Hefur áhyggjur af rassasvita liðsfélaga síns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2019 15:00 Kirk Cousins í leik með Minnesota Vikings. Getty/Steven Ryan/ Leikstjórnendur í ameríska fótboltanum þurfa að hugsa um marga hluti í einu enda bæði að lesa varnir mótherjanna sem og að skipuleggja næstu sókn síns liðs. Það er því betra fyrir umrædda leikstjórnendur að þurfa ekki að hafa áhyggjur af öðrum hlutum eins og óvenjumikilli svitaframleiðslu liðsfélaga sinna. Leikmenn Minnesota Vikings hafa verið að undirbúa sig fyrir tímabilið í sumarhitanum í Bandaríkjunum og þar er einn nýliðinn ekki beint að slá í gegn hjá liðsfélögum sínum. Þarna erum við að tala senterinn og nýliðann Garrett Bradbury en hans leikstaða er akkerið í sóknarlínu liðsins og það er hann em lætur leikstjórnandann fá boltann þegar sóknin byrjar. Garrett Bradbury hefur nefnilega glímt við eitt vandamál í æfingabúðum Minnesota Vikings. Hann svitnar rosalega og buxurnar hans eru vanalega rennandi blautar. Leikstjórnandi liðsins, Kirk Cousins, þarf oft að vinna mjög náið með senternum þegar sóknirnar byrja og hann hefur áhyggjur af miklum rassasvita liðsfélaga síns.As if Kirk Cousins needed another thing to worry about https://t.co/m8lzaLapfc — New York Post Sports (@nypostsports) August 8, 2019Blaðamaður Minneapolis Star Tribune spurði Kirk Cousins út í þessar áhyggjur hans fyrir fyrsta leik liðsins á undirbúningstímabilinu. „Ég þarf að sjá hversu mikið hann svitnar í leikjum. Hann hefur lofað mér því að þetta sé ekki vandamál í leikjum en við eigum eftir að sjá það. Buxurnar hans á æfingu í dag voru gegnblautar. Hann segist ekki glíma við þetta í leikjum en við fáum reynslu á það á föstudagskvöldið,“ sagði Kirk Cousins. Kirk Cousins fagnar því að fyrsti leikurinn fer fram innanhúss í Superdome höllinni í New Orleans. „Þessar stóru hallir eru með góða loftræstingu og það hjálpar líka að vera með þessar stóru viftur á hliðarlínunni. Ég vona að þetta hjálpi eitthvað,“ sagði Cousins og bætti við. „Eitt af því stærsta sem ég mun taka frá þessum leik á föstudaginn er hversu erfitt það verður að ná gripi á boltanum eftir að hann lætur mig fá hann. Ef það verður erfitt þá mun ég taka við boltanum standandi allt tímabilið. Þjálfarnir [Gary] Kubiak og Kevin [Stefanski] væru örugglega ekki mjög hrifnir af því,“ sagði Kirk Cousins. NFL Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira
Leikstjórnendur í ameríska fótboltanum þurfa að hugsa um marga hluti í einu enda bæði að lesa varnir mótherjanna sem og að skipuleggja næstu sókn síns liðs. Það er því betra fyrir umrædda leikstjórnendur að þurfa ekki að hafa áhyggjur af öðrum hlutum eins og óvenjumikilli svitaframleiðslu liðsfélaga sinna. Leikmenn Minnesota Vikings hafa verið að undirbúa sig fyrir tímabilið í sumarhitanum í Bandaríkjunum og þar er einn nýliðinn ekki beint að slá í gegn hjá liðsfélögum sínum. Þarna erum við að tala senterinn og nýliðann Garrett Bradbury en hans leikstaða er akkerið í sóknarlínu liðsins og það er hann em lætur leikstjórnandann fá boltann þegar sóknin byrjar. Garrett Bradbury hefur nefnilega glímt við eitt vandamál í æfingabúðum Minnesota Vikings. Hann svitnar rosalega og buxurnar hans eru vanalega rennandi blautar. Leikstjórnandi liðsins, Kirk Cousins, þarf oft að vinna mjög náið með senternum þegar sóknirnar byrja og hann hefur áhyggjur af miklum rassasvita liðsfélaga síns.As if Kirk Cousins needed another thing to worry about https://t.co/m8lzaLapfc — New York Post Sports (@nypostsports) August 8, 2019Blaðamaður Minneapolis Star Tribune spurði Kirk Cousins út í þessar áhyggjur hans fyrir fyrsta leik liðsins á undirbúningstímabilinu. „Ég þarf að sjá hversu mikið hann svitnar í leikjum. Hann hefur lofað mér því að þetta sé ekki vandamál í leikjum en við eigum eftir að sjá það. Buxurnar hans á æfingu í dag voru gegnblautar. Hann segist ekki glíma við þetta í leikjum en við fáum reynslu á það á föstudagskvöldið,“ sagði Kirk Cousins. Kirk Cousins fagnar því að fyrsti leikurinn fer fram innanhúss í Superdome höllinni í New Orleans. „Þessar stóru hallir eru með góða loftræstingu og það hjálpar líka að vera með þessar stóru viftur á hliðarlínunni. Ég vona að þetta hjálpi eitthvað,“ sagði Cousins og bætti við. „Eitt af því stærsta sem ég mun taka frá þessum leik á föstudaginn er hversu erfitt það verður að ná gripi á boltanum eftir að hann lætur mig fá hann. Ef það verður erfitt þá mun ég taka við boltanum standandi allt tímabilið. Þjálfarnir [Gary] Kubiak og Kevin [Stefanski] væru örugglega ekki mjög hrifnir af því,“ sagði Kirk Cousins.
NFL Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira