Milljónamæringur grunaður um morð handtekinn eftir fjögur ár á flótta Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. ágúst 2019 14:55 Peter Chadwick. Vísir/AP Lögregla í Bandaríkjunum hefur loks handtekið Peter Chadwick, milljónamæring sem grunaður erum að hafa myrt eiginkonu sína árið 2012. Chadwick hefur verið á flótta frá árinu 2015. Skömmu eftir að Chadwick var fyrst handtekinn árið 2012 var hann ákærður fyrir morðið á Quee Choo Chadwick, eiginkonu sinni, á heimili þeirra í Newport Beach. Var hann ákærður fyrir að hafa kyrkt hana eftir hávaðarifrildi um mögulegan skilnað þeirra og hvernig ætti að skipta eignum þeirra á milli. Lögregla segir að hann hafi komið líki hennar fyrir í ruslagámi. Því næst hringdi hann í lögreglu til að segja að henni hafi verið rænt af þriðja aðila og síðar myrt. Grunur beindist fljótlega að Chadwick eftir að áverkar á honum benti til þess að hann hafði nýlega lent í átökum og skömmu síðar var ákæra gefin út.Chadwick gekk hins vegar laus þar sem hann greiddi einnar milljóna dollara tryggingagjald. Átti hann að mæta í dómsal vegna málsins í janúar 2015 en lét ekki sjá sig, og hefur hann verið á flótta síðan, þangað til hann var handtekinn í gær.Frá árinu 2018 var hann ofarlega álista lögregluyfirvalda í Bandaríkjunum yfir þá strokupilta sem lögreglavildi helst koma höndum yfir. Ekki er vitað hvar eða hvernig Chadwick var handtekinn í gær en lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum höfðu heitið 100 þúsund dollurum, um 12 milljónum króna, í verðlaun fyrir upplýsingar sem gætu leitt til handtöku hans. Bandaríkin Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fleiri fréttir Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Sjá meira
Lögregla í Bandaríkjunum hefur loks handtekið Peter Chadwick, milljónamæring sem grunaður erum að hafa myrt eiginkonu sína árið 2012. Chadwick hefur verið á flótta frá árinu 2015. Skömmu eftir að Chadwick var fyrst handtekinn árið 2012 var hann ákærður fyrir morðið á Quee Choo Chadwick, eiginkonu sinni, á heimili þeirra í Newport Beach. Var hann ákærður fyrir að hafa kyrkt hana eftir hávaðarifrildi um mögulegan skilnað þeirra og hvernig ætti að skipta eignum þeirra á milli. Lögregla segir að hann hafi komið líki hennar fyrir í ruslagámi. Því næst hringdi hann í lögreglu til að segja að henni hafi verið rænt af þriðja aðila og síðar myrt. Grunur beindist fljótlega að Chadwick eftir að áverkar á honum benti til þess að hann hafði nýlega lent í átökum og skömmu síðar var ákæra gefin út.Chadwick gekk hins vegar laus þar sem hann greiddi einnar milljóna dollara tryggingagjald. Átti hann að mæta í dómsal vegna málsins í janúar 2015 en lét ekki sjá sig, og hefur hann verið á flótta síðan, þangað til hann var handtekinn í gær.Frá árinu 2018 var hann ofarlega álista lögregluyfirvalda í Bandaríkjunum yfir þá strokupilta sem lögreglavildi helst koma höndum yfir. Ekki er vitað hvar eða hvernig Chadwick var handtekinn í gær en lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum höfðu heitið 100 þúsund dollurum, um 12 milljónum króna, í verðlaun fyrir upplýsingar sem gætu leitt til handtöku hans.
Bandaríkin Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fleiri fréttir Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Sjá meira