Efast um að gjöld Póstsins á erlendar sendingar standist EES-samninginn Eiður Þór Árnason skrifar 2. ágúst 2019 16:51 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna Vísir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, gagnrýnir álagningu sendingargjalda á erlendar sendingar og segir gjaldtöku Póstsins setja öðrum ríkisfyrirtækjum slæmt fordæmi. Rætt var við Breka um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær og sagði Breki samtökin hafa efasemdir um það að gjaldtakan standist EES-samninginn. Frá og með 3. júní síðastliðnum hefur svokallað sendingargjald verið innheimt af Póstinum vegna sendinga frá útlöndum. Nýja gjaldið, sem lagðist ofan á önnur innflutningsgjöld, var lagt á erlendar sendingar í kjölfar þess að Alþingi samþykkti viðauka við póstlög sem heimilaði gjaldtökuna. Gjaldinu var ætlað að standa undir kostnaði við dreifingu erlendra sendinga og bæta rekstrarstöðu Póstsins. Neytendasamtökin gagnrýndu gjaldtökuna „Þegar þessi lög voru sett þá sendu Neytendasamtökin inn umsögn þar sem við gagnrýndum þetta harðlega. Reyndar í undirbúningi laganna og meðferð nefndarinnar þá stóðum við allavega alltaf í þeirri meiningu að þetta ætti bara við um sendingar frá Kína,“ sagði Breki en að endingu var gjaldið bæði lagt á sendingar sem eiga uppruna sinn utan og innan Evrópu. „Í dag sendum við fyrirspurn til Íslandspósts þar sem við báðum um greiningu á því hvert tap þeirra væri af þessum sendingum eftir löndum, því að eitt af því sem við gagnrýndum á sínum tíma var einmitt þetta að það liggur ekki fyrir nein greining á því hvar þetta meinta tap á sér stað. Þegar það liggur ekkert fyrir þá er þetta í rauninni bara eins og opinn tékki og setur alveg ákaflega slæmt fordæmi í rekstri ríkisfyrirtækja, að fyrirtæki geti þá bara með óskilgreindu tapi varpað kostnaði yfir á herðar neytenda.“ Breki sagði jafnframt að samtökin telji að gjaldtakan gæti mögulega verið ólögmæt: „Við reyndar höfum líka efasemdir um að þetta hreinlega standist EES samninginn, þ.e.a.s. að þetta séu þá ákveðnar tæknilegar viðskiptahömlur gegn erlendum verslunum. Ein af röksemdunum fyrir þessum lögum og þessari gjaldtökuheimild var einmitt að vernda íslenska verslun. Þá erum við að tala um í raun og veru ígildi tollamúra.“ Breki sagði að neytendur þyrftu svo alltaf að borga brúsann á endanum. Íslandspóstur Neytendur Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Nýr forstöðumaður hjá Póstinum Georg Haraldsson mun taka við starfi forstöðumanns Stafrænnar þjónustu hjá Íslandspósti í lok sumars, en hann mun stýra þróun og stefnumörkun á stafrænum þjónustuleiðum fyrirtækisins. 15. júlí 2019 10:50 Byrja að innheimta allt að 600 króna sendingargjald 3. júní Frá og með 3. júní næstkomandi mun svokallað sendingargjald verða innheimt af sendingum frá útlöndum. 17. maí 2019 15:18 Flýta frumvarpi um erlendar sendingar Frumvarpi um erlendar póstsendingar er flýtt í gegnum Alþingi til að reyna að stöðva tap Íslandspósts. Umsagnaraðilar gera alvarlegar athugasemdir við frumvarpið. 13. apríl 2019 07:45 Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Rekstrarvandi Íslandspósts er talinn of alvarlegur til að unnt sé að leysa hann með frekari lánveitingum. 14. mars 2019 09:00 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Kauphöllin réttir við sér Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars Sjá meira
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, gagnrýnir álagningu sendingargjalda á erlendar sendingar og segir gjaldtöku Póstsins setja öðrum ríkisfyrirtækjum slæmt fordæmi. Rætt var við Breka um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær og sagði Breki samtökin hafa efasemdir um það að gjaldtakan standist EES-samninginn. Frá og með 3. júní síðastliðnum hefur svokallað sendingargjald verið innheimt af Póstinum vegna sendinga frá útlöndum. Nýja gjaldið, sem lagðist ofan á önnur innflutningsgjöld, var lagt á erlendar sendingar í kjölfar þess að Alþingi samþykkti viðauka við póstlög sem heimilaði gjaldtökuna. Gjaldinu var ætlað að standa undir kostnaði við dreifingu erlendra sendinga og bæta rekstrarstöðu Póstsins. Neytendasamtökin gagnrýndu gjaldtökuna „Þegar þessi lög voru sett þá sendu Neytendasamtökin inn umsögn þar sem við gagnrýndum þetta harðlega. Reyndar í undirbúningi laganna og meðferð nefndarinnar þá stóðum við allavega alltaf í þeirri meiningu að þetta ætti bara við um sendingar frá Kína,“ sagði Breki en að endingu var gjaldið bæði lagt á sendingar sem eiga uppruna sinn utan og innan Evrópu. „Í dag sendum við fyrirspurn til Íslandspósts þar sem við báðum um greiningu á því hvert tap þeirra væri af þessum sendingum eftir löndum, því að eitt af því sem við gagnrýndum á sínum tíma var einmitt þetta að það liggur ekki fyrir nein greining á því hvar þetta meinta tap á sér stað. Þegar það liggur ekkert fyrir þá er þetta í rauninni bara eins og opinn tékki og setur alveg ákaflega slæmt fordæmi í rekstri ríkisfyrirtækja, að fyrirtæki geti þá bara með óskilgreindu tapi varpað kostnaði yfir á herðar neytenda.“ Breki sagði jafnframt að samtökin telji að gjaldtakan gæti mögulega verið ólögmæt: „Við reyndar höfum líka efasemdir um að þetta hreinlega standist EES samninginn, þ.e.a.s. að þetta séu þá ákveðnar tæknilegar viðskiptahömlur gegn erlendum verslunum. Ein af röksemdunum fyrir þessum lögum og þessari gjaldtökuheimild var einmitt að vernda íslenska verslun. Þá erum við að tala um í raun og veru ígildi tollamúra.“ Breki sagði að neytendur þyrftu svo alltaf að borga brúsann á endanum.
Íslandspóstur Neytendur Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Nýr forstöðumaður hjá Póstinum Georg Haraldsson mun taka við starfi forstöðumanns Stafrænnar þjónustu hjá Íslandspósti í lok sumars, en hann mun stýra þróun og stefnumörkun á stafrænum þjónustuleiðum fyrirtækisins. 15. júlí 2019 10:50 Byrja að innheimta allt að 600 króna sendingargjald 3. júní Frá og með 3. júní næstkomandi mun svokallað sendingargjald verða innheimt af sendingum frá útlöndum. 17. maí 2019 15:18 Flýta frumvarpi um erlendar sendingar Frumvarpi um erlendar póstsendingar er flýtt í gegnum Alþingi til að reyna að stöðva tap Íslandspósts. Umsagnaraðilar gera alvarlegar athugasemdir við frumvarpið. 13. apríl 2019 07:45 Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Rekstrarvandi Íslandspósts er talinn of alvarlegur til að unnt sé að leysa hann með frekari lánveitingum. 14. mars 2019 09:00 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Kauphöllin réttir við sér Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars Sjá meira
Nýr forstöðumaður hjá Póstinum Georg Haraldsson mun taka við starfi forstöðumanns Stafrænnar þjónustu hjá Íslandspósti í lok sumars, en hann mun stýra þróun og stefnumörkun á stafrænum þjónustuleiðum fyrirtækisins. 15. júlí 2019 10:50
Byrja að innheimta allt að 600 króna sendingargjald 3. júní Frá og með 3. júní næstkomandi mun svokallað sendingargjald verða innheimt af sendingum frá útlöndum. 17. maí 2019 15:18
Flýta frumvarpi um erlendar sendingar Frumvarpi um erlendar póstsendingar er flýtt í gegnum Alþingi til að reyna að stöðva tap Íslandspósts. Umsagnaraðilar gera alvarlegar athugasemdir við frumvarpið. 13. apríl 2019 07:45
Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Rekstrarvandi Íslandspósts er talinn of alvarlegur til að unnt sé að leysa hann með frekari lánveitingum. 14. mars 2019 09:00