Forsætisráðherra segir að endurskoða þurfi siðareglur fyrir alþingismenn Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. ágúst 2019 18:45 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að endurskoða þurfi bæði siðareglur fyrir alþingismenn og málsmeðferðarreglur sem þeim fylgja. Hún er ekki sammála því að endurskoða þurfi ákvæði um gildissvið reglnanna og telur að það eigi að skýra rúmt. Þingmennska sé ekki hefðbundið starf og siðareglurnar eigi að gilda alls staðar þar sem þingmenn eru á opinberum vettvangi. „Ef siðareglurnar eiga að virka sem skyldi þá þurfum að taka þær til bæði endurskoðunar og samræðu innan þingsins því eins og fram hefur komið í mínu máli margoft þá tel ég að þessar siðareglur eigi að vera okkar eigin leiðarvísir um það hvernig við komum fram sem kjörnir fulltrúar og þá þurfum við auðvitað að eiga samtal um það hvernig þessi viðmið eigi að vera,“ segir Katrín. Þá hún að endurskoða þurfi reglur um málsmeðferð en vinna þess efnis er raunar þegar hafin hjá forsætisnefnd. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, greindi frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að tillögur að breyttum málsmeðferðarreglum yrðu lagðar fram á sumarfundi forsætisnefndar 15.-16. ágúst næstkomandi.Vill ekki sjá viðurlög Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, viðraði hugmynd um siðanefnd skipaða sérfræðingum utan Alþingis, sem yrði kjörin í upphafi kjörtímabils. Þá er hún þeirrar skoðunar að brot á siðareglum hafi afleiðingar fyrir þingmenn. „Mætti hugsa sér að þingmaður, sem brotlegur gerist við siðareglur, verði látinn fara í launalaust leyfi tiltekinn tíma sem eftir lifir kjörtímabils í samræmi við alvarleika brotsins,“ segir Jóhanna í greinarstúf sem hún birti á Facebook. Það er undirorpið vafa hvort þessi tillaga sé á annað borð framkvæmanleg því alþingismenn sækja umboð sitt til kjósenda. Katrín Jakobsdóttir segist vera ósammála því að sérstök viðurlög eigi að fylgja brotum gegn siðareglum. „Ég aðhyllist ekki þá stefnu að siðareglum eigi að fylgja viðurlög. Ég er þeirrar skoðunar og það má segja að það sé annar skóli í þessum heimi að siðareglur eigi að mótast í samvinnu þingmanna og að þær eigi að móta menninguna fremur en að þær virki eins og hefðbundin lög með viðurlögum,“ segir Katrín. Í séráliti hinn 25. mars síðastliðinn setti Róbert H. Haraldsson prófessor fram efasemdir um að háttsemi þingmannanna á barnum Klaustri rúmaðist innan gildissviðs siðareglna fyrir alþingismenn.Háskóli Íslands/Kristinn IngvarssonPrófessor telur að endurskoða þurfi ákvæði um gildissvið Gildissvið siðareglna fyrir alþingismenn er afmarkað í 2. gr. þeirra en þar segir: „Reglur þessar gilda um alþingismenn við opinbera framgöngu þeirra og snerta skyldur þeirra sem þjóðkjörinna fulltrúa.“ Róbert H. Haraldsson, prófesssor í heimspeki sem situr í siðanefndinni sem starfar samkvæmt reglunum, hefur dregið í efa að gildissvið siðareglnanna nái yfir samtal þingmannanna á barnum Klaustri hinn 20. nóvember í fyrra. Þetta kemur fram í séráliti hans frá 25. mars sem var hluti af áliti siðanefndar vegna erindis forsætisnefndar. Í séráliti Róberts segir: „Sjálft orðalag ákvæðisins er hvorki skýrt né afgerandi og kallar á túlkun og bollaleggingar. Sú túlkun er t.d. ekki fráleit, sé stuðst við orðanna hljóðan, að ákvæðið eigi eingöngu við um opinberar erindagjörðir þingmanna. Greinargerðin með þingsályktunartillögunni og önnur skýringargögn eru efnislega rýr og veita afar takmarkaðar leiðbeiningar um hvernig túlka beri gildissviðsákvæðið. (...) Sé það t.d. almennur vilji þingmanna að siðareglurnar gildi bókstaflega um allt framferði þingmanna á opinberum vettvangi, sem a.m.k. hluti þingmanna hefur lýst sig hlynntan, ætti að endurskoða gildissviðsákvæðið.“ Forsætisráðherra er ekki sammála þessu. „Ég tel það að vera kjörinn fulltrúi sé annars eðlis en hefðbundið starf og það að vera kjörinn fulltrúi hafi áhrif á framgöngu okkar á öllum opinberum vettvangi, hvort sem það er í einkaerindum eða opinberum erindagjörðum. Og það sem gerðist á Klaustri var að þar var haft uppi orðbragð tímunum saman sem einkenndist af kvenfyrirlitningu, fötlunarfordómum og almennri mannfyrirlitningu og það finnst mér ekki sæma þingmönnum,“ segir hún. En eiga þá reglurnar alltaf að gilda, nema þegar þingmenn eru heima hjá sér? „Þær eiga að gilda á opinberum vettvangi og það er mikilvægt að þingmenn séu til sóma hvar sem þeir koma,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að endurskoða þurfi bæði siðareglur fyrir alþingismenn og málsmeðferðarreglur sem þeim fylgja. Hún er ekki sammála því að endurskoða þurfi ákvæði um gildissvið reglnanna og telur að það eigi að skýra rúmt. Þingmennska sé ekki hefðbundið starf og siðareglurnar eigi að gilda alls staðar þar sem þingmenn eru á opinberum vettvangi. „Ef siðareglurnar eiga að virka sem skyldi þá þurfum að taka þær til bæði endurskoðunar og samræðu innan þingsins því eins og fram hefur komið í mínu máli margoft þá tel ég að þessar siðareglur eigi að vera okkar eigin leiðarvísir um það hvernig við komum fram sem kjörnir fulltrúar og þá þurfum við auðvitað að eiga samtal um það hvernig þessi viðmið eigi að vera,“ segir Katrín. Þá hún að endurskoða þurfi reglur um málsmeðferð en vinna þess efnis er raunar þegar hafin hjá forsætisnefnd. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, greindi frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að tillögur að breyttum málsmeðferðarreglum yrðu lagðar fram á sumarfundi forsætisnefndar 15.-16. ágúst næstkomandi.Vill ekki sjá viðurlög Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, viðraði hugmynd um siðanefnd skipaða sérfræðingum utan Alþingis, sem yrði kjörin í upphafi kjörtímabils. Þá er hún þeirrar skoðunar að brot á siðareglum hafi afleiðingar fyrir þingmenn. „Mætti hugsa sér að þingmaður, sem brotlegur gerist við siðareglur, verði látinn fara í launalaust leyfi tiltekinn tíma sem eftir lifir kjörtímabils í samræmi við alvarleika brotsins,“ segir Jóhanna í greinarstúf sem hún birti á Facebook. Það er undirorpið vafa hvort þessi tillaga sé á annað borð framkvæmanleg því alþingismenn sækja umboð sitt til kjósenda. Katrín Jakobsdóttir segist vera ósammála því að sérstök viðurlög eigi að fylgja brotum gegn siðareglum. „Ég aðhyllist ekki þá stefnu að siðareglum eigi að fylgja viðurlög. Ég er þeirrar skoðunar og það má segja að það sé annar skóli í þessum heimi að siðareglur eigi að mótast í samvinnu þingmanna og að þær eigi að móta menninguna fremur en að þær virki eins og hefðbundin lög með viðurlögum,“ segir Katrín. Í séráliti hinn 25. mars síðastliðinn setti Róbert H. Haraldsson prófessor fram efasemdir um að háttsemi þingmannanna á barnum Klaustri rúmaðist innan gildissviðs siðareglna fyrir alþingismenn.Háskóli Íslands/Kristinn IngvarssonPrófessor telur að endurskoða þurfi ákvæði um gildissvið Gildissvið siðareglna fyrir alþingismenn er afmarkað í 2. gr. þeirra en þar segir: „Reglur þessar gilda um alþingismenn við opinbera framgöngu þeirra og snerta skyldur þeirra sem þjóðkjörinna fulltrúa.“ Róbert H. Haraldsson, prófesssor í heimspeki sem situr í siðanefndinni sem starfar samkvæmt reglunum, hefur dregið í efa að gildissvið siðareglnanna nái yfir samtal þingmannanna á barnum Klaustri hinn 20. nóvember í fyrra. Þetta kemur fram í séráliti hans frá 25. mars sem var hluti af áliti siðanefndar vegna erindis forsætisnefndar. Í séráliti Róberts segir: „Sjálft orðalag ákvæðisins er hvorki skýrt né afgerandi og kallar á túlkun og bollaleggingar. Sú túlkun er t.d. ekki fráleit, sé stuðst við orðanna hljóðan, að ákvæðið eigi eingöngu við um opinberar erindagjörðir þingmanna. Greinargerðin með þingsályktunartillögunni og önnur skýringargögn eru efnislega rýr og veita afar takmarkaðar leiðbeiningar um hvernig túlka beri gildissviðsákvæðið. (...) Sé það t.d. almennur vilji þingmanna að siðareglurnar gildi bókstaflega um allt framferði þingmanna á opinberum vettvangi, sem a.m.k. hluti þingmanna hefur lýst sig hlynntan, ætti að endurskoða gildissviðsákvæðið.“ Forsætisráðherra er ekki sammála þessu. „Ég tel það að vera kjörinn fulltrúi sé annars eðlis en hefðbundið starf og það að vera kjörinn fulltrúi hafi áhrif á framgöngu okkar á öllum opinberum vettvangi, hvort sem það er í einkaerindum eða opinberum erindagjörðum. Og það sem gerðist á Klaustri var að þar var haft uppi orðbragð tímunum saman sem einkenndist af kvenfyrirlitningu, fötlunarfordómum og almennri mannfyrirlitningu og það finnst mér ekki sæma þingmönnum,“ segir hún. En eiga þá reglurnar alltaf að gilda, nema þegar þingmenn eru heima hjá sér? „Þær eiga að gilda á opinberum vettvangi og það er mikilvægt að þingmenn séu til sóma hvar sem þeir koma,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira