Jóhannes Karl: KR-ingar töluvert betri en flest önnur lið á landinu Arnar Geir Halldórsson skrifar 21. júlí 2019 19:38 Jóhannes Karl Guðjónsson vísir/daníel þór „Leikurinn þróaðist þannig að ég var virkilega ósáttur að komast ekki í 2-0. Við fengum tækifæri til þess og mér fannst við vera með leikinn í góðri stöðu. Við fáum líka færi í byrjun seinni hálfleiks til að komast í 2-0 en í staðinn nær KA að jafna og fá aukinn kraft við það. Við urðum of passífir og þegar upp er staðið er jafntefli sanngjörn niðurstaða.“ Þetta sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir 1-1 jafntefli við KA á Akureyri í dag. Almarr Ormarsson skoraði jöfnunarmark KA og kom það sem þruma úr heiðskíru lofti. Jóhannes Karl var ósáttur með varnarleikinn í aðdraganda marksins. „Við viljum vera þéttir á þessu svæði. Þetta var í hjarta varnarinnar og í gegnum hjartað á liðinu. Það var allt of auðveld og greið leið í gegnum liðið okkar. Auðvelt skot á markið en þetta er auðvitað vel gert hjá Almarri. Alls ekki nógu öflug varnarvinna hjá okkur og það var virkilega svekkjandi,“ segir Jóhannes Karl. ,,Óþolandi yfirburðir KR"Þetta var þriðja jafntefli Skagamanna í síðustu fjórum leikjum en það pirrar þjálfara þeirra ekki ýkja mikið. „Nei í raun og veru ekki. Þetta er mjög erfið deild. Við ætlum okkur alltaf að vinna leiki en við verðum líka að virða það að við séum að ná í þessi stig. Þegar við erum ekki að spila nægilega vel verðum við stundum að sætta okkur við jafntefli. Ég hef trú á að við getum bætt spilamennskuna og þá verða jafnteflin að sigrum,“ segir Jóhannes Karl. Skagamenn í þriðja sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði KR. Er möguleiki að veita þeim baráttu um Íslandsmeistaratitilinn? „Eins óþolandi og það er þá eru KR-ingarnir bara með það mikla yfirburði í deildinni. Þeir eru með svakalega öflugan mannskap og eru að bæta enn meira í. Þeir virðast vera komnir langleiðina með að sigla þessu heim. KR-ingarnir eru töluvert betri en flest önnur lið í landinu en við viljum vera eins nálægt þeim og mögulegt er,“ sagði Jóhannes Karl að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KA 1-1 ÍA │Stál í stál á Akureyri Skagamenn sóttu eitt stig norður til Akureyrar í Pepsi-Max deild karla í dag. 21. júlí 2019 20:30 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
„Leikurinn þróaðist þannig að ég var virkilega ósáttur að komast ekki í 2-0. Við fengum tækifæri til þess og mér fannst við vera með leikinn í góðri stöðu. Við fáum líka færi í byrjun seinni hálfleiks til að komast í 2-0 en í staðinn nær KA að jafna og fá aukinn kraft við það. Við urðum of passífir og þegar upp er staðið er jafntefli sanngjörn niðurstaða.“ Þetta sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir 1-1 jafntefli við KA á Akureyri í dag. Almarr Ormarsson skoraði jöfnunarmark KA og kom það sem þruma úr heiðskíru lofti. Jóhannes Karl var ósáttur með varnarleikinn í aðdraganda marksins. „Við viljum vera þéttir á þessu svæði. Þetta var í hjarta varnarinnar og í gegnum hjartað á liðinu. Það var allt of auðveld og greið leið í gegnum liðið okkar. Auðvelt skot á markið en þetta er auðvitað vel gert hjá Almarri. Alls ekki nógu öflug varnarvinna hjá okkur og það var virkilega svekkjandi,“ segir Jóhannes Karl. ,,Óþolandi yfirburðir KR"Þetta var þriðja jafntefli Skagamanna í síðustu fjórum leikjum en það pirrar þjálfara þeirra ekki ýkja mikið. „Nei í raun og veru ekki. Þetta er mjög erfið deild. Við ætlum okkur alltaf að vinna leiki en við verðum líka að virða það að við séum að ná í þessi stig. Þegar við erum ekki að spila nægilega vel verðum við stundum að sætta okkur við jafntefli. Ég hef trú á að við getum bætt spilamennskuna og þá verða jafnteflin að sigrum,“ segir Jóhannes Karl. Skagamenn í þriðja sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði KR. Er möguleiki að veita þeim baráttu um Íslandsmeistaratitilinn? „Eins óþolandi og það er þá eru KR-ingarnir bara með það mikla yfirburði í deildinni. Þeir eru með svakalega öflugan mannskap og eru að bæta enn meira í. Þeir virðast vera komnir langleiðina með að sigla þessu heim. KR-ingarnir eru töluvert betri en flest önnur lið í landinu en við viljum vera eins nálægt þeim og mögulegt er,“ sagði Jóhannes Karl að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KA 1-1 ÍA │Stál í stál á Akureyri Skagamenn sóttu eitt stig norður til Akureyrar í Pepsi-Max deild karla í dag. 21. júlí 2019 20:30 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Leik lokið: KA 1-1 ÍA │Stál í stál á Akureyri Skagamenn sóttu eitt stig norður til Akureyrar í Pepsi-Max deild karla í dag. 21. júlí 2019 20:30