Mættu í vitlausum búningi og þurftu að gefa leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2019 09:30 Argentínsku stelpurnar fylgjast með leik liðsfélaga sinna á bekknum. AP Photo/Martin Mejia Búningastjórar eru ekki til staðar hjá öllum liðum og væntanlega ekki hjá kvennalandsliði Argentínu í körfubolta. Það breytist kannski eftir uppákomu gærdagsins á Pan-Am leikunum. Argentínska kvennalandsliðið þurfti nefnilega að gefa leik sinn á móti Kólumbíu í gær af því að leikmenn liðsins mættu í vitlausum búningi. Pan-Am leikarnir eru íþróttaleikar allra Ameríkuþjóðanna og settir upp á svipaðan hátt og Ólympíuleikar. Þeir fara fram á fjögurra á fresti og eru á árinu á undan Sumarólympíuleikunum. Að þessu sinni fara þeir fram í Lima í Perú en síðast voru þeir í Toronto í Kanada. Argentínumenn áttu að spila í hvítu í þessum leik í riðlakeppni leikanna en mættu í bláum búningi eins og kólumbísku stelpurnar voru í.Argentina forfeit Pan-Am basketball game after wearing wrong colour jerseys https://t.co/GlcxkYqn4n — Guardian sport (@guardian_sport) August 8, 2019Argentínska liðið fékk fimmtán mínútur til að finna rétta búninginn og skipta en tókst það ekki. Niðurstaðan var því að Kólumbíu var dæmdur 20-0 sigur. Argentínsku stelpurnar höfðu tapað fyrsta leik sínum á móti Bandaríkjunum og þetta „tap“ þýðir að liðið á ekki möguleika á því að spila um verðlaun á mótinu. Þessi vandræðalega uppákoma hafði strax miklar afleiðingar því framkvæmdastjóri þróunarmála í kvennakörfu hjá argentínska sambandinu, Karina Rodriguez, sagði af sér og það gerði einnig, Hernan Amaya, liðstjóri argentínska liðsins. „Þetta er sorglegasti dagurinn á mínum ferli. Ég tek fulla ábyrgð á því sem gerðist,“ sagði Hernan Amaya. Argentínska landsliðið átti eftir einn leik á mótinu en liðið mætti Jómfrúaeyjum í dag. Argentína varr skráð heimalið í leiknum og átti því að mæta í hvítu. Þær gerðu það sem betur fer. Körfubolti Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Sjá meira
Búningastjórar eru ekki til staðar hjá öllum liðum og væntanlega ekki hjá kvennalandsliði Argentínu í körfubolta. Það breytist kannski eftir uppákomu gærdagsins á Pan-Am leikunum. Argentínska kvennalandsliðið þurfti nefnilega að gefa leik sinn á móti Kólumbíu í gær af því að leikmenn liðsins mættu í vitlausum búningi. Pan-Am leikarnir eru íþróttaleikar allra Ameríkuþjóðanna og settir upp á svipaðan hátt og Ólympíuleikar. Þeir fara fram á fjögurra á fresti og eru á árinu á undan Sumarólympíuleikunum. Að þessu sinni fara þeir fram í Lima í Perú en síðast voru þeir í Toronto í Kanada. Argentínumenn áttu að spila í hvítu í þessum leik í riðlakeppni leikanna en mættu í bláum búningi eins og kólumbísku stelpurnar voru í.Argentina forfeit Pan-Am basketball game after wearing wrong colour jerseys https://t.co/GlcxkYqn4n — Guardian sport (@guardian_sport) August 8, 2019Argentínska liðið fékk fimmtán mínútur til að finna rétta búninginn og skipta en tókst það ekki. Niðurstaðan var því að Kólumbíu var dæmdur 20-0 sigur. Argentínsku stelpurnar höfðu tapað fyrsta leik sínum á móti Bandaríkjunum og þetta „tap“ þýðir að liðið á ekki möguleika á því að spila um verðlaun á mótinu. Þessi vandræðalega uppákoma hafði strax miklar afleiðingar því framkvæmdastjóri þróunarmála í kvennakörfu hjá argentínska sambandinu, Karina Rodriguez, sagði af sér og það gerði einnig, Hernan Amaya, liðstjóri argentínska liðsins. „Þetta er sorglegasti dagurinn á mínum ferli. Ég tek fulla ábyrgð á því sem gerðist,“ sagði Hernan Amaya. Argentínska landsliðið átti eftir einn leik á mótinu en liðið mætti Jómfrúaeyjum í dag. Argentína varr skráð heimalið í leiknum og átti því að mæta í hvítu. Þær gerðu það sem betur fer.
Körfubolti Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Sjá meira