Sameiginlegir hagsmunir okkar allra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 9. ágúst 2019 07:00 Kjaraviðræður aðildarfélaga Bandalags háskólamanna (BHM) við ríki, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa staðið frá því í vor. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðunum og svo virðist sem samráð þessara þriggja viðsemjenda sín í milli tefji frekar fyrir en hitt. Kjaraviðræður eru nú að hefjast á ný að loknu sumarleyfi og rétt rúmur mánuður til stefnu því samkvæmt viðræðuáætlunum hyggjast flestir hafa náð samningum 15. september nk. Meginkröfur aðildarfélaga BHM í yfirstandandi kjaraviðræðum eru skýrar og sanngjarnar. Félögin hafa afþakkað krónutöluhækkanir enda eru þær í engu samræmi við uppbyggingu þess launakerfis sem háskólamenntaðir sérfræðingar hjá hinu opinbera starfa innan. Krafan um styttingu vinnuvikunnar hefur fengið nokkurn hljómgrunn hjá viðsemjendum BHM. Það vekur vonir um að hægt verði að stíga raunhæf skref í þessa átt í væntanlegum kjarasamningum. Samræming lífeyrisréttinda milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins kallar á að launakjör séu einnig samræmd milli markaða. Í samkomulagi sem bandalög opinberra starfsmanna gerðu við ríki og sveitarfélög árið 2016 var stefnt að því að jöfnun launa tæki 6–10 ár. Nú þegar eru liðin þrjú ár frá undirritun samkomulagsins og morgunljóst að taka verður fyrstu skref í átt til jöfnunar í yfirstandandi kjaraviðræðum. Þá er mikilvægt fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM að létta endurgreiðslubyrði námslána. Áætlað er að starfshópur sem forsætisráðherra skipaði til að fjalla um þetta mál skili niðurstöðum í lok sumars. BHM bindur vonir við að á grundvelli þeirra verði hægt að gera nauðsynlegar breytingar sem koma til móts við greiðendur námslána. Nú þarf að bretta upp ermar og gera góða kjarasamninga. Samninga sem tryggja háskólamenntuðum sérfræðingum hjá ríki, borg og sveitarfélögunum sanngjarnar launahækkanir og eðlilegar umbætur. Slíkir samningar myndu án nokkurs vafa auðvelda nýliðun og mönnun mikilvægra starfsstétta hjá hinu opinbera og bæta almannaþjónustuna í landinu. Það eru sameiginlegir hagsmunir okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Kjaraviðræður aðildarfélaga Bandalags háskólamanna (BHM) við ríki, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa staðið frá því í vor. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðunum og svo virðist sem samráð þessara þriggja viðsemjenda sín í milli tefji frekar fyrir en hitt. Kjaraviðræður eru nú að hefjast á ný að loknu sumarleyfi og rétt rúmur mánuður til stefnu því samkvæmt viðræðuáætlunum hyggjast flestir hafa náð samningum 15. september nk. Meginkröfur aðildarfélaga BHM í yfirstandandi kjaraviðræðum eru skýrar og sanngjarnar. Félögin hafa afþakkað krónutöluhækkanir enda eru þær í engu samræmi við uppbyggingu þess launakerfis sem háskólamenntaðir sérfræðingar hjá hinu opinbera starfa innan. Krafan um styttingu vinnuvikunnar hefur fengið nokkurn hljómgrunn hjá viðsemjendum BHM. Það vekur vonir um að hægt verði að stíga raunhæf skref í þessa átt í væntanlegum kjarasamningum. Samræming lífeyrisréttinda milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins kallar á að launakjör séu einnig samræmd milli markaða. Í samkomulagi sem bandalög opinberra starfsmanna gerðu við ríki og sveitarfélög árið 2016 var stefnt að því að jöfnun launa tæki 6–10 ár. Nú þegar eru liðin þrjú ár frá undirritun samkomulagsins og morgunljóst að taka verður fyrstu skref í átt til jöfnunar í yfirstandandi kjaraviðræðum. Þá er mikilvægt fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM að létta endurgreiðslubyrði námslána. Áætlað er að starfshópur sem forsætisráðherra skipaði til að fjalla um þetta mál skili niðurstöðum í lok sumars. BHM bindur vonir við að á grundvelli þeirra verði hægt að gera nauðsynlegar breytingar sem koma til móts við greiðendur námslána. Nú þarf að bretta upp ermar og gera góða kjarasamninga. Samninga sem tryggja háskólamenntuðum sérfræðingum hjá ríki, borg og sveitarfélögunum sanngjarnar launahækkanir og eðlilegar umbætur. Slíkir samningar myndu án nokkurs vafa auðvelda nýliðun og mönnun mikilvægra starfsstétta hjá hinu opinbera og bæta almannaþjónustuna í landinu. Það eru sameiginlegir hagsmunir okkar allra.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun