Íslenski boltinn

Annar spænskur miðjumaður til KA

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
David Cuerva og Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, handsala samninginn.
David Cuerva og Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, handsala samninginn. mynd/ka
KA hefur samið við spænska miðjumanninn David Cuerva út tímabilið. Þetta kemur fram á heimasíðu KA.

Cuerva er annar spænski miðjumaðurinn sem KA fær til sín í júlíglugganum. Daníel Hafsteinsson er hins vegar farinn til Helsingborg.

Í síðustu viku gekk Iosu Villar til liðs við KA. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir liðið þegar það gerði 1-1 jafntefli við ÍA á sunnudaginn.

Cuerva, sem er 28 ára, lék síðast með Nongbua í Taílandi. Hann hóf ferilinn hjá Villarreal en náði ekki að brjóta sér leið inn í aðallið félagsins. Cuerva hefur lengst af leikið í neðri deildunum á Spáni.

Næsti leikur KA er gegn FH á Greifavellinum á Akureyri á sunnudaginn.


Tengdar fréttir

KA kallar varnarmann til baka úr Ólafsvík

Varnarmaðurinn Ívar Örn Árnason hefur verið kallaður til baka í Pepsi-Max deildarlið KA úr láni frá Inkasso deildarliði Víkings í Ólafsvík.

KA fær spænskan miðjumann

KA hefur fengið til sín spænskan miðjumann til þess að fylla skarð Daníels Hafsteinssonar.

Helsingborg tilkynnti komu Daníels

Daníel Hafsteinsson er formlega orðinn leikmaður sænska liðsins Helsingborg eftir að hafa skrifað undir þriggja og hálfs árs samning hjá félaginu í dag.

Daníel Hafsteinsson fer til Helsingborg

Daníel Hafsteinsson er á leið til sænska félagsins Helsingborgs en KA hefur náð samkomulagið við sænska félagið um kaup á miðjumanninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×