Ballarin segist hafa tryggt nýja WOW allt að 12,5 milljarða Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. júlí 2019 07:50 Michele Ballarin segir Skúla Mogensen ekki tengjast nýja flugfélaginu. Hún þekki hann þó vel. Vísir/getty Michele Ballarin, bandaríska athafnakonan sem hyggst endurreisa flugfélagið WOW air, segist í viðtali við ViðskiptaMoggann í morgun hafa tryggt félaginu allt að hundrað milljónir Bandaríkjadala, eða um 12,5 milljarða íslenskra króna, til rekstursins. Þá herma heimildir ViðskiptaMoggans að greiðslur fyrir eignir úr þrotabúi WOW air hafi enn ekki borist en greint var frá því í Fréttablaðinu fyrr i þessum mánuði að viðskiptin væru frágengin.Sjá einnig: Ballarin sögð skjóta upp kollinum á ólíklegustu stöðum: „Ég er forvitinn hvað hún ætlar að gera með WOW og eignirnar“ Ballarin lýsir fyrirætlunum sínum á Íslandi í ítarlegu viðtali við ViðskiptaMoggann. Hún segist hafa heyrt af Íslandi í gegnum góða vini sína og viðskiptafélaga hér á landi. Eftir að hafa eytt dágóðum tíma á Íslandi hafi hún fengið betri skilning á gildi staðsetningar landsins fyrir flugsamgöngur, svo og gildi landsins sem ferðamannastaðar. Íslenskt fyrirtæki með höfuðstöðvar rétt hjá Katrínartúni Þá lýsir Ballarin því hvernig hún hafi komið til Íslands daginn eftir fall WOW air. Hún segist þess fullviss að WOW muni „nú rísa upp eins og fuglinn Fönix, eins fljótt og hægt er.“ Til þess hafi hún fengið að borðinu reynda aðila úr bandarískum flugheimi og horfi til viðskiptamódels bandaríska flugfélagsins SoutWest Airlines. Stofnað verði íslenskt fyrirtæki sem fara muni með 51% hlut í WOW 2 á móti 49% í bandarískri eigu. Höfuðstöðvar verði nálægt höfuðstöðvum WOW air í Katrínartúni. Þá verði þrjár vélar í flota nýja félagsins til að byrja með, allar af gerðinni Airbus A321 NEO. Hún segir Skúla Mogensen, fyrrverandi forstjóra WOW air, jafnframt ekki tengjast félaginu. Greiðslum „að ljúka“ Ballarin kveðst hafa tryggt WOW 2 85 milljónir Bandaríkjadala, eða 10,5 milljarða íslenskra króna. Sú upphæð eigi að duga félaginu fyrsta árið. Talan geti þó hækkað ef þörf verði á, eða upp í allt að 12,5 milljarðar króna. Þá er haft eftir Ballarin að greiðslum fyrir WOW „sé að ljúka“. Hinir keyptu hlutir séu margvíslegar rekstrarvörur, varahlutir, tæki og handbækur. Hún segir þó ekki tímabært að upplýsa um það hvað hún hafi borgað þrotabúinu fyrir WOW. Áhyggjur af ítökum asískra fjárfesta á Íslandi Ballarin lýsir jafnframt áhyggjum af uppgangi Kínverja og annarra Asíuþjóða í Afríku, en hún hefur stundað mikil viðskipti í Sómalíu. Ballarin óttast þennan sama uppgang á Íslandi og nefnir í því samhengi fjárfestingu asísks viðskiptamanns í hótelrekstri hér á landi, en ætla má að þar sé átt við kaup auðkýfingsins Vincents Tan á hótelum Icelandair. „Ég vil að Ísland verði áfram Ísland og í eigu Íslendinga,“ segir Ballarin. Þess vegna sé hún hingað komin til að fjárfesta í samgöngugeiranum. Fjallað var um Ballarin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar var rætt við Mark Mazzetti, blaðamann New York Times, sem fjallað hefur um Ballarin í blaðagreinum og bók. Hann sagði það ekki koma sér á óvart að Ballarin hygðist fjárfesta í þrotabúi WOW air, hún eigi það til að skjóta upp kollinum á ólíklegustu stöðum. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Boðberi mannúðar í Sómalíu eða miskunnarlaus málaliði Athafnakonan Michele Ballarin er hergagnaframleiðandi og sjálfskipaður samningamaður í mannránum. Hún hefur þegið greiðslur frá Pentagon og boðið aðstoð í stríði gegn hryðjuverkum. Nú ætlar hún að endurreisa WOW air. 13. júlí 2019 08:00 Hafa fundað um flugrekstarleyfi Kaupandi eigna þrotabús WOW air vinnur nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni. 12. júlí 2019 12:15 Ballarin sögð skjóta upp kollinum á ólíklegustu stöðum: "Ég er forvitinn hvað hún ætlar að gera með WOW og eignirnar“ Það kemur ekki á óvart að Michele Ballarin, sem sögð er vera kaupandi af stórum hluta eigna úr þrotabúi WOW air, hyggist endurreisa félagið. Þetta segir blaðamaður hjá New York Times sem hefur skrifað um hana í bókum og blaðagreinum. Hún sé óvenjulegur persónuleiki og eigi það til að skjóta upp kolli á ólíklegustu stöðum. 23. júlí 2019 19:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Michele Ballarin, bandaríska athafnakonan sem hyggst endurreisa flugfélagið WOW air, segist í viðtali við ViðskiptaMoggann í morgun hafa tryggt félaginu allt að hundrað milljónir Bandaríkjadala, eða um 12,5 milljarða íslenskra króna, til rekstursins. Þá herma heimildir ViðskiptaMoggans að greiðslur fyrir eignir úr þrotabúi WOW air hafi enn ekki borist en greint var frá því í Fréttablaðinu fyrr i þessum mánuði að viðskiptin væru frágengin.Sjá einnig: Ballarin sögð skjóta upp kollinum á ólíklegustu stöðum: „Ég er forvitinn hvað hún ætlar að gera með WOW og eignirnar“ Ballarin lýsir fyrirætlunum sínum á Íslandi í ítarlegu viðtali við ViðskiptaMoggann. Hún segist hafa heyrt af Íslandi í gegnum góða vini sína og viðskiptafélaga hér á landi. Eftir að hafa eytt dágóðum tíma á Íslandi hafi hún fengið betri skilning á gildi staðsetningar landsins fyrir flugsamgöngur, svo og gildi landsins sem ferðamannastaðar. Íslenskt fyrirtæki með höfuðstöðvar rétt hjá Katrínartúni Þá lýsir Ballarin því hvernig hún hafi komið til Íslands daginn eftir fall WOW air. Hún segist þess fullviss að WOW muni „nú rísa upp eins og fuglinn Fönix, eins fljótt og hægt er.“ Til þess hafi hún fengið að borðinu reynda aðila úr bandarískum flugheimi og horfi til viðskiptamódels bandaríska flugfélagsins SoutWest Airlines. Stofnað verði íslenskt fyrirtæki sem fara muni með 51% hlut í WOW 2 á móti 49% í bandarískri eigu. Höfuðstöðvar verði nálægt höfuðstöðvum WOW air í Katrínartúni. Þá verði þrjár vélar í flota nýja félagsins til að byrja með, allar af gerðinni Airbus A321 NEO. Hún segir Skúla Mogensen, fyrrverandi forstjóra WOW air, jafnframt ekki tengjast félaginu. Greiðslum „að ljúka“ Ballarin kveðst hafa tryggt WOW 2 85 milljónir Bandaríkjadala, eða 10,5 milljarða íslenskra króna. Sú upphæð eigi að duga félaginu fyrsta árið. Talan geti þó hækkað ef þörf verði á, eða upp í allt að 12,5 milljarðar króna. Þá er haft eftir Ballarin að greiðslum fyrir WOW „sé að ljúka“. Hinir keyptu hlutir séu margvíslegar rekstrarvörur, varahlutir, tæki og handbækur. Hún segir þó ekki tímabært að upplýsa um það hvað hún hafi borgað þrotabúinu fyrir WOW. Áhyggjur af ítökum asískra fjárfesta á Íslandi Ballarin lýsir jafnframt áhyggjum af uppgangi Kínverja og annarra Asíuþjóða í Afríku, en hún hefur stundað mikil viðskipti í Sómalíu. Ballarin óttast þennan sama uppgang á Íslandi og nefnir í því samhengi fjárfestingu asísks viðskiptamanns í hótelrekstri hér á landi, en ætla má að þar sé átt við kaup auðkýfingsins Vincents Tan á hótelum Icelandair. „Ég vil að Ísland verði áfram Ísland og í eigu Íslendinga,“ segir Ballarin. Þess vegna sé hún hingað komin til að fjárfesta í samgöngugeiranum. Fjallað var um Ballarin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar var rætt við Mark Mazzetti, blaðamann New York Times, sem fjallað hefur um Ballarin í blaðagreinum og bók. Hann sagði það ekki koma sér á óvart að Ballarin hygðist fjárfesta í þrotabúi WOW air, hún eigi það til að skjóta upp kollinum á ólíklegustu stöðum.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Boðberi mannúðar í Sómalíu eða miskunnarlaus málaliði Athafnakonan Michele Ballarin er hergagnaframleiðandi og sjálfskipaður samningamaður í mannránum. Hún hefur þegið greiðslur frá Pentagon og boðið aðstoð í stríði gegn hryðjuverkum. Nú ætlar hún að endurreisa WOW air. 13. júlí 2019 08:00 Hafa fundað um flugrekstarleyfi Kaupandi eigna þrotabús WOW air vinnur nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni. 12. júlí 2019 12:15 Ballarin sögð skjóta upp kollinum á ólíklegustu stöðum: "Ég er forvitinn hvað hún ætlar að gera með WOW og eignirnar“ Það kemur ekki á óvart að Michele Ballarin, sem sögð er vera kaupandi af stórum hluta eigna úr þrotabúi WOW air, hyggist endurreisa félagið. Þetta segir blaðamaður hjá New York Times sem hefur skrifað um hana í bókum og blaðagreinum. Hún sé óvenjulegur persónuleiki og eigi það til að skjóta upp kolli á ólíklegustu stöðum. 23. júlí 2019 19:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Boðberi mannúðar í Sómalíu eða miskunnarlaus málaliði Athafnakonan Michele Ballarin er hergagnaframleiðandi og sjálfskipaður samningamaður í mannránum. Hún hefur þegið greiðslur frá Pentagon og boðið aðstoð í stríði gegn hryðjuverkum. Nú ætlar hún að endurreisa WOW air. 13. júlí 2019 08:00
Hafa fundað um flugrekstarleyfi Kaupandi eigna þrotabús WOW air vinnur nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni. 12. júlí 2019 12:15
Ballarin sögð skjóta upp kollinum á ólíklegustu stöðum: "Ég er forvitinn hvað hún ætlar að gera með WOW og eignirnar“ Það kemur ekki á óvart að Michele Ballarin, sem sögð er vera kaupandi af stórum hluta eigna úr þrotabúi WOW air, hyggist endurreisa félagið. Þetta segir blaðamaður hjá New York Times sem hefur skrifað um hana í bókum og blaðagreinum. Hún sé óvenjulegur persónuleiki og eigi það til að skjóta upp kolli á ólíklegustu stöðum. 23. júlí 2019 19:00