spennandi og því fylgja miklar breytingar á umhverfi foreldra, en ekki síður fjölskyldum þeirra sem taka iðulega virkan þátt í ferlinu og síðar uppeldi barnanna. Tilhlökkunin er mikil og væntingarnar sömuleiðis. Það er því mikið áfall ef kona missir fóstur og því fylgir rússíbani tilfinninga allra þeirra sem hlut eiga að máli. Það skiptir vissulega máli undir hvaða kringumstæðum slíkt gerist og hvort undanfari hafi verið á slíku eða það gerist brátt. Þá ber einnig að huga að því á hvaða hluta meðgöngunnar konan er, en eitt er víst að það skilur eftir sig spor. Meðgangan frá þungun til fæðingar er tiltölulega langt ferli eða um 40 vikur og á þessum tíma verða miklar breytingar á fóstrinu sjálfu og auðvitað líkama hinnar þunguðu. Við tölum almennt í læknisfræði um hluta meðgöngu sem er skipt í 12 vikur eða trimester. Á fyrstu 12 vikum er iðulega mesta óöryggið um það hvort þungun gangi eftir og síðari hlutar meðgöngu taldir öruggari, ef svo má segja. Fósturlát er líklega algengara en fólk gerir sér grein fyrir, en talað er um snemmbúin fósturlát sem eru á fyrstu 12 vikum og síðbúin sem eru á vikum 12-22. Eftir 22. viku er talað um andvana fæðingu. Tölur eru eitthvað á reiki um tíðni fósturláta en talið er að allt að 15 til 20% þungana endi í fósturláti sem þýðir að það eru mörg hundruð konur á hverju ári sem missa fóstur og sumar oftar en einu sinni. Ástæðurnar er fjölmargar eins og gefur að skilja; fósturgallar, breytingar í fylgjuvef, sjúkdómar móður og svo framvegis. En í mörgum tilvikum vitum við ekki hvers vegna, og það getur skapað mikla vanlíðan og óvissu fyrir þá konu. Það er því mikilvægt að uppfræða um áhættuþætti sem geta ýtt undir fósturmissi líkt og aldur, lífsstílsþætti og aðra slíka en ekki síður að uppfræða um algengi þessa og að í fæstum tilvikum sé um að ræða eitthvað sem gerðist á meðgöngunni sjálfri sem veldur. Þannig eru minni líkur á sjálfsásökunum og vanlíðan viðkomandi sem aftur getur haft áhrif á frjósemi og vilja þeirra til að reyna að nýju. Að eignast barn er nefnilega ekki sjálfsagður hlutur, það er mikil gjöf og blessun fyrir flesta. Sem betur fer gengur alla jafna vel og mæðravernd og eftirfylgni ljósmæðra með þunguðum konum og skipulögð nálgun á áhættuþætti þeirra þar hefur skilað mjög góðum árangri hérlendis. Opin umræða um fósturmissi og sorgarferli það sem honum fylgir er mjög nauðsynleg og mikilvægt að átta sig á því að viðbrögð eru mjög einstaklingsbundin sem og að þau tengjast í engu meðgöngulengd viðkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Teitur Guðmundsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það að konur verði ófrískar og ali börn í samböndum sínum er hluti af lífinu og eðlilegur gangur finnst fólki flestu. Við fögnum þegar fréttir berast af því að kona sé þunguð og tilkynnt er um tilvonandi barneign alla jafna. Nýtt líf og upphaf er spennandi og því fylgja miklar breytingar á umhverfi foreldra, en ekki síður fjölskyldum þeirra sem taka iðulega virkan þátt í ferlinu og síðar uppeldi barnanna. Tilhlökkunin er mikil og væntingarnar sömuleiðis. Það er því mikið áfall ef kona missir fóstur og því fylgir rússíbani tilfinninga allra þeirra sem hlut eiga að máli. Það skiptir vissulega máli undir hvaða kringumstæðum slíkt gerist og hvort undanfari hafi verið á slíku eða það gerist brátt. Þá ber einnig að huga að því á hvaða hluta meðgöngunnar konan er, en eitt er víst að það skilur eftir sig spor. Meðgangan frá þungun til fæðingar er tiltölulega langt ferli eða um 40 vikur og á þessum tíma verða miklar breytingar á fóstrinu sjálfu og auðvitað líkama hinnar þunguðu. Við tölum almennt í læknisfræði um hluta meðgöngu sem er skipt í 12 vikur eða trimester. Á fyrstu 12 vikum er iðulega mesta óöryggið um það hvort þungun gangi eftir og síðari hlutar meðgöngu taldir öruggari, ef svo má segja. Fósturlát er líklega algengara en fólk gerir sér grein fyrir, en talað er um snemmbúin fósturlát sem eru á fyrstu 12 vikum og síðbúin sem eru á vikum 12-22. Eftir 22. viku er talað um andvana fæðingu. Tölur eru eitthvað á reiki um tíðni fósturláta en talið er að allt að 15 til 20% þungana endi í fósturláti sem þýðir að það eru mörg hundruð konur á hverju ári sem missa fóstur og sumar oftar en einu sinni. Ástæðurnar er fjölmargar eins og gefur að skilja; fósturgallar, breytingar í fylgjuvef, sjúkdómar móður og svo framvegis. En í mörgum tilvikum vitum við ekki hvers vegna, og það getur skapað mikla vanlíðan og óvissu fyrir þá konu. Það er því mikilvægt að uppfræða um áhættuþætti sem geta ýtt undir fósturmissi líkt og aldur, lífsstílsþætti og aðra slíka en ekki síður að uppfræða um algengi þessa og að í fæstum tilvikum sé um að ræða eitthvað sem gerðist á meðgöngunni sjálfri sem veldur. Þannig eru minni líkur á sjálfsásökunum og vanlíðan viðkomandi sem aftur getur haft áhrif á frjósemi og vilja þeirra til að reyna að nýju. Að eignast barn er nefnilega ekki sjálfsagður hlutur, það er mikil gjöf og blessun fyrir flesta. Sem betur fer gengur alla jafna vel og mæðravernd og eftirfylgni ljósmæðra með þunguðum konum og skipulögð nálgun á áhættuþætti þeirra þar hefur skilað mjög góðum árangri hérlendis. Opin umræða um fósturmissi og sorgarferli það sem honum fylgir er mjög nauðsynleg og mikilvægt að átta sig á því að viðbrögð eru mjög einstaklingsbundin sem og að þau tengjast í engu meðgöngulengd viðkomandi.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun