Bankinn höfðar mál gegn blaðamanni Aðalheiður Ámundadóttir og Ari Brynjólfsson skrifar 30. júlí 2019 06:00 Seðlabanki Íslands, vaxtaákvörðun. Már Guðmundsson kynnir vaxtaákvörðun seðlabankans í síðasta sinn sem bankastjóri. Seðlabanki Íslands hefur lagt fyrir Héraðsdóm Reykjaness beiðni um flýtimeðferð máls sem hann hyggst höfða gegn blaðamanni Fréttablaðsins. Með málsókninni vill Seðlabankinn freista þess að fá niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál um rétt blaðamannsins til upplýsinga ógilta. Í nóvember á síðasta ári óskaði blaðamaður eftir upplýsingum frá Seðlabankanum um samning sem Már Guðmundsson, fráfarandi seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, um styrk og laun í námsleyfi meðan hún sótti MPA-nám í Bandaríkjunum. Ingibjörg kom ekki aftur til starfa fyrir bankann að námi loknu en samningurinn var hugsaður sem starfslokasamningur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er verðmæti samningsins hátt á annan tug milljóna og mun hærra en annarra námsstyrkja sem starfsfólki bankans standa til boða. Bankinn hafnaði beiðni blaðamannsins um upplýsingar og sneri blaðamaðurinn sér þá til úrskurðarnefndarinnar. Nefndin kvað upp þann úrskurð tæpum átta mánuðum eftir fyrstu beiðnina að bankinn væri skyldugur að afhenda blaðamanninum samninginn. Því vildi bankinn ekki una og óskaði eftir frestun á réttaráhrifunum meðan málið yrði rekið fyrir dómstólum og nefndin varð við þeirri beiðni í síðustu viku. Frestun réttaráhrifa er bundin því skilyrði að málinu verði vísað til dómstóla innan sjö daga frá því frestunin var samþykkt. Í beiðni bankans um flýtimeðferð málsins fyrir dómstólum er meðal annars vísað til þess að úrlausn málsins verði fordæmisgefandi og kunni að geta skipt sköpum fyrir túlkun ákvæðis upplýsingalaga sem varðar upplýsingar um starfsmenn stjórnsýslunnar. Fram kemur að málið varði ekki aðeins mikilvæg réttindi blaðamanna heldur einnig þeirra mörgu starfsmanna sem starfa hjá hinu opinbera. Réttarhlé stendur nú yfir hjá dómstólunum og óvíst hvenær afstaða til flýtimeðferðar verður tekin. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Hefur viku til að stefna blaðamanni Fréttablaðið fær ekki umbeðnar upplýsingar um námssamning starfsmanns Seðlabankans að svo stöddu. Réttaráhrifum úrskurðar um skyldu bankans til að afhenda blaðamanni gögn hefur verið frestað. Seðlabankinn fékk sjö daga frest til að vísa málinu til dómstóla. 24. júlí 2019 06:00 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira
Seðlabanki Íslands hefur lagt fyrir Héraðsdóm Reykjaness beiðni um flýtimeðferð máls sem hann hyggst höfða gegn blaðamanni Fréttablaðsins. Með málsókninni vill Seðlabankinn freista þess að fá niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál um rétt blaðamannsins til upplýsinga ógilta. Í nóvember á síðasta ári óskaði blaðamaður eftir upplýsingum frá Seðlabankanum um samning sem Már Guðmundsson, fráfarandi seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, um styrk og laun í námsleyfi meðan hún sótti MPA-nám í Bandaríkjunum. Ingibjörg kom ekki aftur til starfa fyrir bankann að námi loknu en samningurinn var hugsaður sem starfslokasamningur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er verðmæti samningsins hátt á annan tug milljóna og mun hærra en annarra námsstyrkja sem starfsfólki bankans standa til boða. Bankinn hafnaði beiðni blaðamannsins um upplýsingar og sneri blaðamaðurinn sér þá til úrskurðarnefndarinnar. Nefndin kvað upp þann úrskurð tæpum átta mánuðum eftir fyrstu beiðnina að bankinn væri skyldugur að afhenda blaðamanninum samninginn. Því vildi bankinn ekki una og óskaði eftir frestun á réttaráhrifunum meðan málið yrði rekið fyrir dómstólum og nefndin varð við þeirri beiðni í síðustu viku. Frestun réttaráhrifa er bundin því skilyrði að málinu verði vísað til dómstóla innan sjö daga frá því frestunin var samþykkt. Í beiðni bankans um flýtimeðferð málsins fyrir dómstólum er meðal annars vísað til þess að úrlausn málsins verði fordæmisgefandi og kunni að geta skipt sköpum fyrir túlkun ákvæðis upplýsingalaga sem varðar upplýsingar um starfsmenn stjórnsýslunnar. Fram kemur að málið varði ekki aðeins mikilvæg réttindi blaðamanna heldur einnig þeirra mörgu starfsmanna sem starfa hjá hinu opinbera. Réttarhlé stendur nú yfir hjá dómstólunum og óvíst hvenær afstaða til flýtimeðferðar verður tekin.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Hefur viku til að stefna blaðamanni Fréttablaðið fær ekki umbeðnar upplýsingar um námssamning starfsmanns Seðlabankans að svo stöddu. Réttaráhrifum úrskurðar um skyldu bankans til að afhenda blaðamanni gögn hefur verið frestað. Seðlabankinn fékk sjö daga frest til að vísa málinu til dómstóla. 24. júlí 2019 06:00 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira
Hefur viku til að stefna blaðamanni Fréttablaðið fær ekki umbeðnar upplýsingar um námssamning starfsmanns Seðlabankans að svo stöddu. Réttaráhrifum úrskurðar um skyldu bankans til að afhenda blaðamanni gögn hefur verið frestað. Seðlabankinn fékk sjö daga frest til að vísa málinu til dómstóla. 24. júlí 2019 06:00