„Ég er bara að reyna vinna mína vinnu“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. ágúst 2019 15:30 Seðlabanki Íslands stefndi Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins. Málið var tekið fyrir í dag. Mál Seðlabanka Íslands gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Bankinn stefndi blaðamanninum til að reyna fá úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál hnekkt. Samkvæmt honum ber bankanum að afhenda blaðamanninum samning sem var gerður við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, um styrk og laun í námsleyfi á meðan hún sótti nám við Harvard-háskóla. Ingibjörg kom ekki aftur til starfa fyrir bankann eftir námið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um að ræða greiðslu upp á annan tug milljóna króna. Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt framgöngu bankans. „Þessi vinnubrögð bankans bera keim af leyndarhyggju og kúgunartilburðum sem á ekki að viðgangast hjá opinberum stofnunum. Að mati Blaðamannafélags Íslands er ólíðandi að blaðamenn þurfi að standa í langvinnum, dýrum og tímafrekum málarekstri til að fá upplýsingar frá opinberum aðilum sem þeir eiga rétt á að fá samkvæmt upplýsingalögum," segir í yfirlýsingu blaðamannafélagsins.Við fyrirtökuna í dag sagði Ari það vera súrrealískt að vera mættur fyrir dóm vegna málsins. „Ég er bara að reyna að vinna mína vinnu og tel að þessar upplýsingar eigi erindi við almenning. Seðlabankinn er ekki á sama máli. Þeir eru búnir að senda frá sér þrjú sett af röksemdum. Það er búið að hrekja fyrstu tvær og nú er sú þriðja komin fyrir dómstóla," segir hann. „Fyrsta röksemdin var að seðlabankinn þyrfti ekki að svara fyrir málefni bankans. Seinni röksemdin laut að persónulegum málum og núna er þess krafist að við birtum forsögu málsins," segir hann og bætir við að það hafi nú þegar verið gert. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri Grænna, og fyrrverandi blaðamaður á Fréttablaðinu gagnrýnir framgöngu seðlabankans harðlega á Facebook-síðu sinni. „Alveg er það galið að opinber stofnun stefni blaðamanni fyrir dóm fyrir það eitt að vinna vinnuna sína og biðja um upplýsingar. Opinber stjórnsýsla á að starfa eftir þeirri almennu reglu að allt sé uppi á borðum og gögn opinber," segir Kolbeinn.Ari segist ætla að halda málinu til streitu og bíður enn eftir gögnum. „Að sjálfsögðu ætla ég að gera það. Ég er með mjög góðan stuðning og yfirmenn sem eru tilbúnir að borga fyrir lögfræðikostnað. Ég er mjög heppinn með það," segir Ari. Í yfirlýsingu sem Ólöf Skaftadóttir, ritstjóri Fréttablaðsins, sendi fréttastofu segir að seðlabankinn hafi með þessu sýnt af sér þöggunartilburði. Þá virðist sem svo að umræddur styrkur, sem bankinn veitti Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, hafi verið veglegur starfslokasamningur á kostnað skattgreiðenda. „Það er bagalegt að fjölmiðlar þurfi að standa undir dýrum málarekstri til að fá upplýsingar sem sannarlega varða almenning fram í dagsljósið. Í þessu tilfelli finnst forsvarsmönnum bankans réttlætanlegt að leita á náðir dómstóla til að forðast skýringu á því að skattgreiðendur borgi háar fjárhæðir fyrir starfslok embættismanns," segir í yfirlýsingu Ólafar.Ólöf Skaftadóttir, ritstjóri Fréttablaðsins.Yfirlýsing Ólafar Skaftadóttur, ritstjóra Fréttablaðsins í heild:Seðlabankinn stefnir nú blaðamanni Fréttablaðsins fyrir dóm til að freista þess að kæfa umfjöllun hans um launakjör og hlunnindi sem seðlabankastjóri hefur veitt starfsmönnum í efsta lagi bankans. Um er að ræða styrki og laun í námsleyfi meðan þáverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlitsins sótti dýrt nám í Bandaríkjunum sem bankinn greiddi fyrir. Starfsmaðurinn kom ekki aftur til starfa fyrir bankann, þannig að svo virðist sem um hafi verið að ræða veglegan starfslokasamning embættismanns á kostnað skattgreiðenda.Það er bagalegt að fjölmiðlar þurfi að standa undir dýrum málarekstri til að fá upplýsingar sem sannarlega varða almenning fram í dagsljósið. Í þessu tilfelli finnst forsvarsmönnum bankans réttlætanlegt að leita á náðir dómstóla til að forðast skýringu á því að skattgreiðendur borgi háar fjárhæðir fyrir starfslok embættismanns.Fréttablaðið mun halda áfram að fjalla um hvers kyns mál sem kunna upp að koma í Seðlabankanum og varða almenning, þrátt fyrir þöggunartilburði. Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Fordæma stefnu Seðlabankans á hendur blaðamanni Seðlabanki Íslands hefur stefnt blaðamanni Fréttablaðsins vegna fyrirspurnar hans um innri mál bankans. Blaðamannafélag Íslands segir vinnubrögð Seðlabankans bera keim af leyndarhyggju og kúgunartilburðum. Úrskurðarnefnd upplýsingamála hefur kveðið á um að bankanum beri að afhenda gögnin sem um ræðir. 1. ágúst 2019 17:57 Vinnubrögð SÍ beri keim af kúgunartilburðum Dómsmál Blaðamannafélag Íslands fordæmir fráleita tilraun Seðlabanka Íslands til að þagga niður mál sem tengist launakjörum og hlunnindum sem bankinn veitti þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 2. ágúst 2019 06:15 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Mál Seðlabanka Íslands gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Bankinn stefndi blaðamanninum til að reyna fá úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál hnekkt. Samkvæmt honum ber bankanum að afhenda blaðamanninum samning sem var gerður við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, um styrk og laun í námsleyfi á meðan hún sótti nám við Harvard-háskóla. Ingibjörg kom ekki aftur til starfa fyrir bankann eftir námið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um að ræða greiðslu upp á annan tug milljóna króna. Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt framgöngu bankans. „Þessi vinnubrögð bankans bera keim af leyndarhyggju og kúgunartilburðum sem á ekki að viðgangast hjá opinberum stofnunum. Að mati Blaðamannafélags Íslands er ólíðandi að blaðamenn þurfi að standa í langvinnum, dýrum og tímafrekum málarekstri til að fá upplýsingar frá opinberum aðilum sem þeir eiga rétt á að fá samkvæmt upplýsingalögum," segir í yfirlýsingu blaðamannafélagsins.Við fyrirtökuna í dag sagði Ari það vera súrrealískt að vera mættur fyrir dóm vegna málsins. „Ég er bara að reyna að vinna mína vinnu og tel að þessar upplýsingar eigi erindi við almenning. Seðlabankinn er ekki á sama máli. Þeir eru búnir að senda frá sér þrjú sett af röksemdum. Það er búið að hrekja fyrstu tvær og nú er sú þriðja komin fyrir dómstóla," segir hann. „Fyrsta röksemdin var að seðlabankinn þyrfti ekki að svara fyrir málefni bankans. Seinni röksemdin laut að persónulegum málum og núna er þess krafist að við birtum forsögu málsins," segir hann og bætir við að það hafi nú þegar verið gert. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri Grænna, og fyrrverandi blaðamaður á Fréttablaðinu gagnrýnir framgöngu seðlabankans harðlega á Facebook-síðu sinni. „Alveg er það galið að opinber stofnun stefni blaðamanni fyrir dóm fyrir það eitt að vinna vinnuna sína og biðja um upplýsingar. Opinber stjórnsýsla á að starfa eftir þeirri almennu reglu að allt sé uppi á borðum og gögn opinber," segir Kolbeinn.Ari segist ætla að halda málinu til streitu og bíður enn eftir gögnum. „Að sjálfsögðu ætla ég að gera það. Ég er með mjög góðan stuðning og yfirmenn sem eru tilbúnir að borga fyrir lögfræðikostnað. Ég er mjög heppinn með það," segir Ari. Í yfirlýsingu sem Ólöf Skaftadóttir, ritstjóri Fréttablaðsins, sendi fréttastofu segir að seðlabankinn hafi með þessu sýnt af sér þöggunartilburði. Þá virðist sem svo að umræddur styrkur, sem bankinn veitti Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, hafi verið veglegur starfslokasamningur á kostnað skattgreiðenda. „Það er bagalegt að fjölmiðlar þurfi að standa undir dýrum málarekstri til að fá upplýsingar sem sannarlega varða almenning fram í dagsljósið. Í þessu tilfelli finnst forsvarsmönnum bankans réttlætanlegt að leita á náðir dómstóla til að forðast skýringu á því að skattgreiðendur borgi háar fjárhæðir fyrir starfslok embættismanns," segir í yfirlýsingu Ólafar.Ólöf Skaftadóttir, ritstjóri Fréttablaðsins.Yfirlýsing Ólafar Skaftadóttur, ritstjóra Fréttablaðsins í heild:Seðlabankinn stefnir nú blaðamanni Fréttablaðsins fyrir dóm til að freista þess að kæfa umfjöllun hans um launakjör og hlunnindi sem seðlabankastjóri hefur veitt starfsmönnum í efsta lagi bankans. Um er að ræða styrki og laun í námsleyfi meðan þáverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlitsins sótti dýrt nám í Bandaríkjunum sem bankinn greiddi fyrir. Starfsmaðurinn kom ekki aftur til starfa fyrir bankann, þannig að svo virðist sem um hafi verið að ræða veglegan starfslokasamning embættismanns á kostnað skattgreiðenda.Það er bagalegt að fjölmiðlar þurfi að standa undir dýrum málarekstri til að fá upplýsingar sem sannarlega varða almenning fram í dagsljósið. Í þessu tilfelli finnst forsvarsmönnum bankans réttlætanlegt að leita á náðir dómstóla til að forðast skýringu á því að skattgreiðendur borgi háar fjárhæðir fyrir starfslok embættismanns.Fréttablaðið mun halda áfram að fjalla um hvers kyns mál sem kunna upp að koma í Seðlabankanum og varða almenning, þrátt fyrir þöggunartilburði.
Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Fordæma stefnu Seðlabankans á hendur blaðamanni Seðlabanki Íslands hefur stefnt blaðamanni Fréttablaðsins vegna fyrirspurnar hans um innri mál bankans. Blaðamannafélag Íslands segir vinnubrögð Seðlabankans bera keim af leyndarhyggju og kúgunartilburðum. Úrskurðarnefnd upplýsingamála hefur kveðið á um að bankanum beri að afhenda gögnin sem um ræðir. 1. ágúst 2019 17:57 Vinnubrögð SÍ beri keim af kúgunartilburðum Dómsmál Blaðamannafélag Íslands fordæmir fráleita tilraun Seðlabanka Íslands til að þagga niður mál sem tengist launakjörum og hlunnindum sem bankinn veitti þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 2. ágúst 2019 06:15 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Fordæma stefnu Seðlabankans á hendur blaðamanni Seðlabanki Íslands hefur stefnt blaðamanni Fréttablaðsins vegna fyrirspurnar hans um innri mál bankans. Blaðamannafélag Íslands segir vinnubrögð Seðlabankans bera keim af leyndarhyggju og kúgunartilburðum. Úrskurðarnefnd upplýsingamála hefur kveðið á um að bankanum beri að afhenda gögnin sem um ræðir. 1. ágúst 2019 17:57
Vinnubrögð SÍ beri keim af kúgunartilburðum Dómsmál Blaðamannafélag Íslands fordæmir fráleita tilraun Seðlabanka Íslands til að þagga niður mál sem tengist launakjörum og hlunnindum sem bankinn veitti þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 2. ágúst 2019 06:15