Heimkaup sektuð um 400 þúsund Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. ágúst 2019 13:45 Höfuðstöðvar Heimkaupa eru í Smáratorgi. Neytendastofa hefur lagt 400 þúsund króna stjórnvaldssekt á fyrirtækið Wedo ehf., rekstraraðila vefverslunarinnar Heimkaupa, fyrir að birta auglýsingar um „Tax Free“ afslátt án þess að tilgreina prósentuhlutfall afsláttarins. Heimkaup gerðust sek um sambærilegt brot á auglýsingalögum í fyrra. Í ákvörðun stofnunarinnar kemur fram að Heimkaup segi þetta hafa verið mistök. „Fyrirtækið viti fullvel að geta þurfi prósentuhlutfall afsláttar þegar orðið Tax Free sé notað og leggi það mikla áherslu á að gera það í öllu markaðsefni en hér hafi það hreinlega farist fyrir,“ eins og segir í ákvörðunni. Fyrir mistök hafi láðst að setja setja staðlaða setningu, sem notuð væri á öllum Tax Free tilboðsdögum, á hluta af auglýsinga frá Heimkaupum: „Tax Free jafngildir 19% afslætti. Heimkaup.is stendur að sjálfsögðu skil á virðisaukanum“. Í ljósi þess að Heimkaup hafði með þessu brotið gegn fyrri ákvörðunum Neytendastofu taldi stofnunin nauðsynlegt að sekta félagið. „Með vísan til alls framangreinds og að teknu tilliti til umfangs brotsins, fyrri ákvarðana stofnunarinnar og jafnræðis- og meðalhófsreglu stjórnsýslulaga telur Neytendastofa hæfilegt að leggja á Wedo ehf. stjórnvaldssekt að fjárhæð kr. 400.000.“Ákvörðun Neytendastofu má nálgast í heild sinni hér. Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Sjá meira
Neytendastofa hefur lagt 400 þúsund króna stjórnvaldssekt á fyrirtækið Wedo ehf., rekstraraðila vefverslunarinnar Heimkaupa, fyrir að birta auglýsingar um „Tax Free“ afslátt án þess að tilgreina prósentuhlutfall afsláttarins. Heimkaup gerðust sek um sambærilegt brot á auglýsingalögum í fyrra. Í ákvörðun stofnunarinnar kemur fram að Heimkaup segi þetta hafa verið mistök. „Fyrirtækið viti fullvel að geta þurfi prósentuhlutfall afsláttar þegar orðið Tax Free sé notað og leggi það mikla áherslu á að gera það í öllu markaðsefni en hér hafi það hreinlega farist fyrir,“ eins og segir í ákvörðunni. Fyrir mistök hafi láðst að setja setja staðlaða setningu, sem notuð væri á öllum Tax Free tilboðsdögum, á hluta af auglýsinga frá Heimkaupum: „Tax Free jafngildir 19% afslætti. Heimkaup.is stendur að sjálfsögðu skil á virðisaukanum“. Í ljósi þess að Heimkaup hafði með þessu brotið gegn fyrri ákvörðunum Neytendastofu taldi stofnunin nauðsynlegt að sekta félagið. „Með vísan til alls framangreinds og að teknu tilliti til umfangs brotsins, fyrri ákvarðana stofnunarinnar og jafnræðis- og meðalhófsreglu stjórnsýslulaga telur Neytendastofa hæfilegt að leggja á Wedo ehf. stjórnvaldssekt að fjárhæð kr. 400.000.“Ákvörðun Neytendastofu má nálgast í heild sinni hér.
Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Sjá meira