Gunnar leitaði til sálfræðings eftir „blackout-ið“ Birgir Olgeirsson skrifar 4. ágúst 2019 12:37 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, leitaði til sálfræðings eftir að Klaustur-málið kom upp. Frá þessu greindi Gunnar Bragi í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagðist hafa gert það til að komast að því hvað hefði gerst þegar hann fór í svokallað „blackout“ umrætt kvöld þegar ummælin á Klaustur bar voru látin falla.Í janúar síðastliðnum mætti Gunnar Bragi í sjónvarpsþáttinn 21 á Hringbraut þar sem hann hélt því fram að hann hefði fallið í algjört óminni um leið og hann kom inn á Klaustur. Minnisleysið hafi varað í einn og hálfan sólarhring eftir heimsóknina á barinn. „„Það sem situr einna verst í mér eftir þetta kvöld er í fyrsta lagi það að muna ekki neitt frá því að ég kem inn á barinn og einum og hálfum sólarhring eftir. Það er algjört „blackout“. Algjört minnisleysi. Ég hvorki veit hvað ég gerði, ég þurfti að hlusta á upptökurnar, ég týndi fötunum mínum þessa nótt. Það er algjört „blackout“. Það hefur ekki komið fyrir mig áður. Þannig að ég velti því fyrir mér hvað í fjandanum gengur á þarna,“ segir Gunnar Bragi í þættinum. Í Sprengisandi í morgun gerði Gunnar Bragi upp það ferli sem tók við hjá honum eftir að Klaustur-málið hafði staðið sem hæst. Hann sagðist hafa rætt við sitt nánast fólk, fjölskyldu og samstarfsfólk, þar sem honum varð ljóst að hann hafði valdið þeim miklum vonbrigðum. Gunnar fékk þó að heyra frá sínu nánast fólki að það vissi að þetta væri ekki sá sem hann er í raun og veru og hann yrði að biðjast afsökunar á ummælum sínum. „Ég fór til sálfræðings í þó nokkurn tíma til að reyna að komast að því hvað þarna var að gerast. Það var ákveðið „blackout“ sem þarna varð eins og frægt er orðið,“ sagði Gunnar Bragi í Sprengisandi.Sjá einnig: Segir 36 stunda „blackout“ Gunnars Braga geta bent til heilabilunar Hann sagðist þurfa að vinna sér inn traust hjá þeim sem eru hans nánast samstarfsfólk, traust þarf hann ekki frá Samfylkingunni heldur kjósendum Miðflokksins. Kristján Kristjánsson, stjórnandi Sprengisands, spurði Gunnar hvort hann hefði einhvern tímann íhugað að hætta á Alþingi eftir að málið kom upp. Gunnar Bragi viðurkenndi að hann hefði efast um tíma hvort hann ætti að snúa aftur og velt því fyrir sér hvort hann ætti að vera lengur í leyfi. Alþingi sé vinnustaður þar sem andrúmsloftið sé ekkert sérstaklega skemmtilegt, burtséð frá Klausturmálinu, og var það ákveðin áskorun fyrir hann að fara aftur á þing eftir leyfi. Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Afsökunarbeiðnirnar standa enn þó tónninn sé orðinn grimmari Gunnar Bragi fór um víðan völl í viðtali um Klausturmálið. 4. ágúst 2019 12:08 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, leitaði til sálfræðings eftir að Klaustur-málið kom upp. Frá þessu greindi Gunnar Bragi í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagðist hafa gert það til að komast að því hvað hefði gerst þegar hann fór í svokallað „blackout“ umrætt kvöld þegar ummælin á Klaustur bar voru látin falla.Í janúar síðastliðnum mætti Gunnar Bragi í sjónvarpsþáttinn 21 á Hringbraut þar sem hann hélt því fram að hann hefði fallið í algjört óminni um leið og hann kom inn á Klaustur. Minnisleysið hafi varað í einn og hálfan sólarhring eftir heimsóknina á barinn. „„Það sem situr einna verst í mér eftir þetta kvöld er í fyrsta lagi það að muna ekki neitt frá því að ég kem inn á barinn og einum og hálfum sólarhring eftir. Það er algjört „blackout“. Algjört minnisleysi. Ég hvorki veit hvað ég gerði, ég þurfti að hlusta á upptökurnar, ég týndi fötunum mínum þessa nótt. Það er algjört „blackout“. Það hefur ekki komið fyrir mig áður. Þannig að ég velti því fyrir mér hvað í fjandanum gengur á þarna,“ segir Gunnar Bragi í þættinum. Í Sprengisandi í morgun gerði Gunnar Bragi upp það ferli sem tók við hjá honum eftir að Klaustur-málið hafði staðið sem hæst. Hann sagðist hafa rætt við sitt nánast fólk, fjölskyldu og samstarfsfólk, þar sem honum varð ljóst að hann hafði valdið þeim miklum vonbrigðum. Gunnar fékk þó að heyra frá sínu nánast fólki að það vissi að þetta væri ekki sá sem hann er í raun og veru og hann yrði að biðjast afsökunar á ummælum sínum. „Ég fór til sálfræðings í þó nokkurn tíma til að reyna að komast að því hvað þarna var að gerast. Það var ákveðið „blackout“ sem þarna varð eins og frægt er orðið,“ sagði Gunnar Bragi í Sprengisandi.Sjá einnig: Segir 36 stunda „blackout“ Gunnars Braga geta bent til heilabilunar Hann sagðist þurfa að vinna sér inn traust hjá þeim sem eru hans nánast samstarfsfólk, traust þarf hann ekki frá Samfylkingunni heldur kjósendum Miðflokksins. Kristján Kristjánsson, stjórnandi Sprengisands, spurði Gunnar hvort hann hefði einhvern tímann íhugað að hætta á Alþingi eftir að málið kom upp. Gunnar Bragi viðurkenndi að hann hefði efast um tíma hvort hann ætti að snúa aftur og velt því fyrir sér hvort hann ætti að vera lengur í leyfi. Alþingi sé vinnustaður þar sem andrúmsloftið sé ekkert sérstaklega skemmtilegt, burtséð frá Klausturmálinu, og var það ákveðin áskorun fyrir hann að fara aftur á þing eftir leyfi.
Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Afsökunarbeiðnirnar standa enn þó tónninn sé orðinn grimmari Gunnar Bragi fór um víðan völl í viðtali um Klausturmálið. 4. ágúst 2019 12:08 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Afsökunarbeiðnirnar standa enn þó tónninn sé orðinn grimmari Gunnar Bragi fór um víðan völl í viðtali um Klausturmálið. 4. ágúst 2019 12:08