Nýr þriggja ára samningur um samstarf KA og Þórs í kvennahandboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2019 14:30 KA/Þór fékk fjórum stigum meira en Stjarnan á síðustu leiktíð. Vísir/Daníel Akureyrarfélögin geta ekki lengur unnið saman í karlahandboltanum en KA og Þór ætla að halda áfram að reka saman kvennalið næstu árin. Nýliðar KA/Þór stóðu sig mjög vel í Olís deild kvenna síðasta vetur þar sem liðið hélt örugglega sæti sínu og var ekki langt frá því að komast í úrslitakeppnina. Liðið endaði í 5. sæti með níu sigra og nítján stig. Það var ljóst að þetta samstarf Akureyrarfélaganna gekk mjög vel og það var full ástæða til að halda því áfram. Í gær var síðan undirritaður samstarfssamningur milli Þórs og KA um áframhaldandi rekstur handknattleiksliðs kvenna en liðið spilar undir nafninu KA/Þór. Þetta kemur meðal annars fram á heimasíðu Þórs þar sem má finna upplýsingar um nýja samninginn.Þór og KA framlengja samstarf vegna rekstur KA/Þórs https://t.co/tVmu0Xc3r0#handboltipic.twitter.com/vTOYPTO0GN — Íþróttafélagið Þór (@thorsport) August 8, 2019Samningurinn er að fyrirmynd rekstrarforms knattspyrnuliðs Þór/KA en samstarf félaganna í handboltanum má rekja aftur til ársins 2003. Með nýju rekstrarformi ætla menn sér að bæta alla umgjörð liðsins og þannig leggja sitt að mörkum við að halda liðinu áfram í fremstu röð. Rekstur KA/Þórs mun samkvæmt samningnum vera á kennitölu óstofnaðs rekstrarfélags KA/Þór. Liðið mun spila áfram í sömu búningum sem er í hlutlausum litum líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Samningur þessi gildir frá og með undirritun til maí 2022. Um endurskoðun á samstarfinu segir í samningnum ,,Að tveimur keppnistímabilum liðnum skulu samningsaðilar skoða framlengingu á samningi þessum og skal sú skoðun eiga sér stað eigi síðar en í maí 2021“. Bæði félögin hafa skipað sex manna stjórn KA/Þórs það er þrír frá hvoru félagi. Olís-deild kvenna Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira
Akureyrarfélögin geta ekki lengur unnið saman í karlahandboltanum en KA og Þór ætla að halda áfram að reka saman kvennalið næstu árin. Nýliðar KA/Þór stóðu sig mjög vel í Olís deild kvenna síðasta vetur þar sem liðið hélt örugglega sæti sínu og var ekki langt frá því að komast í úrslitakeppnina. Liðið endaði í 5. sæti með níu sigra og nítján stig. Það var ljóst að þetta samstarf Akureyrarfélaganna gekk mjög vel og það var full ástæða til að halda því áfram. Í gær var síðan undirritaður samstarfssamningur milli Þórs og KA um áframhaldandi rekstur handknattleiksliðs kvenna en liðið spilar undir nafninu KA/Þór. Þetta kemur meðal annars fram á heimasíðu Þórs þar sem má finna upplýsingar um nýja samninginn.Þór og KA framlengja samstarf vegna rekstur KA/Þórs https://t.co/tVmu0Xc3r0#handboltipic.twitter.com/vTOYPTO0GN — Íþróttafélagið Þór (@thorsport) August 8, 2019Samningurinn er að fyrirmynd rekstrarforms knattspyrnuliðs Þór/KA en samstarf félaganna í handboltanum má rekja aftur til ársins 2003. Með nýju rekstrarformi ætla menn sér að bæta alla umgjörð liðsins og þannig leggja sitt að mörkum við að halda liðinu áfram í fremstu röð. Rekstur KA/Þórs mun samkvæmt samningnum vera á kennitölu óstofnaðs rekstrarfélags KA/Þór. Liðið mun spila áfram í sömu búningum sem er í hlutlausum litum líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Samningur þessi gildir frá og með undirritun til maí 2022. Um endurskoðun á samstarfinu segir í samningnum ,,Að tveimur keppnistímabilum liðnum skulu samningsaðilar skoða framlengingu á samningi þessum og skal sú skoðun eiga sér stað eigi síðar en í maí 2021“. Bæði félögin hafa skipað sex manna stjórn KA/Þórs það er þrír frá hvoru félagi.
Olís-deild kvenna Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn