Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 8. janúar 2026 22:44 Frá Pituffik-herstöðinni sem áður hét Thule. Flugvélar kanadíska hersins sjást á flughlaðinu. U.S. Air Force/David Buchanan Hernaðarumsvif Bandaríkjamanna á Grænlandi voru gríðarleg á árum kalda stríðsins og voru þar þúsundir hermanna. Eftir að Sovétríkin leystust upp misstu Bandaríkjamenn að mestu áhuga á landinu og kölluðu nánast allt herlið sitt til baka. Í fréttum Sýnar var saga bandarískra hernaðarumsvifa á Grænlandi rakin, saga sem byrjar í síðari heimsstyrjöld fyrir 85 árum. Hún hefst í raun í apríl 1940 þegar Þjóðverjar hertaka Danmörku. Sendiherra Dana í Washington gerir þá samning við bandarísk stjórnvöld, í nafni Danakonungs, um að Bandaríkin taki að sér hervernd Grænlands. Fyrsta verkið var að verja krýólit-námu við Grønnedal á Suður-Grænlandi. Efnið úr námunni var þá lykilefni í framleiðslu áls til smíði bandarískra herflugvéla. Danskt herskip við bryggju í herstöðinni í Grønnedal.Wikipedia Í Grønnedal byggðu Bandaríkjamenn upp flotastöð sem danski herinn tók við árið 1951 og gerði að miðstöð dönsku varðskipanna. Danir lokuðu svo Grønnedal-stöðinni árið 2012 í sparnaðarskyni og afhentu grænlenskum stjórnvöldum hana. Það varð síðan mikið uppnám árið 2017 þegar Grænlendingar ætluðu að selja kínversku fyrirtæki stöðina og ákváðu Danir þá að opna hana að nýju. En Bandaríkjamenn gerðu einnig nokkra herflugvelli á Grænlandi í síðari heimsstyrjöld; í Narsarsuaq, Syðri-Straumfirði og Ikatek. Þeir gegndu sama hlutverki og flugvellirnir á Íslandi; voru millilendingarstaðir til að ferja herflugvélar yfir Atlantshafið en einnig bækistöðvar til að verja skipalestir. Helstu herstöðvar Bandaríkjanna á Grænlandi í gegnum tíðina. Auk þeirra ráku Bandaríkjamenn um tug smærri radíó- og veðurathuganastöðva. grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Þegar svo kaldastríðið blossaði upp breyttist hlutverk Grænlands í að verða varnarveggur Bandaríkjamanna gagnvart ógn frá Sovétríkjunum. Þeir hófu að byggja Thule-stöðina árið 1951 og hún er núna eina herstöðin sem Bandaríkjamenn starfrækja á Grænlandi. Seinna kom svo Kulusuk-flugvöllur. Í Pituffik-herstöðinni, sem áður kallaðist Thule, eru núna um 150 bandarískir hermenn. Þegar mest var á sjötta áratugnum voru þar milli sex og tíu þúsund manns. Thule-stöðin var þá helsti útvörður Bandaríkjanna til að verjast kjarnorkuárásum frá Sovétríkjunum en jafnframt var hún hugsuð sem bækistöð til kjarnorkuárása bandarískra sprengjuflugvéla á Sovétríkin. Núna er það geimdeild bandaríska hersins sem rekur Pittufik-stöðina. Í Syðri-Straumsfirði, sem núna heitir Kangerlussuaq, var næst stærsta herstöð Bandaríkjamanna á Grænlandi en þar voru allt að 1.500 hermenn á árum kalda stríðsins. Eftir fall Sovétríkjanna ákvað Bandaríkjaher að loka stöðinni og fóru síðustu hermennirnir þaðan árið 1992. Grænlendingar tóku þá við flugvellinum og gerðu hann að sinni aðalsamgöngumiðstöð. Eftir að nýr flugvöllur var opnaður í Nuuk í fyrra var ákveðið að danski herinn tæki við Kangerlussaq-flugvelli og hefur hann tilkynnt að þar verði bækistöð fyrir F-35 herþotur. Í Syðri-Straumfirði, nú Kangerlussuaq, var bandarísk herstöð á árunum 1941 til 1992.Egill Aðalsteinsson Fyrsti herflugvöllurinn sem Bandaríkjamenn gerðu á Grænlandi var í Narsarsuaq og þar voru þeir með herstöð til ársins 1958. Dönsk stjórnvöld gerðu flugvöllinn þá að miðstöð ískönnunarflugs sem meðal annars Flugfélag Íslands kom að. Kulusuk var síðasti flugvöllurinn sem Bandaríkjamenn gerðu á Grænlandi. Hann var byggður árið 1956 í þeim tilgangi að styðja við kerfi ratsjárstöðva og þar voru bandarískir hermenn staðsettir allt til ársins 1991. Kulusuk er sá flugvöllur Grænlands sem næstur er Íslandi og varð hann því snemma einn helsti áfangastaður íslenskra flugfélaga í Grænlandsflugi. Grænland Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Seinni heimsstyrjöldin Kalda stríðið Hernaður Norðurslóðir Tengdar fréttir Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Dönsk stjórnvöld hafa í samráði við Grænlendinga tilkynnt um stóraukin hernaðarútgjöld vegna Grænlands og norðurslóða. Ákvörðunin þýðir miklar framkvæmdir á næstu árum í þessu næsta nágrannalandi Íslands og aukna viðveru herflugvéla og herskipa. 14. október 2025 21:21 „Það er skítkalt hérna“ Varaforseti Bandaríkjanna lenti fyrr í dag á Pituffik-herstöðinni á norðvestanverðu Grænlandi. Hann hafði orð á því að það væri „skítkalt“ þarna. 28. mars 2025 18:49 Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Sjá meira
Í fréttum Sýnar var saga bandarískra hernaðarumsvifa á Grænlandi rakin, saga sem byrjar í síðari heimsstyrjöld fyrir 85 árum. Hún hefst í raun í apríl 1940 þegar Þjóðverjar hertaka Danmörku. Sendiherra Dana í Washington gerir þá samning við bandarísk stjórnvöld, í nafni Danakonungs, um að Bandaríkin taki að sér hervernd Grænlands. Fyrsta verkið var að verja krýólit-námu við Grønnedal á Suður-Grænlandi. Efnið úr námunni var þá lykilefni í framleiðslu áls til smíði bandarískra herflugvéla. Danskt herskip við bryggju í herstöðinni í Grønnedal.Wikipedia Í Grønnedal byggðu Bandaríkjamenn upp flotastöð sem danski herinn tók við árið 1951 og gerði að miðstöð dönsku varðskipanna. Danir lokuðu svo Grønnedal-stöðinni árið 2012 í sparnaðarskyni og afhentu grænlenskum stjórnvöldum hana. Það varð síðan mikið uppnám árið 2017 þegar Grænlendingar ætluðu að selja kínversku fyrirtæki stöðina og ákváðu Danir þá að opna hana að nýju. En Bandaríkjamenn gerðu einnig nokkra herflugvelli á Grænlandi í síðari heimsstyrjöld; í Narsarsuaq, Syðri-Straumfirði og Ikatek. Þeir gegndu sama hlutverki og flugvellirnir á Íslandi; voru millilendingarstaðir til að ferja herflugvélar yfir Atlantshafið en einnig bækistöðvar til að verja skipalestir. Helstu herstöðvar Bandaríkjanna á Grænlandi í gegnum tíðina. Auk þeirra ráku Bandaríkjamenn um tug smærri radíó- og veðurathuganastöðva. grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Þegar svo kaldastríðið blossaði upp breyttist hlutverk Grænlands í að verða varnarveggur Bandaríkjamanna gagnvart ógn frá Sovétríkjunum. Þeir hófu að byggja Thule-stöðina árið 1951 og hún er núna eina herstöðin sem Bandaríkjamenn starfrækja á Grænlandi. Seinna kom svo Kulusuk-flugvöllur. Í Pituffik-herstöðinni, sem áður kallaðist Thule, eru núna um 150 bandarískir hermenn. Þegar mest var á sjötta áratugnum voru þar milli sex og tíu þúsund manns. Thule-stöðin var þá helsti útvörður Bandaríkjanna til að verjast kjarnorkuárásum frá Sovétríkjunum en jafnframt var hún hugsuð sem bækistöð til kjarnorkuárása bandarískra sprengjuflugvéla á Sovétríkin. Núna er það geimdeild bandaríska hersins sem rekur Pittufik-stöðina. Í Syðri-Straumsfirði, sem núna heitir Kangerlussuaq, var næst stærsta herstöð Bandaríkjamanna á Grænlandi en þar voru allt að 1.500 hermenn á árum kalda stríðsins. Eftir fall Sovétríkjanna ákvað Bandaríkjaher að loka stöðinni og fóru síðustu hermennirnir þaðan árið 1992. Grænlendingar tóku þá við flugvellinum og gerðu hann að sinni aðalsamgöngumiðstöð. Eftir að nýr flugvöllur var opnaður í Nuuk í fyrra var ákveðið að danski herinn tæki við Kangerlussaq-flugvelli og hefur hann tilkynnt að þar verði bækistöð fyrir F-35 herþotur. Í Syðri-Straumfirði, nú Kangerlussuaq, var bandarísk herstöð á árunum 1941 til 1992.Egill Aðalsteinsson Fyrsti herflugvöllurinn sem Bandaríkjamenn gerðu á Grænlandi var í Narsarsuaq og þar voru þeir með herstöð til ársins 1958. Dönsk stjórnvöld gerðu flugvöllinn þá að miðstöð ískönnunarflugs sem meðal annars Flugfélag Íslands kom að. Kulusuk var síðasti flugvöllurinn sem Bandaríkjamenn gerðu á Grænlandi. Hann var byggður árið 1956 í þeim tilgangi að styðja við kerfi ratsjárstöðva og þar voru bandarískir hermenn staðsettir allt til ársins 1991. Kulusuk er sá flugvöllur Grænlands sem næstur er Íslandi og varð hann því snemma einn helsti áfangastaður íslenskra flugfélaga í Grænlandsflugi.
Grænland Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Seinni heimsstyrjöldin Kalda stríðið Hernaður Norðurslóðir Tengdar fréttir Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Dönsk stjórnvöld hafa í samráði við Grænlendinga tilkynnt um stóraukin hernaðarútgjöld vegna Grænlands og norðurslóða. Ákvörðunin þýðir miklar framkvæmdir á næstu árum í þessu næsta nágrannalandi Íslands og aukna viðveru herflugvéla og herskipa. 14. október 2025 21:21 „Það er skítkalt hérna“ Varaforseti Bandaríkjanna lenti fyrr í dag á Pituffik-herstöðinni á norðvestanverðu Grænlandi. Hann hafði orð á því að það væri „skítkalt“ þarna. 28. mars 2025 18:49 Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Sjá meira
Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Dönsk stjórnvöld hafa í samráði við Grænlendinga tilkynnt um stóraukin hernaðarútgjöld vegna Grænlands og norðurslóða. Ákvörðunin þýðir miklar framkvæmdir á næstu árum í þessu næsta nágrannalandi Íslands og aukna viðveru herflugvéla og herskipa. 14. október 2025 21:21
„Það er skítkalt hérna“ Varaforseti Bandaríkjanna lenti fyrr í dag á Pituffik-herstöðinni á norðvestanverðu Grænlandi. Hann hafði orð á því að það væri „skítkalt“ þarna. 28. mars 2025 18:49
Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00