Gömuldönsk Davíð Þorláksson skrifar 31. júlí 2019 07:00 Áróðurinn gegn 3. orkupakkanum heldur áfram. Andstæðingar hans eru fyrir löngu orðnir rökþrota þannig að nú beinast spjótin að EES-samningnum, sem var líklega skotmarkið allan tímann. Hið nýjasta er að EES-samningurinn leiði til þessa að við þurfum að lögfesta alls kyns ólýðræðisleg ólög. Staðreyndin er hins vegar að EES-samningurinn hefur haft jákvæð áhrif á íslenska löggjöf. Stjórnsýslan okkar er fámenn og hefur ekki sömu burði til að undirbúa löggjöf frá grunni eins og í fjölmennari löndum. Fyrir EES-samninginn voru íslensk lög aðallega þýdd gömul dönsk lög. Samningurinn hefur fært okkur lög sem hafa falið í sér réttarbót á ýmsum sviðum. Án EES værum við líklega enn með fjármagnshöft. Ekki þau síðustu, heldur þau þar á undan. Við værum ekki með reglur um þátttöku ríkisins í atvinnustarfsemi eða skyldu hins opinbera til að bjóða út verkefni. Þá auðveldar það að samræmi sé í löggjöf milli Íslands og annarra Evrópulanda íslenskum fyrirtækjum að selja vöru og þjónustu í Evrópu og öfugt. Og já, orkupakkarnir hafa búið til eðlilegan orkumarkað hér með aðskilnaði á milli þeirra þátta þar sem er samkeppni og einokun. Vera okkar í EES er ekki fullkomin og á endanum snýst hún um hagsmunamat. Við þurfum að vega kostina gegn göllunum og ef það kemur einhvern tímann að því að gallarnir verði kostunum yfirsterkari þá getum við gengið úr samstarfinu. Í ljósi þess að EES hefur ekki bara fært okkur betri löggjöf heldur líka betri lífsgæði allra landsmanna þá er langt í að það gerist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Áróðurinn gegn 3. orkupakkanum heldur áfram. Andstæðingar hans eru fyrir löngu orðnir rökþrota þannig að nú beinast spjótin að EES-samningnum, sem var líklega skotmarkið allan tímann. Hið nýjasta er að EES-samningurinn leiði til þessa að við þurfum að lögfesta alls kyns ólýðræðisleg ólög. Staðreyndin er hins vegar að EES-samningurinn hefur haft jákvæð áhrif á íslenska löggjöf. Stjórnsýslan okkar er fámenn og hefur ekki sömu burði til að undirbúa löggjöf frá grunni eins og í fjölmennari löndum. Fyrir EES-samninginn voru íslensk lög aðallega þýdd gömul dönsk lög. Samningurinn hefur fært okkur lög sem hafa falið í sér réttarbót á ýmsum sviðum. Án EES værum við líklega enn með fjármagnshöft. Ekki þau síðustu, heldur þau þar á undan. Við værum ekki með reglur um þátttöku ríkisins í atvinnustarfsemi eða skyldu hins opinbera til að bjóða út verkefni. Þá auðveldar það að samræmi sé í löggjöf milli Íslands og annarra Evrópulanda íslenskum fyrirtækjum að selja vöru og þjónustu í Evrópu og öfugt. Og já, orkupakkarnir hafa búið til eðlilegan orkumarkað hér með aðskilnaði á milli þeirra þátta þar sem er samkeppni og einokun. Vera okkar í EES er ekki fullkomin og á endanum snýst hún um hagsmunamat. Við þurfum að vega kostina gegn göllunum og ef það kemur einhvern tímann að því að gallarnir verði kostunum yfirsterkari þá getum við gengið úr samstarfinu. Í ljósi þess að EES hefur ekki bara fært okkur betri löggjöf heldur líka betri lífsgæði allra landsmanna þá er langt í að það gerist.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar