Ballarin sögð skjóta upp kollinum á ólíklegustu stöðum: „Ég er forvitinn hvað hún ætlar að gera með WOW og eignirnar“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. júlí 2019 19:00 Blaðamaður New York times segir það ekki koma á óvart að Michele hafi skotið upp kollinum á Íslandi nordicphotos/getty Það kemur ekki á óvart að Michele Ballarin, sem sögð er vera kaupandi af stórum hluta eigna úr þrotabúi WOW air, hyggist endurreisa félagið. Þetta segir blaðamaður hjá New York Times sem hefur skrifað um hana í bókum og blaðagreinum. Hún sé óvenjulegur persónuleiki og eigi það til að skjóta upp kolli á ólíklegustu stöðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er kaupandi eigna úr þrotabúinu kaupsýslukonan Michelle Ballarin og bandarískt félag hennar Oasis Aviation Group. Fram hefur komið að kaupandinn hyggist stofna lággjaldaflugfélag á grunni WOW air. Oasis Aviaton Group sinnir leiguflugi frá Bandaríkjunum til Afríku og sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna. Mark Mazzetti, blaðamaður á New York Times, hefur fjallað mikið um Michelle Ballarin, bæði í blaðagreinum og í bók sinni The Way of the Knife. Hann segir tilraunir Michele til að miðla málum á milli úkraínskra sjórnvalda og sómalskra sjóræningja um aldamótin hafa vakið athygli sína.Mark Mazzetti, blaðamaður hjá New York TimesEinstakur persónuleiki Þá hafi hún notið mikilla vinsælda í Sómalíu og þar sem heimamenn kalla hana prinsessu. „Hún var staðráðin í að „laga Sómalíu“ eins og hún orðaði það. Henni tókst að komast til áhrifa hjá hópi sómalskra stjórnmálamanna og einnig hjá vissum bandarískum stjórnmálamönnum. Hún virðist hafa lag á að fá aðgang að ýmsum sviðum með vissri seiglu og kannski vissum persónutöfrum. Ég held að hún sé einstakur karakter,“ segir Mark. Árið 1986 bauð Michele sig fram til þings fyrir Repúblíkana í Vestur-Virginiu en hlaut ekki brautargengi. Mark segir að eftir það hafi hún byrjað að fjárfesta. Helsti samstarfsfélagi hennar í gegnum tíðina sé fyrrverandi hermaður úr sérsveitum bandaríkjahers.Michelle skjóti upp kolli á ólíklegustu stöðum Árið 2009 leitaði Michele til varnarmálaráðuneytis Bandríkjanna þar sem hún lagði til að hún gæti safnað persónuupplýsingum um fólk í Sómalíu í gegn um hjálparstarf sitt þar í þeim tilgangi að koma upp um hryðjuverkasamtök. Ráðuneytið veitti henni tvö hundruð þúsund bandaríkjadali í verkefnið. „Hér er manneskja sem býr í hestalandinu Virginíu, hefur engan bakgrunn hvað varðar aðgerðir gegn hryðjuverkum og samt fékk hún áheyrn innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna á þessum tíma,“ segir Mark og bætir við að verkefnið hafi hins vegar ekki skilað árangri og var hætt. Michele er í stjórn fleiri félaga, til dæmis Select Armor sem framleiðir skotheld vesti. Mark segir að nafn Michele eigi það til að skjóta upp kolli á ólíklegustu stöðum. Hann kveðst forvitinn um hver viðskiptaáform hennar séu hér á landi. „Ég held að það hafi verið mikið skrifað um hana þar sem fólk geldur varhug við því um hvað hún semur eða hvernig hún semur eða hvað kynni að vera á bak við þessar samningaviðræður. En núna virðist kominn skriður á þetta svo við sjáum hvað gerist. Ég er vissulega mjög forvitinn að vita hvað hún ætlar sér að gera með flugfélagið og eignirnar“ segir Mark. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Það kemur ekki á óvart að Michele Ballarin, sem sögð er vera kaupandi af stórum hluta eigna úr þrotabúi WOW air, hyggist endurreisa félagið. Þetta segir blaðamaður hjá New York Times sem hefur skrifað um hana í bókum og blaðagreinum. Hún sé óvenjulegur persónuleiki og eigi það til að skjóta upp kolli á ólíklegustu stöðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er kaupandi eigna úr þrotabúinu kaupsýslukonan Michelle Ballarin og bandarískt félag hennar Oasis Aviation Group. Fram hefur komið að kaupandinn hyggist stofna lággjaldaflugfélag á grunni WOW air. Oasis Aviaton Group sinnir leiguflugi frá Bandaríkjunum til Afríku og sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna. Mark Mazzetti, blaðamaður á New York Times, hefur fjallað mikið um Michelle Ballarin, bæði í blaðagreinum og í bók sinni The Way of the Knife. Hann segir tilraunir Michele til að miðla málum á milli úkraínskra sjórnvalda og sómalskra sjóræningja um aldamótin hafa vakið athygli sína.Mark Mazzetti, blaðamaður hjá New York TimesEinstakur persónuleiki Þá hafi hún notið mikilla vinsælda í Sómalíu og þar sem heimamenn kalla hana prinsessu. „Hún var staðráðin í að „laga Sómalíu“ eins og hún orðaði það. Henni tókst að komast til áhrifa hjá hópi sómalskra stjórnmálamanna og einnig hjá vissum bandarískum stjórnmálamönnum. Hún virðist hafa lag á að fá aðgang að ýmsum sviðum með vissri seiglu og kannski vissum persónutöfrum. Ég held að hún sé einstakur karakter,“ segir Mark. Árið 1986 bauð Michele sig fram til þings fyrir Repúblíkana í Vestur-Virginiu en hlaut ekki brautargengi. Mark segir að eftir það hafi hún byrjað að fjárfesta. Helsti samstarfsfélagi hennar í gegnum tíðina sé fyrrverandi hermaður úr sérsveitum bandaríkjahers.Michelle skjóti upp kolli á ólíklegustu stöðum Árið 2009 leitaði Michele til varnarmálaráðuneytis Bandríkjanna þar sem hún lagði til að hún gæti safnað persónuupplýsingum um fólk í Sómalíu í gegn um hjálparstarf sitt þar í þeim tilgangi að koma upp um hryðjuverkasamtök. Ráðuneytið veitti henni tvö hundruð þúsund bandaríkjadali í verkefnið. „Hér er manneskja sem býr í hestalandinu Virginíu, hefur engan bakgrunn hvað varðar aðgerðir gegn hryðjuverkum og samt fékk hún áheyrn innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna á þessum tíma,“ segir Mark og bætir við að verkefnið hafi hins vegar ekki skilað árangri og var hætt. Michele er í stjórn fleiri félaga, til dæmis Select Armor sem framleiðir skotheld vesti. Mark segir að nafn Michele eigi það til að skjóta upp kolli á ólíklegustu stöðum. Hann kveðst forvitinn um hver viðskiptaáform hennar séu hér á landi. „Ég held að það hafi verið mikið skrifað um hana þar sem fólk geldur varhug við því um hvað hún semur eða hvernig hún semur eða hvað kynni að vera á bak við þessar samningaviðræður. En núna virðist kominn skriður á þetta svo við sjáum hvað gerist. Ég er vissulega mjög forvitinn að vita hvað hún ætlar sér að gera með flugfélagið og eignirnar“ segir Mark.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira