Tugprósenta hækkun á lárperum Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. ágúst 2019 12:00 Lárperan hefur notið síaukinna vinsælda á undanförnum árum. Misgáfulegir greinendur hafa jafnvel haldið því fram að avókadóát ungs fólks sé ein af ástæðum þess að það eigi í erfiðleikum á fasteignamarkaði. Getty/Westend61 Verðið á avókadó hefur hækkað mikið á undanförnum vikum. Greinendur nefna þrjár ástæður fyrir hækkuninni sem hefur komið við budduna á mörgum, enda eru lárperur víða tugum prósentum dýrari þetta sumarið en þær voru í fyrra. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir þó verðlækkanir framundan. Vinsældir lárperunnnar hafa aukist hratt á undanförnum árum, áætlað er að neysla ávaxtarinnar hafi fjórfaldast í Bandaríkunum frá aldamótum og skyldi engan undra. Rannsóknir benda til að avókadó innihaldi hjartvænar fitur, geti hjálpað við þyngdarstjórnun, blóðsykurinn og lækkað kólesteról. Aðdáendur lárperunnar hafa þó fundið fyrir miklum verðhækkunum í sumar. Í upphafi júlímánaðar kostaði kíló af avókadó í heildsölu næstum 130 prósent meira en það gerði á sama tíma í fyrra, sem greinendur rekja til þriggja þátta: síaukinnar eftirspurnar á Vesturlöndum, lélegrar uppskeru í Kaliforníuríki og árstíðarbundinnar sveiflu í lárperuframleiðslunni í Mexíkó, sem er langsamlega stærsti útflytjandi lárpera á heimsvísu.Gréta María Gretarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.Lækkanir í kortunum Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir íslenska verslun ekki hafa farið varhluta af þessum verðhækkunum í sumar. Þannig hafi lárperur í lausasölu kostað um 70-80 prósent meira í síðustu viku en þær gerðu í fyrra. Það sé þó lækkun í kortunum. „Við höfum svo sannarlega fundið fyrir hækkunum,“ segir Gréta. „Aftur á móti er þetta mjög sveiflukennt og verðið er strax farið að lækka aftur. Við erum að sjá, svona seinni hlutann í ágúst, að verðið á lárperum verði búið að lækka enn meira.“ Hún segir að verðhækkanirnar hafi ekki dreifst jafnt yfir allar gerði lárpera. Mestu hækkanirnar hafi verið á lárperum í lausasölu sem fyrr segir en litlar sem engar hækkanir hafi orðið á minni avókadó sem seld eru í pokum. Aðspurð um hvaða ástæður verslunin hafi fengið á þessum verðhækkunum segir Gréta: „Þetta snýst auðvitað allt um það hvernig uppskeran er, sérstaklega í ávöxtum og grænmeti, og svo auðvitað eftirspurnin. Þegar það er meiri eftirspurn en venjulega, ofan í uppskerubrest eins og gerðist nú, þá sér maður bara verðið á þessum vörum hækka.“ Neytendur Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira
Verðið á avókadó hefur hækkað mikið á undanförnum vikum. Greinendur nefna þrjár ástæður fyrir hækkuninni sem hefur komið við budduna á mörgum, enda eru lárperur víða tugum prósentum dýrari þetta sumarið en þær voru í fyrra. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir þó verðlækkanir framundan. Vinsældir lárperunnnar hafa aukist hratt á undanförnum árum, áætlað er að neysla ávaxtarinnar hafi fjórfaldast í Bandaríkunum frá aldamótum og skyldi engan undra. Rannsóknir benda til að avókadó innihaldi hjartvænar fitur, geti hjálpað við þyngdarstjórnun, blóðsykurinn og lækkað kólesteról. Aðdáendur lárperunnar hafa þó fundið fyrir miklum verðhækkunum í sumar. Í upphafi júlímánaðar kostaði kíló af avókadó í heildsölu næstum 130 prósent meira en það gerði á sama tíma í fyrra, sem greinendur rekja til þriggja þátta: síaukinnar eftirspurnar á Vesturlöndum, lélegrar uppskeru í Kaliforníuríki og árstíðarbundinnar sveiflu í lárperuframleiðslunni í Mexíkó, sem er langsamlega stærsti útflytjandi lárpera á heimsvísu.Gréta María Gretarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.Lækkanir í kortunum Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir íslenska verslun ekki hafa farið varhluta af þessum verðhækkunum í sumar. Þannig hafi lárperur í lausasölu kostað um 70-80 prósent meira í síðustu viku en þær gerðu í fyrra. Það sé þó lækkun í kortunum. „Við höfum svo sannarlega fundið fyrir hækkunum,“ segir Gréta. „Aftur á móti er þetta mjög sveiflukennt og verðið er strax farið að lækka aftur. Við erum að sjá, svona seinni hlutann í ágúst, að verðið á lárperum verði búið að lækka enn meira.“ Hún segir að verðhækkanirnar hafi ekki dreifst jafnt yfir allar gerði lárpera. Mestu hækkanirnar hafi verið á lárperum í lausasölu sem fyrr segir en litlar sem engar hækkanir hafi orðið á minni avókadó sem seld eru í pokum. Aðspurð um hvaða ástæður verslunin hafi fengið á þessum verðhækkunum segir Gréta: „Þetta snýst auðvitað allt um það hvernig uppskeran er, sérstaklega í ávöxtum og grænmeti, og svo auðvitað eftirspurnin. Þegar það er meiri eftirspurn en venjulega, ofan í uppskerubrest eins og gerðist nú, þá sér maður bara verðið á þessum vörum hækka.“
Neytendur Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira