Eru ennþá að „berjast“ um tyrkneska meistaratitilinn fyrir árið 2011 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2019 13:00 Stuðningsmenn Trabzonspor mættu í æfingabúðir í liðsins í Austurríki og sýndu leikmönnum stuðning með því að kveikja á blysum í litum félagsins. Getty/Selcuk Kilic Það eru liðin átta ár síðan og átta sinnum hafa nýir tyrkneskir meistarar verið krýndir. Trabzonspor er samt ekki ennþá búið að gefast upp í „baráttunni“ um tyrkneska meistaratitilinn fyrir árið 2011 Alþjóðaíþróttadómstóllinn (Court of Arbitration for Sport - CAS) hefur nú vísað frá áfrýjun Trabzonspor sem vill að titillinn verði tekinn af Fenerbahce. Tyrkneska deildin var æsispennandi tímabilið 2010-11 og endaði á því að Fenerbahce hafði betur en Trabzonspor á markamun. Markatala Fenerbahce var 84-34 (+50) en markatala Trabzonspor „aðeins“ 69-23 (+46).Fenerbahce are still the 2010/11 Turkish Super Lig champions despite Trabzonspor's best efforts. https://t.co/Wce2LCvtqk — beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) July 30, 2019Ástæðan fyrir því að þetta mál er enn á ferðinni í dómsölum er að yfirmenn hjá Fenerbahce voru á þessum tíma flæktir inn í hneykslismál vegna hagræðingu úrslita. Þar á meðal var forseti félagsins Aziz Yildirim. Trabzonspor heldur því fram að Fenerbahce ætti að vera dæmt úr deildinni vegna þessa hneykslismáls og að Trabzonspor ætti jafnframt að fá titilinn. Alþjóðaíþróttadómstóllinn var ekki sammála því. Í úrskurði hans kemur fram að það séu engin lög sem heimili það að taka titilinn af Fenerbahce og gefa Trabzonspor. Forráðamönnum Trabzonspor tókst þannig ekki að koma með upplýsingar um lög hjá FIFA eða tyrkneska knattspyrnusambandinu sem myndu rökstyðja slíka ákvörðun. Trabzonspor kemur frá norður Tyrklandi en borgin er við Svartahaf. Fenerbahce er aftur á móti eitt af fimm liðum tyrknesku deildarinnar sem koma frá Istanbul. Trabzonspor hefur orðið sex sinnum tyrkneskur meistari en síðasti titill félagsins kom í hús árið 1984. Liðið endaði í 2. sæti 2011 og í þriðja sæti tímabilið á eftir en hefur síðan ekki verið meðal þriggja efstu liðanna. Fenerbahce varð einnig tyrkneskur meistari árið 2014 eftir að hafa endaði í öðru sætið 2012 og 2013. Liðið fékk einnig silfur 2015, 2016 og 2018 en hefur ekki unnið titilinn undanfarin fimm tímabil. Trabzonspor endaði í fjórða sæti í tyrknesku deildinni á síðustu leiktíð, tveimur sætum á undan Fenerbahce sem náði bara sjötta sæti. Galatasaray varð meistari annað árið í röð og Istanbul Basaksehir tók annað sætið. Fótbolti Tyrkland Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Sjá meira
Það eru liðin átta ár síðan og átta sinnum hafa nýir tyrkneskir meistarar verið krýndir. Trabzonspor er samt ekki ennþá búið að gefast upp í „baráttunni“ um tyrkneska meistaratitilinn fyrir árið 2011 Alþjóðaíþróttadómstóllinn (Court of Arbitration for Sport - CAS) hefur nú vísað frá áfrýjun Trabzonspor sem vill að titillinn verði tekinn af Fenerbahce. Tyrkneska deildin var æsispennandi tímabilið 2010-11 og endaði á því að Fenerbahce hafði betur en Trabzonspor á markamun. Markatala Fenerbahce var 84-34 (+50) en markatala Trabzonspor „aðeins“ 69-23 (+46).Fenerbahce are still the 2010/11 Turkish Super Lig champions despite Trabzonspor's best efforts. https://t.co/Wce2LCvtqk — beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) July 30, 2019Ástæðan fyrir því að þetta mál er enn á ferðinni í dómsölum er að yfirmenn hjá Fenerbahce voru á þessum tíma flæktir inn í hneykslismál vegna hagræðingu úrslita. Þar á meðal var forseti félagsins Aziz Yildirim. Trabzonspor heldur því fram að Fenerbahce ætti að vera dæmt úr deildinni vegna þessa hneykslismáls og að Trabzonspor ætti jafnframt að fá titilinn. Alþjóðaíþróttadómstóllinn var ekki sammála því. Í úrskurði hans kemur fram að það séu engin lög sem heimili það að taka titilinn af Fenerbahce og gefa Trabzonspor. Forráðamönnum Trabzonspor tókst þannig ekki að koma með upplýsingar um lög hjá FIFA eða tyrkneska knattspyrnusambandinu sem myndu rökstyðja slíka ákvörðun. Trabzonspor kemur frá norður Tyrklandi en borgin er við Svartahaf. Fenerbahce er aftur á móti eitt af fimm liðum tyrknesku deildarinnar sem koma frá Istanbul. Trabzonspor hefur orðið sex sinnum tyrkneskur meistari en síðasti titill félagsins kom í hús árið 1984. Liðið endaði í 2. sæti 2011 og í þriðja sæti tímabilið á eftir en hefur síðan ekki verið meðal þriggja efstu liðanna. Fenerbahce varð einnig tyrkneskur meistari árið 2014 eftir að hafa endaði í öðru sætið 2012 og 2013. Liðið fékk einnig silfur 2015, 2016 og 2018 en hefur ekki unnið titilinn undanfarin fimm tímabil. Trabzonspor endaði í fjórða sæti í tyrknesku deildinni á síðustu leiktíð, tveimur sætum á undan Fenerbahce sem náði bara sjötta sæti. Galatasaray varð meistari annað árið í röð og Istanbul Basaksehir tók annað sætið.
Fótbolti Tyrkland Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Sjá meira