Körfubolti

Lance Stephenson til Kína

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Kínagullið heillar
Kínagullið heillar vísir/getty
Körfuknattleiksmaðurinn litríki Lance Stephenson hefur gert eins árs samning við kínverska úrvalsdeildarliðið Liaoning Flying Leopards eftir aðeins eins árs dvöl hjá NBA stórveldinu Los Angeles Lakers.

Stephenson skilaði 7,2 stigum að meðaltali í leik hjá Lakers á síðustu leiktíð en hann spilaði rúmar 16 mínútur í leik þó hann hafi oftast komið inn af bekknum.

Hann hefur leikið með Indiana Pacers, Charlotte Hornets, LA Clippers, Memphis Grizzlies, New Orleans Pelicans og Minnesota Timberwolves í NBA deildinni auk Lakers.

Stephenson er 28 ára gamall og er ætlað að ná titlinum aftur til Liaoning liðsins en liðið vann kínversku deildina 2018 og hefur annan fyrrum leikmann LA Lakers innan sinna herbúða þar sem Brandon Bass hefur spilað með liðinu síðan 2017.

Samningurinn er sagður færa Stephenson fjórar milljónir dollara eða tæpar 500 milljónir íslenskra króna.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×