Leikmaður sem enginn vill lengur Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 3. ágúst 2019 09:00 Bale að skora markið sitt gegn Liverpool árið 2018 í Úkraínu eftir að hafa komið af bekknum. vísir/getty Ein furðulegasta saga sumarsins, allavega fótboltans, er saga Zinedine Zidane, stjóra Real Madrid, og Gareths Bale, leikmanns félagsins. Zidane sneri aftur í stjórasætið hjá Real Madrid eftir martraðartímabil Madrídinga og af einhverjum ástæðum vill hann losna við Bale. Merkilegt nokk þá var það Zidane sem fékk Bale til að koma til Madrídar frá Tottenham árið 2013 og fór nokkrum sinnum til London að horfa á hann spila. Hreifst af honum og taldi Real Madrid á að splæsa fúlgum fjár í guttann. Þá var hann starfsmaður Real Madrid en eftir að hann tók við stjórastarfinu hefur Bale verið þyrnir í augum hans. Þann 23. júlí sagði Zidane svo hreint út að félagið væri að vinna að því að finna nýtt félag fyrir Bale og komið væri að leiðarlokum. „Við vonum að hann fari fljótlega. Það væri best fyrir alla,“ sagði Zidane og bætti við að hann hefði ekkert á móti Bale persónulega. Daginn eftir bætti hann við að Bale hefði neitað að koma inn á í æfingarleik.Real Madrid hefur unnið Meistaradeildina 13 sinnum sem er ótrúlegt afrek. Hér fagna þeir titlinum 2017.NordicPhotos/GettyBale er ein stærsta stjarna fótboltans og þegar hann er heill standast honum fáir snúning. Málið er að hann er ekki mjög oft heill. Fjölmiðlar um allan heim hafa keppst við að skrifa um framtíð hans í sumar og var hann nálægt því að semja við Jiangsu Suning frá Kína. Það eru ekki mörg lið sem ráða við að kaupa Bale og borga honum ofurlaun og er hann í raun fastur hjá Real Madrid. Bale er þrítugur og á nóg eftir. Trúlega er Manchester United eina liðið sem gæti keypt hann. Chelsea er í félagaskiptabanni og önnur ensk lið eru ekki til í að veðja á þrítugan meiðslapésa á ofurlaunum.Bale og Zidane hafa eldað grátt silfur saman.FBL/GETTYZidane hefur látið ungu strákana spila frammi, Vinicius Junior, Mariano og Rodrygo og hefur engan áhuga á að nota Bale. Nýjustu vendingar í málefnum Bales er að hann ætli sér að vera um kyrrt í Madrídarborg því hann hafi tilfinningu fyrir því að Zidane verði farinn á undan honum. Hvernig fjölmiðlar komust inn í hausinn á Bale og vita hvaða tilfinningu hann hefur skal ósagt látið. Það er þó ljóst að pressan á Zidane er gríðarleg. Ekki aðeins varðandi Bale. Það varð allt vitlaust í Madrídarborg þegar grannar þeirra í Atletico tóku þrettánfalda Evrópumeistara og pökkuðu þeim saman í æfingarleik 7-3. Og ef það er eitthvað sem sagan hefur kennt þá er það að þjálfarar eru ekkert endilega mjög langlífir hjá Real Madrid – hvort sem þeir vinna titla eða ekki. Þá er Bale með eitt tromp á hendi. Zidane vill fá Paul Pogba á miðjuna og skipta Bale yfir til Manchester United til að yngja upp miðjuna hjá liðinu. Ef það gerist ekki er Madrid að horfa á Donny van de Beek, leikmann Ajax – sem Zidane vill ekki fá. Getur það verið að Florentino Perez, forseti Real Madrid, sem afturkallaði félagaskipti Bales til Kína á síðustu stundu, reki Zidane og ráði þjálfara sem vill nota Bale? Hver veit. Sögunni er allavega ekki lokið – svo mikið er víst. Birtist í Fréttablaðinu Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Sjá meira
Ein furðulegasta saga sumarsins, allavega fótboltans, er saga Zinedine Zidane, stjóra Real Madrid, og Gareths Bale, leikmanns félagsins. Zidane sneri aftur í stjórasætið hjá Real Madrid eftir martraðartímabil Madrídinga og af einhverjum ástæðum vill hann losna við Bale. Merkilegt nokk þá var það Zidane sem fékk Bale til að koma til Madrídar frá Tottenham árið 2013 og fór nokkrum sinnum til London að horfa á hann spila. Hreifst af honum og taldi Real Madrid á að splæsa fúlgum fjár í guttann. Þá var hann starfsmaður Real Madrid en eftir að hann tók við stjórastarfinu hefur Bale verið þyrnir í augum hans. Þann 23. júlí sagði Zidane svo hreint út að félagið væri að vinna að því að finna nýtt félag fyrir Bale og komið væri að leiðarlokum. „Við vonum að hann fari fljótlega. Það væri best fyrir alla,“ sagði Zidane og bætti við að hann hefði ekkert á móti Bale persónulega. Daginn eftir bætti hann við að Bale hefði neitað að koma inn á í æfingarleik.Real Madrid hefur unnið Meistaradeildina 13 sinnum sem er ótrúlegt afrek. Hér fagna þeir titlinum 2017.NordicPhotos/GettyBale er ein stærsta stjarna fótboltans og þegar hann er heill standast honum fáir snúning. Málið er að hann er ekki mjög oft heill. Fjölmiðlar um allan heim hafa keppst við að skrifa um framtíð hans í sumar og var hann nálægt því að semja við Jiangsu Suning frá Kína. Það eru ekki mörg lið sem ráða við að kaupa Bale og borga honum ofurlaun og er hann í raun fastur hjá Real Madrid. Bale er þrítugur og á nóg eftir. Trúlega er Manchester United eina liðið sem gæti keypt hann. Chelsea er í félagaskiptabanni og önnur ensk lið eru ekki til í að veðja á þrítugan meiðslapésa á ofurlaunum.Bale og Zidane hafa eldað grátt silfur saman.FBL/GETTYZidane hefur látið ungu strákana spila frammi, Vinicius Junior, Mariano og Rodrygo og hefur engan áhuga á að nota Bale. Nýjustu vendingar í málefnum Bales er að hann ætli sér að vera um kyrrt í Madrídarborg því hann hafi tilfinningu fyrir því að Zidane verði farinn á undan honum. Hvernig fjölmiðlar komust inn í hausinn á Bale og vita hvaða tilfinningu hann hefur skal ósagt látið. Það er þó ljóst að pressan á Zidane er gríðarleg. Ekki aðeins varðandi Bale. Það varð allt vitlaust í Madrídarborg þegar grannar þeirra í Atletico tóku þrettánfalda Evrópumeistara og pökkuðu þeim saman í æfingarleik 7-3. Og ef það er eitthvað sem sagan hefur kennt þá er það að þjálfarar eru ekkert endilega mjög langlífir hjá Real Madrid – hvort sem þeir vinna titla eða ekki. Þá er Bale með eitt tromp á hendi. Zidane vill fá Paul Pogba á miðjuna og skipta Bale yfir til Manchester United til að yngja upp miðjuna hjá liðinu. Ef það gerist ekki er Madrid að horfa á Donny van de Beek, leikmann Ajax – sem Zidane vill ekki fá. Getur það verið að Florentino Perez, forseti Real Madrid, sem afturkallaði félagaskipti Bales til Kína á síðustu stundu, reki Zidane og ráði þjálfara sem vill nota Bale? Hver veit. Sögunni er allavega ekki lokið – svo mikið er víst.
Birtist í Fréttablaðinu Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Sjá meira