Hótelstjórum stillt upp við vegg Kristinn Haukur Guðnason skrifar 8. ágúst 2019 06:15 Allt að 90 prósent viðskipta íslenskra hótela fara í gegnum erlendar bókunarþjónustur. Nordicphotos/Getty Hótelstjórar eru mjög ósáttir við háar söluþóknanir bókunarsíðnanna Booking og Expedia. Þeir eru þó háðir þeim að miklu leyti. Framkvæmdastjóri SAF segir að séríslensk bókunarsíða hafi komið til tals. Fréttablaðið hafði samband við nokkra hótelstjóra í Reykjavík, á Akureyri og Suðurlandi sem greiða 15 til 20 prósent sölulaun fyrir hverja bókun hjá Booking og Expedia. Vegna viðskiptalegra hagsmuna treystu þeir sér ekki til að koma fram undir nafni en ljóst er að háar söluþóknanir leggjast mjög þungt í þá. „Okkur er stillt upp við vegg,“ segir hótelstjóri sem rekur lítið hótel á Suðurlandi. „Fyrstu árin var ég að greiða 20 prósent af hverri bókun og var að gefast upp. Þetta var ekki að reka sig.“ Hann segist vera háður bókunum einstaklinga því að hópbókanir á vegum ferðaskrifstofa hafi ekki verið nægilega áreiðanlegar. Nú fari á bilinu 80 til 90 prósent viðskiptanna í gegnum bókunarsíðurnar. Um tíma ákvað hótelstjórinn að fara í lægstu þjónustuleið, og 15 prósenta sölulaun, en þá voru auglýsingar hans færðar neðar á leitarsíðurnar. Ákvað hann því að fara aftur í dýrari þjónustuna en greiðir nú 18 prósent. „Þeir hafa algjört hreðjatak á okkur,“ segir hann. Hótelstjóri sem rekur meðalstórt hótel á Akureyri segist greiða 15 prósenta sölulaun. „Það er nógu ógeðslega mikið. Svo ef maður auglýsir verð á eigin vefsíðu, sem er lægra en hjá þeim, þá setja þeir okkur neðar á leitarsíðunni. Þeir eru mjög fljótir að refsa,“ segir hann. „Þessi háu sölulaun hafa verið rædd í langan tíma án ásættanlegrar niðurstöðu,“ segir hótelstjóri í Reykjavík. „Hótelstjórar hafa staðið upp á fundum og bent á fílinn í herberginu.“ Bendir hann á að erlendis greiði hótel allt niður í 12 prósenta sölulaun. „Þeir virðast komast upp með að rukka meira hérna.“ Evrópusambandið hefur gefið út viðvaranir um að Booking.com sé markaðsráðandi fyrirtæki og erfitt sé að snúa þróuninni við. Árið 2017 reyndu tyrknesk yfirvöld að stöðva bókanir fyrirtækisins þar í landi en enn geta útlendingar pantað tyrknesk hótelherbergi. Umsvif Expedia eru minni en fyrirtækið hefur verið að sækja í sig veðrið.Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri SAF.Fréttablaðið/Anton Brink.„Þetta eru háar söluþóknanir og þær eru að éta töluvert fjármagn innan úr fyrirtækjunum,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Bendir hann þó á að fólk verði að skoða hver markaðskostnaðurinn væri fyrir að fá viðskiptin inn á annan hátt. Alvarlegast í málinu að mati Jóhannesar er hversu háð íslensk ferðaþjónustufyrirtæki eru bókunarþjónustum og því tómt mál að losna alfarið undan þeim. „Sniðganga þessara aðila myndi hafa víðtæk áhrif mjög hratt á alla ferðaþjónustuna.“ Jóhannes segir að til tals hafi komið að setja upp sérstakt bókunarkerfi fyrir Ísland, síðast hjá Ferðamálastofu síðastliðið haust. „Þá kemur alltaf upp spurningin: Hver á að borga fyrir bókunarvélina og markaðssetningu? Þetta er stærra mál en það hljómar,“ segir Jóhannes og bendir á að Booking og Expedia hjálpi einnig ferðaþjónustufyrirtækjum að auglýsa sig. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Hótelstjórar eru mjög ósáttir við háar söluþóknanir bókunarsíðnanna Booking og Expedia. Þeir eru þó háðir þeim að miklu leyti. Framkvæmdastjóri SAF segir að séríslensk bókunarsíða hafi komið til tals. Fréttablaðið hafði samband við nokkra hótelstjóra í Reykjavík, á Akureyri og Suðurlandi sem greiða 15 til 20 prósent sölulaun fyrir hverja bókun hjá Booking og Expedia. Vegna viðskiptalegra hagsmuna treystu þeir sér ekki til að koma fram undir nafni en ljóst er að háar söluþóknanir leggjast mjög þungt í þá. „Okkur er stillt upp við vegg,“ segir hótelstjóri sem rekur lítið hótel á Suðurlandi. „Fyrstu árin var ég að greiða 20 prósent af hverri bókun og var að gefast upp. Þetta var ekki að reka sig.“ Hann segist vera háður bókunum einstaklinga því að hópbókanir á vegum ferðaskrifstofa hafi ekki verið nægilega áreiðanlegar. Nú fari á bilinu 80 til 90 prósent viðskiptanna í gegnum bókunarsíðurnar. Um tíma ákvað hótelstjórinn að fara í lægstu þjónustuleið, og 15 prósenta sölulaun, en þá voru auglýsingar hans færðar neðar á leitarsíðurnar. Ákvað hann því að fara aftur í dýrari þjónustuna en greiðir nú 18 prósent. „Þeir hafa algjört hreðjatak á okkur,“ segir hann. Hótelstjóri sem rekur meðalstórt hótel á Akureyri segist greiða 15 prósenta sölulaun. „Það er nógu ógeðslega mikið. Svo ef maður auglýsir verð á eigin vefsíðu, sem er lægra en hjá þeim, þá setja þeir okkur neðar á leitarsíðunni. Þeir eru mjög fljótir að refsa,“ segir hann. „Þessi háu sölulaun hafa verið rædd í langan tíma án ásættanlegrar niðurstöðu,“ segir hótelstjóri í Reykjavík. „Hótelstjórar hafa staðið upp á fundum og bent á fílinn í herberginu.“ Bendir hann á að erlendis greiði hótel allt niður í 12 prósenta sölulaun. „Þeir virðast komast upp með að rukka meira hérna.“ Evrópusambandið hefur gefið út viðvaranir um að Booking.com sé markaðsráðandi fyrirtæki og erfitt sé að snúa þróuninni við. Árið 2017 reyndu tyrknesk yfirvöld að stöðva bókanir fyrirtækisins þar í landi en enn geta útlendingar pantað tyrknesk hótelherbergi. Umsvif Expedia eru minni en fyrirtækið hefur verið að sækja í sig veðrið.Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri SAF.Fréttablaðið/Anton Brink.„Þetta eru háar söluþóknanir og þær eru að éta töluvert fjármagn innan úr fyrirtækjunum,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Bendir hann þó á að fólk verði að skoða hver markaðskostnaðurinn væri fyrir að fá viðskiptin inn á annan hátt. Alvarlegast í málinu að mati Jóhannesar er hversu háð íslensk ferðaþjónustufyrirtæki eru bókunarþjónustum og því tómt mál að losna alfarið undan þeim. „Sniðganga þessara aðila myndi hafa víðtæk áhrif mjög hratt á alla ferðaþjónustuna.“ Jóhannes segir að til tals hafi komið að setja upp sérstakt bókunarkerfi fyrir Ísland, síðast hjá Ferðamálastofu síðastliðið haust. „Þá kemur alltaf upp spurningin: Hver á að borga fyrir bókunarvélina og markaðssetningu? Þetta er stærra mál en það hljómar,“ segir Jóhannes og bendir á að Booking og Expedia hjálpi einnig ferðaþjónustufyrirtækjum að auglýsa sig.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira