„Ég er bara að reyna vinna mína vinnu“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. ágúst 2019 15:30 Seðlabanki Íslands stefndi Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins. Málið var tekið fyrir í dag. Mál Seðlabanka Íslands gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Bankinn stefndi blaðamanninum til að reyna fá úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál hnekkt. Samkvæmt honum ber bankanum að afhenda blaðamanninum samning sem var gerður við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, um styrk og laun í námsleyfi á meðan hún sótti nám við Harvard-háskóla. Ingibjörg kom ekki aftur til starfa fyrir bankann eftir námið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um að ræða greiðslu upp á annan tug milljóna króna. Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt framgöngu bankans. „Þessi vinnubrögð bankans bera keim af leyndarhyggju og kúgunartilburðum sem á ekki að viðgangast hjá opinberum stofnunum. Að mati Blaðamannafélags Íslands er ólíðandi að blaðamenn þurfi að standa í langvinnum, dýrum og tímafrekum málarekstri til að fá upplýsingar frá opinberum aðilum sem þeir eiga rétt á að fá samkvæmt upplýsingalögum," segir í yfirlýsingu blaðamannafélagsins.Við fyrirtökuna í dag sagði Ari það vera súrrealískt að vera mættur fyrir dóm vegna málsins. „Ég er bara að reyna að vinna mína vinnu og tel að þessar upplýsingar eigi erindi við almenning. Seðlabankinn er ekki á sama máli. Þeir eru búnir að senda frá sér þrjú sett af röksemdum. Það er búið að hrekja fyrstu tvær og nú er sú þriðja komin fyrir dómstóla," segir hann. „Fyrsta röksemdin var að seðlabankinn þyrfti ekki að svara fyrir málefni bankans. Seinni röksemdin laut að persónulegum málum og núna er þess krafist að við birtum forsögu málsins," segir hann og bætir við að það hafi nú þegar verið gert. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri Grænna, og fyrrverandi blaðamaður á Fréttablaðinu gagnrýnir framgöngu seðlabankans harðlega á Facebook-síðu sinni. „Alveg er það galið að opinber stofnun stefni blaðamanni fyrir dóm fyrir það eitt að vinna vinnuna sína og biðja um upplýsingar. Opinber stjórnsýsla á að starfa eftir þeirri almennu reglu að allt sé uppi á borðum og gögn opinber," segir Kolbeinn.Ari segist ætla að halda málinu til streitu og bíður enn eftir gögnum. „Að sjálfsögðu ætla ég að gera það. Ég er með mjög góðan stuðning og yfirmenn sem eru tilbúnir að borga fyrir lögfræðikostnað. Ég er mjög heppinn með það," segir Ari. Í yfirlýsingu sem Ólöf Skaftadóttir, ritstjóri Fréttablaðsins, sendi fréttastofu segir að seðlabankinn hafi með þessu sýnt af sér þöggunartilburði. Þá virðist sem svo að umræddur styrkur, sem bankinn veitti Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, hafi verið veglegur starfslokasamningur á kostnað skattgreiðenda. „Það er bagalegt að fjölmiðlar þurfi að standa undir dýrum málarekstri til að fá upplýsingar sem sannarlega varða almenning fram í dagsljósið. Í þessu tilfelli finnst forsvarsmönnum bankans réttlætanlegt að leita á náðir dómstóla til að forðast skýringu á því að skattgreiðendur borgi háar fjárhæðir fyrir starfslok embættismanns," segir í yfirlýsingu Ólafar.Ólöf Skaftadóttir, ritstjóri Fréttablaðsins.Yfirlýsing Ólafar Skaftadóttur, ritstjóra Fréttablaðsins í heild:Seðlabankinn stefnir nú blaðamanni Fréttablaðsins fyrir dóm til að freista þess að kæfa umfjöllun hans um launakjör og hlunnindi sem seðlabankastjóri hefur veitt starfsmönnum í efsta lagi bankans. Um er að ræða styrki og laun í námsleyfi meðan þáverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlitsins sótti dýrt nám í Bandaríkjunum sem bankinn greiddi fyrir. Starfsmaðurinn kom ekki aftur til starfa fyrir bankann, þannig að svo virðist sem um hafi verið að ræða veglegan starfslokasamning embættismanns á kostnað skattgreiðenda.Það er bagalegt að fjölmiðlar þurfi að standa undir dýrum málarekstri til að fá upplýsingar sem sannarlega varða almenning fram í dagsljósið. Í þessu tilfelli finnst forsvarsmönnum bankans réttlætanlegt að leita á náðir dómstóla til að forðast skýringu á því að skattgreiðendur borgi háar fjárhæðir fyrir starfslok embættismanns.Fréttablaðið mun halda áfram að fjalla um hvers kyns mál sem kunna upp að koma í Seðlabankanum og varða almenning, þrátt fyrir þöggunartilburði. Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Fordæma stefnu Seðlabankans á hendur blaðamanni Seðlabanki Íslands hefur stefnt blaðamanni Fréttablaðsins vegna fyrirspurnar hans um innri mál bankans. Blaðamannafélag Íslands segir vinnubrögð Seðlabankans bera keim af leyndarhyggju og kúgunartilburðum. Úrskurðarnefnd upplýsingamála hefur kveðið á um að bankanum beri að afhenda gögnin sem um ræðir. 1. ágúst 2019 17:57 Vinnubrögð SÍ beri keim af kúgunartilburðum Dómsmál Blaðamannafélag Íslands fordæmir fráleita tilraun Seðlabanka Íslands til að þagga niður mál sem tengist launakjörum og hlunnindum sem bankinn veitti þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 2. ágúst 2019 06:15 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Mál Seðlabanka Íslands gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Bankinn stefndi blaðamanninum til að reyna fá úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál hnekkt. Samkvæmt honum ber bankanum að afhenda blaðamanninum samning sem var gerður við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, um styrk og laun í námsleyfi á meðan hún sótti nám við Harvard-háskóla. Ingibjörg kom ekki aftur til starfa fyrir bankann eftir námið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um að ræða greiðslu upp á annan tug milljóna króna. Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt framgöngu bankans. „Þessi vinnubrögð bankans bera keim af leyndarhyggju og kúgunartilburðum sem á ekki að viðgangast hjá opinberum stofnunum. Að mati Blaðamannafélags Íslands er ólíðandi að blaðamenn þurfi að standa í langvinnum, dýrum og tímafrekum málarekstri til að fá upplýsingar frá opinberum aðilum sem þeir eiga rétt á að fá samkvæmt upplýsingalögum," segir í yfirlýsingu blaðamannafélagsins.Við fyrirtökuna í dag sagði Ari það vera súrrealískt að vera mættur fyrir dóm vegna málsins. „Ég er bara að reyna að vinna mína vinnu og tel að þessar upplýsingar eigi erindi við almenning. Seðlabankinn er ekki á sama máli. Þeir eru búnir að senda frá sér þrjú sett af röksemdum. Það er búið að hrekja fyrstu tvær og nú er sú þriðja komin fyrir dómstóla," segir hann. „Fyrsta röksemdin var að seðlabankinn þyrfti ekki að svara fyrir málefni bankans. Seinni röksemdin laut að persónulegum málum og núna er þess krafist að við birtum forsögu málsins," segir hann og bætir við að það hafi nú þegar verið gert. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri Grænna, og fyrrverandi blaðamaður á Fréttablaðinu gagnrýnir framgöngu seðlabankans harðlega á Facebook-síðu sinni. „Alveg er það galið að opinber stofnun stefni blaðamanni fyrir dóm fyrir það eitt að vinna vinnuna sína og biðja um upplýsingar. Opinber stjórnsýsla á að starfa eftir þeirri almennu reglu að allt sé uppi á borðum og gögn opinber," segir Kolbeinn.Ari segist ætla að halda málinu til streitu og bíður enn eftir gögnum. „Að sjálfsögðu ætla ég að gera það. Ég er með mjög góðan stuðning og yfirmenn sem eru tilbúnir að borga fyrir lögfræðikostnað. Ég er mjög heppinn með það," segir Ari. Í yfirlýsingu sem Ólöf Skaftadóttir, ritstjóri Fréttablaðsins, sendi fréttastofu segir að seðlabankinn hafi með þessu sýnt af sér þöggunartilburði. Þá virðist sem svo að umræddur styrkur, sem bankinn veitti Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, hafi verið veglegur starfslokasamningur á kostnað skattgreiðenda. „Það er bagalegt að fjölmiðlar þurfi að standa undir dýrum málarekstri til að fá upplýsingar sem sannarlega varða almenning fram í dagsljósið. Í þessu tilfelli finnst forsvarsmönnum bankans réttlætanlegt að leita á náðir dómstóla til að forðast skýringu á því að skattgreiðendur borgi háar fjárhæðir fyrir starfslok embættismanns," segir í yfirlýsingu Ólafar.Ólöf Skaftadóttir, ritstjóri Fréttablaðsins.Yfirlýsing Ólafar Skaftadóttur, ritstjóra Fréttablaðsins í heild:Seðlabankinn stefnir nú blaðamanni Fréttablaðsins fyrir dóm til að freista þess að kæfa umfjöllun hans um launakjör og hlunnindi sem seðlabankastjóri hefur veitt starfsmönnum í efsta lagi bankans. Um er að ræða styrki og laun í námsleyfi meðan þáverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlitsins sótti dýrt nám í Bandaríkjunum sem bankinn greiddi fyrir. Starfsmaðurinn kom ekki aftur til starfa fyrir bankann, þannig að svo virðist sem um hafi verið að ræða veglegan starfslokasamning embættismanns á kostnað skattgreiðenda.Það er bagalegt að fjölmiðlar þurfi að standa undir dýrum málarekstri til að fá upplýsingar sem sannarlega varða almenning fram í dagsljósið. Í þessu tilfelli finnst forsvarsmönnum bankans réttlætanlegt að leita á náðir dómstóla til að forðast skýringu á því að skattgreiðendur borgi háar fjárhæðir fyrir starfslok embættismanns.Fréttablaðið mun halda áfram að fjalla um hvers kyns mál sem kunna upp að koma í Seðlabankanum og varða almenning, þrátt fyrir þöggunartilburði.
Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Fordæma stefnu Seðlabankans á hendur blaðamanni Seðlabanki Íslands hefur stefnt blaðamanni Fréttablaðsins vegna fyrirspurnar hans um innri mál bankans. Blaðamannafélag Íslands segir vinnubrögð Seðlabankans bera keim af leyndarhyggju og kúgunartilburðum. Úrskurðarnefnd upplýsingamála hefur kveðið á um að bankanum beri að afhenda gögnin sem um ræðir. 1. ágúst 2019 17:57 Vinnubrögð SÍ beri keim af kúgunartilburðum Dómsmál Blaðamannafélag Íslands fordæmir fráleita tilraun Seðlabanka Íslands til að þagga niður mál sem tengist launakjörum og hlunnindum sem bankinn veitti þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 2. ágúst 2019 06:15 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Fordæma stefnu Seðlabankans á hendur blaðamanni Seðlabanki Íslands hefur stefnt blaðamanni Fréttablaðsins vegna fyrirspurnar hans um innri mál bankans. Blaðamannafélag Íslands segir vinnubrögð Seðlabankans bera keim af leyndarhyggju og kúgunartilburðum. Úrskurðarnefnd upplýsingamála hefur kveðið á um að bankanum beri að afhenda gögnin sem um ræðir. 1. ágúst 2019 17:57
Vinnubrögð SÍ beri keim af kúgunartilburðum Dómsmál Blaðamannafélag Íslands fordæmir fráleita tilraun Seðlabanka Íslands til að þagga niður mál sem tengist launakjörum og hlunnindum sem bankinn veitti þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 2. ágúst 2019 06:15